Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 38

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 38
 FRÆÐIGREINAR Y F 1 R L 1 T Mynd 4. FLAIR myndröð (A) sýnir stóra virka bletti, með bjúg umhverfis og T1 mynd (B) sýnir hálfhringlaga skuggaefnisupphleðslu íjöðrum sömu bletta eftir gjöf Gadolinium skuggaefnis í æð. Mynd 5. FLAIR mynd (A) sýnir dæmigerða dreifingu bletta hornrétt á hliðarhólf og T1 mynd (B) sýnir að hluta til að um "black holes" eða gamla bletti er að ræða. myndum. Ekki eru sterk tengsl á milli fjölda breytinga og líkamlegrar fötlunar.37 MRI-rann- sóknin getur staðfest útbreiðslu MS-bletta í bæði tíma og rúmi. Stundum finnast dæmigerðar MS-breyting- ar á MRf hjá þeim sem eru rannsakaðir vegna óskyldra sjúkdóma (til dæmis höfuðverkja). Nýleg rannsókn38 fylgdi 30 slíkum eftir í fimm ár og á þeim tíma fengu 37% (11/30) þeirra dæmigerð MS einkenni. 2. Sjónhrifrit endurspeglar leiðni í sjóntaugum og sýnir dæmigerða töf í kjölfar sjóntaugabólgu. Þegar merki finnast við skoðun um eirin MS-blett (til dæmis í heilastofni eða mænu) getur óeðlilegt sjónhrifrit staðfest tilvist annars bólgubletts (útbreiðsla í rúmi). Sjónhrifrit25 er gagnlegast við greiningu MS þegar um er að ræða primary progressive sjúkdómsmynd og þurfa þá einnig að sjást MRI-breytingar. 3. Mænuvökvi. Oligoclonal-bönd (sem ekki eru í serum) sjást við hvers konar bólgu í miðtaugakerfi og finnast hjá um 90% sjúklinga með MS.39 Böndin hafa mesta þýðingu við greiningu MS, eftir aðeins eitt kast (CÍS) og við primary progressive MS.25 Rannsókn á 52 sjúklingum með CIS40 fann að 63% (33/52) voru með oligolonal-bönd og sex árum síðar hafði MS greinst hjá 97% (32/33) þeirra, í samanburði við 16% (3/19) þeirra sem ekki voru með böndin. Rannsókn á sjúklingum með primary progressive sjúkdómsmynd41 (n=943) sýndi að 79% höfðu jákvæðan mænuvökva (oligoclonal bönd, aukin IgG index eða aukirtn myndxmarhraði IgG) við eða skömmu eftir greiningu. 4. Blóðprufur hjálpa við útilokun á öðrum sjúkdómum, þegar einkenni eru ódæmigerð fyrir MS32 eða önnur einkenni sjást (útbrot, liðeinkenni og fleira). Gangur sjúkdómsins Algeng flokkun MS byggir á alvarleika, tíðni einkenna og hve hratt sjúkdómurinn versnar. Þannig er MS skipt í tvo meginflokka, relapsing remitting1 og chronic progressive.2-4 Horfur MS- sjúklinga tengjast þessum flokkum og þeir hafa verið notaðir til að velja einstaklinga í lyfjarannsóknir.42 1) Relapsing remitting MS - endurtekin köst, einkennin jafna sig að hluta eða öllu leyti og versna ekki milli kasta. 2) Secondary progressive MS - byrjar sem relapsing remitting en svo tekur við stöðug versnun, með eða án kasta. 3) Progressive relapsing MS - stöðug versnun einkenna frá upphafi sjúkdómsins með köstum á milli. Versnun heldur áfram milli kastanna. 4) Primary progressive MS - einkennin versna jafnt og þétt frá byrjun, án kasta. Greining á þessari mynd sjúkdómsins er erfiðust og mikilvægt er að mænuvökvi sýni merki um bólgu í miðtaugakerfi (oligoclonal bönd) og sýna þarf fram á bæði dreifingu í rúmi (MRI-skilmerki uppfyllt eða óeðlilegt sjónhrifrit) og í tíma (MRI-skilmerki uppfyllt eða vaxandi fötlun í eitt ár).43 Greiningarskilmerki Alþjóðleg greirdngarskilmerki hafa verið þróuð á síðustu áratugum og eru mjög gagnleg við rannsóknir á MS. Þau nýjustu eru frá 2001 (McDonald Criteria)25- 44 og byggja þau á einkennum sjúkdómsins og taka einnig með MRI- breytingar, og gera meðal annars kleift að greina MS eftir aðeins eitt klínískt kast (CIS). McDonald- skilmerki byggjast á því að bæði sé hægt að staðfesta útbreiðslu sjúkdómsins í tíma og í rúmi. Alltaf er mikilvægt að tryggja að aðrir sjúkdómar séu ólíklegir. a) Útbreiðsla í rúmi er staðfest ef að minnsta kosti þrjár af eftirtöldum fjórum gerðum MS-bletta sjást á MRI: i) einn blettur sem hleður gadolinium eða níu T2-blettir, ii) einn blettur neðan tentorium, iii) einn blettur aðlægt cortex, iv) þrír blettir aðlægt heilahólfum. Einn blettur í mænu jafngildir 586 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.