Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 61
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR FORSÍÐUMYNDIR 1989-2009 gamalla og nýrra hugmynda um hafið, hetjur hafsins og notagildi þess. Það er komið nýtt og áþreifanlegra gildismat í stað þess gamla, þegar bankar og verðbréf voru uppspretta auðs en eru núna tákn loftkastala. Og jafnframt erum við að róa lífróður þannig að tengingin við hafið hefur margar hliðar, bæði lýrískar og pólitískar. Lögbirtingur eða Læknablaðið Læknar eru ákveðinn hluti samfélagsins sem spennandi er að höfða til. Læknablaðið er miðill sem berst út um allt land, bæði á stofnanir og heimili. í gegnum blaðið getum við kynnt íslenska samtímalist fyrir ákveðnum þverskurði þjóðarinnar. Þetta hefði alveg eins getað verið einhver annar hluti þjóðarinnar, ef sams konar forsíðumyndir hefðu til dæmis birst framan á hverju hefti af Lögbirtingarblaðinu. Þá hefði markhópurinn verið svolítið annar. Nokkrir myndlistarmannanna sem unnið hafa verk fyrir Læknablaðið hafa sérstaklega reynt að höfða til læknastéttarinnar í verkum sínum eða þá að ég dreg fram slíkar tengingar í verkunum. Þar get ég nefnt Guðnýju Rósu Ingimarsdóttir sem var með mjög lífrænt verk á forsíðu Læknablaðsins í desember 2006. Hún vinnur gjarnan út frá tilfinningum og myndverki hennar má jafnvel líkja við æðakerfi sálarlífsins. Gabríela Friðriksdóttir hefur verið að fást við líkamann, meðal annars brotin bein, í simri myndlist og það sem hún er að gera í þeim efnum er ákveðin skírskotun beint til vísinda, þar á meðal lækninga. En fyrst og fremst má segja að verkin séu mjög fjölbreytt. Þótt ég reyni að sýna sem margbreytilegastar aðferðir í listum veit ég að fólk verður oft mjög þakklátt fyrir að fá inn á milli myndlist af því tagi sem það þekkir betur til en innsetninga og gjörninga, til dæmis olíumálverk eftir Eggert Pétursson, sem var á forsíðu Læknablaðsins í desember 2008. Skrýtin umfjöllun um myndlist í ýmsum miðlum Hvatningin er að vekja áhuga fólks á listum og fá það til þess að skoða sem fjölbreyttasta list, jafnvel að kynnast listformum sem það hefur aldrei áður vitað um. Þannig venst það því að skoða alls konar list. Ef myndirnar í Læknablaðinu og umfjöllun um þær leiða í einhverjum tilvikum til þess að einhverjir fara á sýningu sem annars hefði farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, þá er tilganginum náð. Fyrir flesta er öll nýrri myndlist mjög framandleg vegna þess að þeir hafa einfaldlega ekki komist í tæri við hana. Við erum öll mjög vön því að fá miklar upplýsingar um íþróttir í öllum miðlum, flest án þess að við biðjum um það. Þess vegna verðum við með tímanum öll miklir sérfræðingar í íþróttum og höfum jafnvel sterkar skoðanir á þeim, hvort sem við höfum nokkurn tíma lagt stund á þær eða ekki. Þarna hefur endurtekningin og stöðugar upplýsingar mikið að segja. Mikið vantar upp á að sama máli gegni um myndlist og því er ég að reyna að breyta, þó í smáum stíl sé, með umfjölluninni í Læknablaðinu. Með því að miðla upplýsingum um myndlist jafnt og þétt er hægt að gera hana skiljanlegri þeim sem eru vanastir því að sjá bara málverk og skúlptúra. Fjölmiðlar hafa svo sannarlega ekki staðið sig í stykkinu og þá sjaldan sem sjónvarpið sýnir eitthvað annað en hefðbundna myndlist er það yfirleitt í hálfkæringi og hreinlega til þess að hæða eða spotta þann sem fyrir gjömingnum stendur eða hverju öðru sem myndverkið snýst um. Þessi afstaða til myndlistar er svolítið merkileg því engum dytti í hug að gera svona upp á milli tónlistarstefna, að hæða eða spotta það sem ekki er kunnuglegt. Við erum vön því að til séu margar tónlistarstefnur og allar eigi rétt á sér. Þekkt framtak meðal myndlistarmanna Læknablaðið á heiður skilinn fyrir að brjóta þetta mynstur upp og það er þekkt stærð í heimi myndlistarmanna, þarna er einn miðill sem er opirtn og fordómalaus gagnvart allri myndlist. Þeir fáu sem ekki þekkja til þessa framtaks, til dæmis ungir listamenn sem eru nýfarnir að hasla sér völl, verða yfirleitt mjög glaðir þegar þeir heyra af því að verið sé að fjalla urn myndlist í Læknablaðinu og kynna það nýjasta sem þar er að gerast." Af orðum Markúsar Þórs Andréssonar má ráða að enn um sinn sé nóg af nýrri og ferskri myndlist í bland við eitthvert ögn eldra efni sem lesendur Læknablaðsins eiga kost á að kynnast á næstunni. Markús er reiðubúinn að rétta þeim lykilinn að þeirri gróskumiklu veröld sem íslensk myndlist nútímans er, byggja brýr og leiða þá út í óvænt ævintýri. LÆKNAblaðið 2009/95 609
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.