Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 29

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN um og notað til þess Myomed 930 frá Enraf Nonius til mats á styrk og úthaldi, hvíld og samhæfingu. í rafritsmælingunni var rafskautum komið fyrir í leggöngum kvennanna og þær beðnar um að spenna grindarbotnsvöðvana eins fast og mögulegt var 10 sinnum og halda spennunni í 10 sekúndur í senn með 20 sekúndna hvíld á milli. Aðgætt var að réttur samdráttur yrði í grindarbotnsvöðvum með því að athuga hvort spöngin lyftist og brýnt fyrir konunum að slaka á í aðlægum vöðvum. Þegar þeim áfanga var náð hófst mælingin. Slökunarþröskuldurinn var stilltur á lpV, það er tækið gaf frá sér hljóðmerki þegar spennan í grindarbotnsvöðvunum varð minni en lpV. Auðveldaði þetta konunum að átta sig á hvenær slökun var náð. Tækið gaf síðan upp hámarks- og lágmarksspennu og reiknaði út meðalspennu í samdrætti og hvíld og samanlagða vöðvaspennu. Upphafsstaða kvennanna við vöðvarafrits- mælingu var baklega með beygju í hnjám og mjöðmum. Konurnar mátu magn þvaglekans á VAS kvarða (visual analoge scale) fyrir og eftir meðferð. VAS kvarðinn var á bilinu 0-10 þar sem 0 var enginn þvagleki. I fyrstu komu og eftir fjórðu komu svöruðu þátttakendur spurningalista ICS um tíðni, magn og gerð þ vaglekans, hvort konan hafði fengið meðferð við áreynsluþvagleka áður og árangur þeirrar meðferðar. Listinn hefur verið þýddur á íslensku og áreiðanleikaprófaður (viðauki 1). Einnig voru skráðar almennar heilsufarsupplýsingar, sem og upplýsingar um hæð og þyngd. Konur í báðum hópum stunduðu grindarbotns- æfingar tvisvar á dag, með spennu í 7 sekúndur í senn og hvíld í 7 sekúndur á milli, alls í 15 mínútur. Konur í hópi 2 æfðu samtímis með rofinni raförvun (Minova frá Empi) á 50 Hz tíðni og 200 ps púlslengd í elektróðum sem komið var fyrir í leggöngum þátttakenda. Þær voru beðnar að spenna grindarbotnsvöðvana með fullum styrk í raförvunarfasanum. Grindarbotnsæfingar voru gerðar í baklegu með beygju í mjöðmum og hnjám til að byrja með en þegar árangri var náð var breytt í setstöðu með afturhalla og síðan í setstöðu með framhalla til að auka álag æfinganna. Rannsóknin var samþykkt af siðanefnd Landspítala og tilkynnt um hana til Persónu- vemdar. Allir þátttakendur skrifuðu undir upplýst samþykki fyrir þátttöku. Úrvinnsla gagna Lýsandi tölfræði var notuð á gögn um lýðfræði Tafla II. Starfshæfni grindarbotnsvöðva á Oxford kvarða hjá hópnum iheiid, hópi 1 og 2 fyrir og eftir meðferð. Fyrir meðferð Eftir meðferð p-giidi Allar Meðaltal±staðalfrávik 2,9±1,4 3,9±1,3 Spönn 0,0-5,0 1,0-5,0 0.001"* Hópur 1 Meðaltal±staðalfrávik 3,1 ±1,2 4,1 ±0,9 Spönn 0,0-4,5 2,0-5,0 0.007" Hópur2 Meðaltal±staðalfrávik 2,7±1,7 3,8±1,4 Spönn 0,0-5,0 3,0-5,0 0.005" **=ps0.01; ** * ps0.001 og sjúkrasögu. Mann-Witney U-próf var notað til að bera saman starfshæfni grindarbotnsvöðva á Oxford-kvarða og vöðvarafriti, ásamt magni þvagleka. Wilcoxon signed rank próf fyrir paraðar mælingar var notað til samanburðar á hópnum í heild, hóp 1 og hópi 2 fyrir og eftir meðferð. Við úrvinnslu gagna var notað Excel-forritið (Microsoft Office 2003) og tölfræðigreining var gerð í SPSS 11.0. Munur skoðast marktækur ef pa0,05. Niðurstöður Meðalaldur 24 þátttakenda var 50,4±13,27 ár (spönn 27-73 ár) og líkamsþyngdarstuðuls (BMI) var 27,0±4,82 (spönn 20,4-38,6). Tafla I sýnir lýðfræði úrtaksins eftir að því var skipt í hóp 1 og 2. Ekki var marktækur munur á hópunum í upphafi nema hópur 1 var eldri. Þegar elsta konan í hópi 1 (73 ára) var tekin út úr hópnum reyndist ekki vera marktækur munur á milli hópa. Meðaltími einkenna hjá hópi 1 var 12,4 ár en 8,4 hjá hópi 2. I upphafi meðferðar var hvorki marktækur munur milli hópa á mati á Oxford-kvarða (p= 0,671) né á vöðvarafriti (EMG mælingum). Eins og sjá má í töflu II var marktækur munur á einkunn á Oxford-kvarða fyrir og eftir meðferð hjá hópnum í heild (p=0,001), sem og hjá hópunum hverjum um sig (hópur 1, p=0,007 og hópur 2 p=0,005). Munur milli hópa eftir meðferð var ekki marktækur (p=0,566). Niðurstöður einkunnagjafar á Oxford-kvarða við þreifingu grindarbotnsvöðva hjá hópnum í heild og hópi 1 og 2 eru sýndar í töflu II. Vöðvarafrit var tekið af grindarbotnsvöðvum til frekara mats á starfshæfni vöðvanna. Marktækur munur (p=0,001) var á hámarksspennu hjá hópnum í heild, fyrir og eftir meðferð. Meðaltal hámarksspennu var hærra eftir meðferð hjá báðum hópum en sá munur var ekki marktækur. Marktækur munur var á lágmarksgildi slökunar hjá hópi 2 fyrir og eftir meðferð (p=0,013). LÆKNAblaðið 2009/95 577

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.