Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Upplýsingar voru skráðar í forritið Excel og það síðan notað við tölfræðilega úrvinnslu. Við samanburð hópa var stuðst við t-próf fyrir samfelldar breytur og Fischer Exact eða Kí-kvaðrat próf fyrir hlutfallsbreytur. Marktæki miðaðist við p-gildi <0,05. Tölfræðiútreikningar voru gerðir í R, útgáfu 2.5.1. Aður en rannsóknin hófst fengust öll tilskilin leyfi frá vísinda- og siðanefnd Landspítala, Persónuvemd og frá framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Alls gengust 103 sjúklingar undir enduraðgerð vegna blæðingar á rannsóknartímabilinu, 75 karlar (72,8%) og 28 konur (27,2%). Á sama tíma gengust 1295 einstaklingar undir opna hjartaaðgerð á Landspítala og var tíðni endurblæðinga því 8% yfir allt tímabilið. í töflu I er sýnd tíðni enduraðgerða á milli ára en hún var á bilinu 5,4% til 11,2%, án þess þó að munurinn á milli ára væri marktækur (p=0,38). Meðalaldur var 67,9 ± 10,7 ár og var yngsti sjúklingurinn sem fór í enduraðgerð 18 ára og sá elsti 85 ára. Flestir höfðu gengist undir kransæðahjáveituaðgerð eða 60 talsins (58,3%), 23 fóru í bæði ósæðarlokuskipti og kransæða- hjáveituaðgerð (22,3%), og 8 (7,8%) sjúklingar í ósæðarlokuskipti eingöngu. Loks vom 12 (11,7%) sjúklingar sem fóru í aðrar aðgerðir, þar af tveir sem fóru í aðgerð vegna ósæðargúls og einn vegna ósæðarflysjunar. í töflu II eru sýndir ýmsir áhættuþættir sem tengjast sjúklingunum, meðal annars áhættuþættir sem tengjast hjarta- og æðasjúkdómum. Líkams- þyngdarstuðull var að meðaltali 26,3 fyrir aðgerð og EuroSCORE 6,1. Alls reyndust 85,4% sjúklinga í NYHA flokki III og IV og fjórir (3,9%) voru með þekkta nýrnabilun (S-kreatínín >200 pmol/L) fyrir upphaflegu aðgerðina. Rúmlega helmingur sjúklinganna hafði hækkaðar blóðfitur og 22 voru með sykursýki. Aðrir áhættuþættir eru sýndir í töflu II. Hvikul hjartaöng var algengasta ábending fyrir hjartaaðgerðinni, eða hjá 46 sjúklingum (44,7%), stöðug hjartaöng hjá 42 (40,8%) og mæði hjá 13 (12,6%). Tveir sjúklingar höfðu engin einkenni og sjö sjúklingar höfðu áður farið í hjartaaðgerð. Önnur atriði í hjartasögu eru sýnd í töflu II. Helstu lyf sem hafa áhrif á blóðflögur og storkukerfið eru sýnd í töflu III. Alls voru 36 sjúklingar á háskammta léttheparíni (LMWH) á síðustu fimm dögum fyrir aðgerð og 28 (27,2%) á acetýlsalicýlsýru. Önnur lyf eru sýnd í töflu III. Atriði tengd upphaflegu hjartaaðgerðinni eru Tafla III. Blóðþynning síðustu fimm dagana fyriraðgerð hjá 103 sjúklingum sem gengust undir enduraðgerð vegna biæðingar eftir hjartaaðgerð á isiandi 2000-2005. Sjúklingar geta veríð á fleiri en einu lyfi samtímis. (Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % ísviga). Háskammta LMW-heparín* 36 (35) Acetýlsalicýlsýra 28 (27,2) Klópídógrel 8 (7,8) Klópídógrel + acetýlsalicýlsýra 5 (4,9) Warfarín 4 (3,9) *LMW = low molecular weight Tafla IV. Aðgerðatengdirþættir hjá 103 sjúklingum sem gengust undir enduraðgerð vegna blæðingar eftir hjartaaðgerð á Islandi 2000-2005. (Gefin eru upp meðaltöl, staðalfrávik og bil.) Bráðaaðgerð (%) 7 (6,8) Fjöldi kransæðatenginga 3,2 ±1,1 (1-5) Blæðing í aðgerð (ml) 3237 ±5150 (350-35330) Heildaraðgerðartími (mínútur) 268 ± 145 (115-930) Tími á hjarta- og lungnavél (mínútur) 130 ±75 (48-536) Tangartími (mínútur) 78 ±49) (22-284) sýnd í töflu IV, meðal annars fjöldi æðatenginga í kransæðahjáveituaðgerðum. Heildaraðgerðartími var 268 mínútur að meðaltali og tími á hjarta- og lungnavél 130 mínútur. Upplýsingar um magn blæðingar er að finna í töflu V. Blæðing í upprunalegu aðgerðinni var að meðaltali 3237 ml (bil 350-35.330 ml), og á fyrstu 24 klukkustundum eftir upprunalegu aðgerðina 3943ml, eða frá 690 ml og upp í 10.740 ml. Sjúklingar fengu að meðaltali 16,5 einingar af rauðkornaþykkni, 15,6 einingar af blóðvatni og 2,3 sett af blóðflögum fram að útskrift. Fimm sjúklingar (4,9%) fengu fíbrínógen. Hjá einum sjúklingi vantaði upplýsingar um magn blæðingar og gjöf blóðhluta og var hann því ekki tekinn með í útreikninga. Blæðing í upphafi enduraðgerðar var að meðaltali 1523 ml (bil 300-4780). Á mynd 1 sést hversu langur tími leið frá upphaflegu að- gerðinni að enduraðgerð. Flestir sjúklinganna, eða 48,5%, voru teknir í enduraðgerð innan tveggja klukkushmda og hafði þá blætt að meðaltali 1151 ml. Þeim sjúklingum sem teknir voru til aðgerðar sl2 klukkustundum frá upphaflegri aðgerð blæddi á milli 420 og 4780 ml en s24 klukkustundir frá 465 ml og upp í 4385 ml. Þrír sjúklingar voru Tafla V. Magn blæðingar fyrstu 24 klukkustundirnar frá upphaflegri hjartaaðgerð og fjöidi eininga af blóðhlutum sem gefnir voru fram að útskrift (gefið er upp meðaltal, staðaifrávik og bil). Blæðing (ml) 3943 ±2168 (690-10740) Rauðkornaþykkni (einingar) 16,5 ±14,7 (2-88) Blóðvatn (plasma) (einingar) 15,6 ±16,1 (0-73) Blóðflögur (sett) 2,3 ± 2,4 (0-13) Fíbrínógen (%) 4,9 LÆKNAblaðið 2009/95 569
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.