Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2009, Side 46

Læknablaðið - 15.09.2009, Side 46
UMRÆÐUR O G ENDURHÆFIN G F R í É T T I R____ STYKKISHÓLMI Markmiöið er að virkja sjúklinginn Við St.Franciskusspítala í Stykkishólmi hefur teymi fagfólks starfrækt háls- og bakdeild um tveggja áratuga skeið. Teymið lýtur faglegri stjórn þeirra Jóseps Blöndal yfirlæknis og Hrefnu Frímannsdóttur yfirsjúkraþjálfara en auk þeirra eru í því fimm sjúkraþjálfarar, deildarhjúkrunarfræðingur, geðhjúkrunarfræðingur í hlutastarfi, læknir í hlutastarfi og starfsmaður á deild. Þá aðstoða hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði á skurðstofu við alla sprautumeðferð. Sjúkraþjálfaramir sinna einnig meðferð sjúklinga á öðrum deildum spítalans auk göngudeildarstarfsemi. Deildin hefur getið sér gott orð og margir hafa fengið bót meina sinna eftir að hafa átt í langri baráttu við þráláta háls- og bakverki sem hindrað hafa eðlileg lífsgæði. Blaðamaður Læknablaðsins heimsótti Stykkishólm í byrjun sumars og fræddist um starfsemina undir leiðsögn þeirra Jóseps og Hrefnu. Það er greinilegt að á milli þeirra er gott samstarf enda leggja þau áherslu á að starfið sem unnið er á háls- og bakdeildinni byggist fyrst og fremst á teymisvinnu allra sem að koma og í því sé árangurinn fólginn. Það eru því engin óútskýranleg kraftaverk urrnin í Stykkishólmi þó sjúklingar fái margir hverjir lausn, ýmist tímabundna eða varanlega. Aðferðirnar sem beitt er em þrautreyndar °g byggjast á alltraustum vísindalegum grunni. Grundvöllurinn felst í endurhæfingu og þjálfun undir stjóm sjúkraþjálfara að undangengnu mati Jóseps sem setur upp meðferðaráætlun í lok fyrstu heimsóknar sjúklingsins á deildina. Sjálfur sinnir Jósep að auki fræðslu og sprautumeðferð og stöku sinnum hnikmeðferð/hnykkingum sem draga iðulega úr einkennum tímabundið og auðvelda þannig sjúklingunum að stunda æfinga prógrammið af fullum krafti. Þrettán rúm eru í sjúkrahúsinu fyrir bakmeðferðina og eru þau fullnýtt árið um kring og á biðlista eru stöðugt um 300 manns. „Endurhæfingin hér gengur að miklu leyti útá að virkja stoðvöðva hryggsúlunnar sem geta verið að meira eða minna leyti óvirkir hjá fólki með bak- og hálsverki. Þetta er kúnst og í það þarf Hávar sjúkraþjálfara með reynslu. Okkar sjúkraþjálfarar Sigurjónsson nota meðal annars sónartæki til að meta virkni þessara vöðva. Við erum að nota aðferðir við þjálfunina sem við höfum dregið að okkur víða úr heiminum og megineinkennið á nálgun okkar er opinn hugur fyrir öllu sem virkar og er vísindalega undirbyggt og hentar því módeli sem vinnum eftir. Við byggjum á módeli sem gengur út frá ákveðinni sjúkdómsþróun; við getum kannski ekki fullyrt að skilningur okkar sé hárréttur en hann virðist gefa góða raun," segja þau. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi byggir á nokkuð öðrum grunni en hefðbundin landsbyggðarsjúkrahús þar sem það voru St. Franciscusnunnur sem byggðu og ráku spítalann upphaflega. Byggingin var reist á árunum 1933- 1935 og um árabil ráku nunnurnar hann einar en síðar tóku heilbrigðisyfirvöld þátt í rekstrinum. Nunnurnar slepptu þó ekki hendinni af honum og unnu við spítalann endurgjaldslaust langt fram á 10. áratug síðustu aldar. Byggingin sjálf ber metnaði vitni, sex hæðir með heilsugæslu, skurðstofu, endurhæfingarrými, langlegudeild fyrir 27 sjúklinga sem jafnframt er bráðadeild, fullkominni rannsóknarstofu, röntgendeild og skiptistofu, auk 13 rúma bak- meðferðardeildarinnar. Tveir læknar starfa við heilsugæsluna en Jósep starfar eingöngu við sjúkrahúsið. Þá eru heilsugæslulæknamir í hluta- starfi við báðar deildir sjúkrahússins og annast bráðaþjónustuna að verulegu leyti. í allt starfa um 70 manns við sjúkrahúsið, sem er langstærsti vinnustaðurinn í Stykkishólmi, þótt Róbert Jörgensen framkvæmdastjóri sjúkrahússins bendi réttilega á að grunnskólinn sé fjölmennari og að velta fiskvinnslufyrirtækja sé talsvert meiri þegar hæst stendur. Eitt dýrasta heilbrigðisvandamálið A göngu okkar um hæðir og ganga sjúkrahússins hefur Jósep orð á því að vinnuandinn sé einstaklega góður og starfsaldur flestra talinn í árum ef ekki áratugum. „Það myndast sérstakt andrúmsloft trausts og skilnings þegar svo er," segir hartn og heilsar sjúklingum og starfsfólki á báða bóga um leið og hann útskýrir hver fylgdarsveinninn sé. Bakvandamál era algengust hjá fólki á aldrinum 594 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.