Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 35

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 35
Multiple Sclerosis yfirlit um einkenni, greiningu og meðferð Ólöf Jóna Elíasdóttir1 læknir Elías Ólafsson12 læknir Ólafur Kjartansson3 læknir *Við notum þjál íslensk orð þegar þau eru til, en búum ekki til nýyrði, notum frekar ensk heiti eða íslenska útgáfu af alþjóðlegu heiti. Þetta á m.a. við um nafn sjúkdómsins sem stundum hefur verið nefndur "heila- og mænusigg" á íslensku. Lykilorð: Multiple sclerosis, einkenni, greining, meðferð. ’Taugalækningadeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, | 3röntgendeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ólöf Jóna Elíasdóttir, taugalækningadeild Landspítala. olajona@landspitali. is Ágrip Multiple sclerosis (MS) er bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu og algeng orsök fötlunar hjá ungu fólki. MS er talinn vera sjálfsofnæmissjúkdómur sem tengist samspili erfða og umhverfis. Sjúkdómurinn kemur í köstum og geta einkenni og gangur hans verið margbreytilegur. Greining byggir á sjúkdómseinkennum og styðst við niðurstöður rannsókna. Mikilvægi skjótrar greiningar hefur aukist með tilkomu áhrifaríkrar meðferðar. Tilgangur þessarar greinar er að rekja algengustu einkenni, greiningu og meðferð við MS sjúkdómi. Inngangur MS’ er bólgusjúkdómur í miðtaugakerfi af óþekktum orsökum. Hann er nú talinn vera sjálfsónæmissjúkdómur þótt enn séu þeir sem telja að MS sé orsakaður af veirusýkingu. Einkenni og gangur sjúkdómsins er margbreytilegur. Greining MS byggir á sjúkdómseinkennum og styðst við niðurstöður rannsókna. Skjót greining er æ mikilvægari eftir tilkomu áhrifaríkrar meðferðar og norrænar rannsóknir1 sýna að tími frá upphafi einkenna til greiningar hefur styst á síðustu áratugum. Greinin fjallar um einkenni, greiningu og meðferð MS og lykilrannsóknir að baki helstu lyfja nefndar. Faraldsfræði Algengi MS er óþekkt hér á landi. Giskað hefur verið á að um 350 Islendingar séu með sjúkdóminn og algengi um 112 á 100.000 íbúa, samanborið við 1631 í Noregi og 177 í Rochester, Minnesota.2 Algengast er að einkennin komi fyrst fram á aldrinum 20-40 ára en sjaldgæft er að það gerist fyrir 10 ára eða eftir 60 ára aldur. Konur fá oftar MS, eða 1,5 til 3 fyrir hvern karl.2 Nýgengi er hátt í Evrópu (5,6 í Noregi1 og 6,6 í Englandi á 100.000 íbúa3) og í Olmsted County í Minnesota2 (7,3 á 100.000 íbúa). Rannsóknir hafa sýnt lægra nýgengi við miðbaug, sem hækkar í norður og suður og slíkur halli sást einnig innan Bandaríkjanna á árunum 1976-1994.4 Þá var nýgengið hæst í Norðurríkjunum en minnkaði þegar sunnar dró. Þessi munur virtist þó horfinn á árunum 1989- 1995 og rannsóknir hafa einnig bent til þess að hallinn frá miðbaug sé að hverfa.5 Meingerð MS einkennist af mörgum aðskildum bólgu- blettum (plaques), sem afmarka sig vel frá eðlilegum heilavef og eru oftast staðsettir í sjóntaug, heilastofni, mænu, litla heila og hvítu aðlægt heilahólfunum. Bólgublettirnir eru oftast við bláæðar og sjást bæði í hvíta og gráa hluta heilans. Blettirnir eru á ýmsum aldri og einkennast af eyðingu myelins (oligodentrocyta) og íferð bólgufrumna.6 T-frumur eru mest áberandi í bólgusvarinu,6 en einnig er óeðlileg mótefnamyndun,7 sem sést meðal annars sem oligoclonal bönd í mænuvökvanum. Ranvier glufur eru á milli oligodentrocytanna og þar er mikill fjöldi natríum- og kalíumrása. Fækkun oligodentxocyta dregur úr hraða taugaboðanna8 og viðgerð er fólgin í því að natríum- og kalíumrásirnar breiðast út eftir taugasímanum, 9 þar sem oligodentrocytamir og mýelínið var áður. Endurmyndun mýelíns sést einnig en óvíst er hversu mikil viðgerð er fólgin í því.10 Bólgan getur einnig fækkað taugasímum (axonum) sem er talið skýra að einkenni ganga ekki alltaf til baka11 eftir MS-köst. Ekki valda allir bólgublettir einkennum og um 90% bólgubletta á MRI eru einkennalausir.10 Hins vegar sjást ekki allir bólgublettirnir á MRI og rannsókn með MR spectroscopiu12 sýndi bólguvirkni á svæðum sem voru eðlileg á MRI- myndum. MS tengist erfðum og fylgni fyrir MS hjá eineggja tvíbumm var 24%13 í danskri rannsókn samanborið við 3% hjá tvíeggja tvíburum og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt tengsl við HLA.14 Nýleg erfðarannsókn (ivhole genom association study) sýndi tengsl MS við tvö gen (interleukin receptorar).14 Sumir telja að MS orsakist af rofi í heila-blóð hindruninni10 og bólgufrumur valdi síðan MS, en þetta gerist aðeins hjá þeim sem hafa arfgenga tilhneigingu til sjúkdómsins. Einkenni Sjóntaugabólga (optic neuritis) veldur sjóntruflun LÆKNAblaðið 2009/95 583
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.