Læknablaðið - 15.12.2009, Side 4
EFNISYFIRLIT
Frágangur
fræðilegra greina
Höfundar sendi tvær gerðir handrita
til ritstjórnar Læknablaðsins,
Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi.
Annað án nafna höfunda, stofnana
og án þakka sé um þær að ræða.
Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis
að allir höfundar séu samþykkir
lokaformi greinar og þeir afsali sér
birtingarrétti til blaðsins.
Handriti skal skilað með tvöföldu
línubili á A-4 blöðum. Hver hluti
skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtal-
inni röð:
• Titilsíða: höfundar, stofnanir,
lykilorð á ensku og islensku
• Ágrip og heiti greinar á
ensku
• Ágrip á íslensku
• Meginmál
• Þakkir
• Heimildir
Töflur og myndir skulu vera bæði
á ensku og íslensku.
Tölvuunnar myndir og gröf komi
á rafrænu formi ásamt útprenti.
Tölvugögn (data) að baki gröfum
fylgi með, ekki er hægt að nýta
myndir úr PowerPoint eða af net-
inu.
Eftir lokafrágang berist allar greinar
á tölvutæku formi með útprenti.
Sjá upplýsingar um frágang fræði-
legra greina:
www.laeknabladid.is/fragangur-
greina
Umræðuhluti
Skilafrestur efnis í næsta blað
er 20. hvers mánaðar nema
annað sé tekið fram.
816 LÆKNAblaðið 2009/95
RITSTJÓRNARGREINAR
Páll Matthíasson
Viðhorf íslendinga til þunglyndis-
meðferðar - tilefni til bjartsýni
Viðhorf (slendinga til meðhöndlunar þunglyndis með lyfjum
virðist almennt jákvæð og því jákvæðari sem fólk er betur
upplýst um þunglyndismeðferð.
819
Sigurður Thorlacius
Heilsufar íslenskra bænda 821
Niðurstöður þessarar rannsóknar geta verið notadrjúgar
við endurskoðun á menntun bænda og slysavörnum í land-
búnaði.
FRÆÐIGREINAR
Húnbogi Þorsteinsson, Steinn Jónsson, Hörður Alfreðsson, 823
Helgi J. ísaksson, Tomas Guðbjartsson
Árangur lungnabrottnámsaðgerða
við lungnakrabbameini á íslandi
Hérlendis eru hvorki til rannsóknir á árangri lungnabrottnámsaðgerða né er þekkt hlutfall þeirra
af heildarfjölda sjúklinga með lungnakrabbamein. Kannaður var árangur aðgerðanna, einkum
snemmkomna fylgikvilla og afdrif sjúklinganna.
Gunnar Guðmundsson, Kristinn Tómasson 831
Vinnuslys íslenskra bænda.
Mat á áhættuþáttum með spurningalista
Rannsókn þessi sýndi að vinnuslys voru algeng hjá bændum. Langar fjarvistir frá vinnu voru
algengar hjá bændum sem orðið höfðu fyrir vinnuslysum. Niðurstöðurnar kalla á sértækar
aðgerðir í heilsugæslu fyrir bændur.
Engilbert Sigurðsson, Þórdís Ólafsdóttir, Magnús Gottfreðsson
Hver eru viðhorf íslendinga til þunglyndislyfja
og hvaða þættir ráða mestu um mótun þeirra?
Meirihluti fullorðinna fslendinga er reiðubúinn til að taka þunglyndislyf við þunglyndi. Þeir þættir
sem mestu ráða um viðhorf þeirra til lyfjameðferðar er persónuleg reynsla og reynsla nákomin-
na af notkun slíkra lyfja.
Elín Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Hinriksdóttir, Eydís Ólafsdóttir
Tilfelli mánaðarins: Rautt auga sem svarar ekki meðferð
843
Valgarður Egilsson, Hannes Petersen
Samvaxnir tvíburar á íslandi
847
Sagt er frá nokkrum dæmum um samvöxt tvíbura fæddra á íslandi; um fern pör mega heimildir
kallast ótvíræðar; sterkar líkur benda til hins fimmta. Öll þessi fimm dæmi eru um samvöxt á
búk.