Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 36
 FRÆÐIGREINAR Y F 1 R L 1 T Mynd 1. Tíðni kasta fyrir Iwerja konu á hverju ári á þriggja mánaða tímabilifyrir meðgöngu, á meðgöngu og eftir meðgöngu. *Þegar lýst er í heilbrigða augað dregst ljósopið saman, en þegar lýst er snöggt (swinging light test) í veika augað stækkar ljósopið á því auga17 andstætt því sem búast mætti við. Við sjóntaugabólgu er það sterkara áreiti að fjarlægja ljósið frá heilbrigða auganu en að lýsa í það veika. **Sjúklingur heldur út báðum handleggjum með lokuð augu. Við minnkaðan kraft sígur eða prónerar annar handleggurinn. Þetta hefur einnig verið nefnt Grasset-próf en sú notkun er bundin við Svíþjóð (og ísland) og ekki er hægt að mæla með henni.19 og er fyrsta einkenni hjá 20%15 MS-sjúklinga. Einkenni byrja með verk við augað og síðan versnar sjónin skyndilega eða á nokkrum dögum. Sjónskerðingin er mismikil og getur orðið algjör. Algengast er sjónskerðing í miðju sjónsviðsins (central scotoma) og minnkað litaskyn.15 Full sjón endurheimtist á tveimur mánuðum í 90% tilvika.16 Skoðun á augnbotnum er oftast eðlileg nema þegar bólgubletturinn er í sjóntauginni við papilluna (papillitis) sem líkist þá papilledema í útliti. Við skoðun finnst oft svokallað afferent pupillary defect’. Ekki fá allir með sjóntaugabólgu MS síðar á ævinni, en 49% greinast með MS innan 20 ára.18 Truflun á augnhrevfingum veldur tvísýni og orsakast af bólgubletti í heilastofni sem truflar III., IV. eða VI. heilataug. Internuclear ophthalmoplegia er sérkennandi sjúkdómsmynd, en þá truflar bólgublettur boð milli kjarna III. og VI. heilatauga um medial longitudinal fasciculus,'5 þannig að sjúklingur getur ekki fært augað frá miðlínu og að nefinu. Máttminnkun getur verið í einum útlim (monoparesis), báðum fótleggjum (paraparesis) eða helftarlömun sem er fátíðast. Máttminnkunin getur komið skyndilega en algengara er að hún komi hægar, til dæmis sem helti eða sem klaufska í hendi. Oft er auðvelt að finna merki máttminnkunar við skoðun, en stundum koma væg einkenni aðeins fram sem svokallað "pronator drift"'9" í handlegg eða erfiðleikar við að hoppa á öðrum fæti. Tónus og sinaviðbrög geta verið aukin, auk klónus í ökklum. Kviðreflexar eru framkall- aðir með því að rispa létt kviðvegginn og eðlilegt svar er samdráttur í kviðvöðvunum. Kviðreflexar eru taldir byggja á löngum taugabrautum sem teygja sig upp (eða niður) mænuna í langri lykkju (long loop reflex) og vegna lengdarinnar eru þeir næmir fyrir bólgublettum víða í mæn- unni. Þeir geta horfið snemma í MS. Babinski- svörun sést oftast þegar máttur er minnkaður í fótlegg og dæmigert er að máttminnkun sé aðeins í öðrum fæti, en Babinski-svörun sjáist beggja vegna.15 Skyntruflanir eru algengar og margbreytilegar, svo sem minnkað skyn (hypesthesia), aukið skyn (hyperesthesia), sársauki við snertingu (allodynia), náladofi (paresthesia) eða „tannlæknadofi", brunatilfinning eða stjórnleysi á útlimum (skert stöðuskyn).15 Þegar sjúklingur lýsir „dofa" táknar það ekki alltaf skyntruflanir, heldur getur það verið máttminnkun eða jafnvel verkir. Mikilvægt er að fá greinargóða lýsingu á einkennunum. Önnur einkenni MS geta verið svimi, þvoglumæli, intention tremor, blöðrutruflanir, getuleysi, viðvarandi þreyta og úthaldsleysi, verkir og þunglyndi. Vitræn skerðing getur sést, einkum þegar frá líður.20 Einkenni MS gefa mikilvægar upplýsingar um staðsetningu meinsins í miðtaugakerfinu: Stóri heili Hreyfi- eða skyneinkenni, einkum helftareinkenni minnisleysi og frontal einkenni.21 Dæmigerð einkenni frá cortex, eins og málstol (aphasia), gaumstol22 og flog23 eru mjög sjaldgæf. Heilastofn Tvísýni, þvoglumæli, svimi, kyngingarerfiðleikar og helftarlömun. Mæna Skyntruflanir neðan línu þvert yfir bolinn (sensory level) eru dæmigerð fyrir sjúkdóm í nuenu. Skert stöðuskyn í fótum, skertur kraftur í báðum fótum, óstöðugt göngulag og dettni. Tíð og bráð þvaglát. Lhermitte-einkenni sem er rafstraumstilfinning niður í mjóbak og læri þegar höfuðið er beygt fram.15 Litli heili Stjómleysi á útlimum eða sjúklingur getur ekki setið óstuddur (truncal ataxia).24 MS-kasteinkenni þurfa að standa í að minnsta kosti 24 klukkustundir til að teljast kast,25 Að meðaltali ná einkenni hámarki á tveimur sólarhringum (stundum 3-4) og ganga síðan til baka að mestu eða öllu leyti á næstu sex vikum.26 Tíðni kasta er um 1,3 á ári hjá ómeðhöndluðum MS-sjúklingum, en lyf geta fækkað köstunum.27 Greina þarf MS-kast frá: i) Pseudoattack25 (Uhthoffs- fyrirbæri) sem er tímabundin versnun eldri einkenna við hækkaðan líkamshita. Algengt er að sjá versnandi á sjón hjá þeim sem hafa náð sér eftir sjóntaugabólgu, en önnur einkenni geta einnig komið fram með þessum hætti ii) Paroxysmal- einkenni28 eru önnur einkenni sem standa stutt, mest fáeinar klukkustundir og algengust eru trigeminal neuralgia, sársaukafullir tónískir spasmar í fótleggjum, skynbreytingar og kláði. Paroxysmal einkenni sem endurtaka sig mörgum sinnum sama sólarhringinn teljast MS-kast.25 Clinically Isolated Syndrome (CIS) eru MS- einkenni sem aðeins hafa komið einu sinni. Samkvæmt McDonald-skilmerkjum má greina CIS sem MS ef hægt er að sýna fram á bæði útbreiðslu 584 LÆKNAblaðið 2009/95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.