Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 48

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 48
UMRÆÐUR 0 G ENDURHÆFIN G F R É T T I R__ í STYKKISHÓLMI linga með 20% af kostnaðinum. í þriðja hópnum eru 20% sjúklinganna með 80% af kostnaðinum. Þetta eru auðvitað engan veginn hámákvæmar tölur, en em nytsamlegar þegar gefa þarf til dæmis stjórnmálamönnum mynd af hvar kostnaðurinn liggur. Þær eru einfaldar og skýrar. Auðvitað væri best að grípa inn í vandann strax með fyrirbyggjandi aðgerðum en það er auðvitað ekki hægt, þar sem orsakir bakvandamála eru enn sem komið er býsna óljósar. Næstbest er þá að hefja meðhöndlun innan þriggja mánaða og það gerum við með „bakprógrammi" eins og er í boði hér og rannsóknir staðfesta að skilar góðum árangri. Ef ekkert er gert fyrr en kemur að þriðja hópnum eru lækningaaðferðimar mjög dýrar og bera ekki mjög mikinn árangur. Þá eru félagslegir þættir líka farnir að spila mjög sterkt inn í, svo sem langtíma fjarvistir frá vinnu og fjölskyldumál. Vandi hvers og eins sjúklings með króníska bakverki er stór og flókinn og því skiptir mestu máli að grípa inn í áður en til þess kemur. Við leggjum mesta áherslu á að meðhöndla sjúklinga sem flokkast í fyrri tvo hópana; þeir dvelja hér í 2x5 daga og það hefur gefið góða raun. Við höfum hins vegar einnig tekið við krónískum verkjasjúklingum og ef marka má úttekt sem við gerðum á starfseminni í fyrra er árangur meðferðar þeirra betri en við höfðum þorað að vona. Helst vildum við geta fylgt sjúklingum okkar eftir í nokkurn tíma en við höfum ekki haft efni á því." Meðallegutími sjúklings á bakdeildinni er 11 dagar og öll meðferð er einstaklingsbundin, en meginhluti fræðslunnar fer þó fram í hópum. Dvalið er í tvær vinnuvikur en farið heim helgina á milli. Einhver kynni að velta því fyrir sér hvort ekki væri einfaldara að hafa slíka deild nær höfuðborgarsvæðinu. Sannarlega koma sjúklingar til Stykkishólms hvaðanæva af landinu en einnig er lykilatriði að sögn Jóseps að ná sjúklingunum úr sínu daglega umhverfi þar sem þeir eru lausir við öll áreiti hins daglega lífs. „Hér geta þeir einbeitt sér að vandamálinu og jafnframt velt fyrir sér ýmsu í sínu lífi sem ekki gefst ráðrúm til annars. Hér hafa sjúklingar tekið stórar ákvarðanir um breytingar á lífi sínu og lífsstíl og það er hluti af árangrinum í þeim tilfellum," segir Jósep. Þau segja teymið líta svo á að reyna beri íhaldssamar meðferðaraðferðir í langflestum tilvikum háls- og bakvanda áður en ráðist er í skurðaðgerðir. Arangur af skurðaðgerðum við brjósklosi með rótareinkennum sé býsna góður, en hátt hlutfall þeirra sjúklinga læknast án skurðaðgerðar og margir reyndar án nokkurrar meðferðar. Oft getur það einnig oltið á aðstæðum sjúklingsins hvort valið er að gera skurðaðgerð vegna brjóskloss eða ekki, en þumalfingursreglan er sú að ekki skuli gripið til skurðaðgerðar fyrstu 6-12 vikurnar. Hvað aðrar skurðaðgerðir áhrærir, svo sem spengingar, eru álitamálin mun umfangsmeiri. Þá leggja þau mikla áherslu á mikilvægi heilsugæslulæknanna í fyrstu heimsókn sjúklings með háls- eða bakverki.Viðbrögð heilsugæslu- læknisins geti ráðið miklu um framhaldið. Mikilvægt sé að heilsugæslulæknirinn hlusti, skoði og útskýri og passi að fólk sé ekki að fara í óþarfa myndatökur og ganga á milli sérfræðinga með sín bakvandamál. „Það ýtir undir sjúkdómsvæðingu samfélag- sins," segir Jósep. „Ef teknir eru hundrað manns á aldrinum 18-60 ára sem aldrei hafa fundið til í bakinu og teknar sneiðmyndir af mjóbaki þeirra eru 35 með brjósklos. Myndatökur af hrygg hjá fullorðinni manneskju eru yfirleitt gagnslitlar við greiningu bakvanda - nema auðvitað til að útiloka alvarlega sjúkdóma í hryggnum. Þær sýna aðallega slitbreytingar sem hafa yfirleitt afskaplega lítið með bakverki að gera, þá væri allt gamla fólkið að drepast úr verkjum, en bakverkir eru ekki stórvandamál hjá öldruðu fólki. Auk þess eru allar myndatökur framkvæmdar með sjúklinginn liggjandi, það er í stellingu þar sem álagið er lítið sem ekkert og margir sjúklinganna auk þess einkennalitlir eða einkennalausir. Það dregur úr bakverkjum með aldrinum en það er lítil huggun fyrir þrítuga manneskju að segja henni að þetta lagist uppúr sextugu. Stellingin er fyrir tækin en ekki sjúklinginn. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem byrjað er framleiða segulómtæki fyrir sjúklinginn í sitjandi og standandi stöðu." Að nenna að hlusta Við stöndum nú í þjálfunarsal deildarinnar sem áður hýsti prentsmiðju nunnanna í klaustrinu. Þarna er vel rúmt um sjúklinga og þegar við komum í dyrnar er að hefjast æfingaprógram eftir hádegishlé. Sjúkraþjálfarnir fylgjast með sjúklingunum, leiðbeina þeim hverjum fyrir sig og ræða við þá í hálfum hljóðum um hvernig best sé að gera æfingarnar. Andrúmsloft afslöppunar og opinna samskipta er ekki síður mikilvægt fyrir vellíðan sjúklingsins. Jósep segir að eins og svo oft í samskiptum læknis og sjúklings veiti saga sjúklingsins mestar læknisfræðilegar upplýsingar. „Maður þarf bara að nenna að hlusta. Hvar eru verkirnir, hvernig dreifast þeir, við hvað versna þeir og við hvað lagast þeir? Sjúklingur sem er að leggjast hér inn í fyrsta skipti fær alveg heilan klukkutíma hjá mér. Það dugir ekkert minna ef taka á niður sögu hans og skoða hreyfikerfið rækilega. Við 596 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.