Læknablaðið - 15.12.2009, Síða 20
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Tafla I. Vinna sem unnin var þegar slys átti sér stað (prósentur).
Gerð búskapar Sauðfé Kýr Blandað Annað
Viðhald véla 11,4 10,3 7,4 16,1
Hreinsun útihúsa 3 2,1 1,7 0
Meðhöndlun efna og vara 3 4,1 2,5 3,2
Gengið um vinnusvæði 5,1 3,1 5,0 6,5
Viðhald og endurnýjun 15,7 24,8 15,7 9,7
Meðhöndlun búpenings* 39,8 51,5 59,5 41,9
Annað" 22 4,1 8,2 22,6
• x2 =13,6 df=3, p=0,004, "x2 =20,2, df=3, p=0,000153.
læknisheimsóknar vegna, við kyn, aldur, tegund
búskapar og hvort bændur hefðu einhvern tímann
notað áfengi við störf.
Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd
(03-082 Heilsufar og vinnuumhverfi íslenskra
bænda) og vísindasiðanefnd Háskólans í Iowa og
tilkynnt til Persónuverndar.
Niðurstöður
Lýðfræðilegum þáttum bænda (n=1107) hefur
áður verið lýst.2-3 Algengast var að um væri að
ræða karlmenn (87%) yfir 50 ára aldri (51%) og
voru reykingar sjaldgæfar meðal þeirra (13%). Þeir
voru flestir í sambúð (83%) og 44% maka starfaði
utan heimilis.
Sauðfjárbændur voru 47% af hópnum, kúa-
bændur 17%, með blandaðan kúa- og sauðfjár-
búskap voru 21% og 15% með aðra gerð bú-
skapar. Það voru svínabændur, skógarbændur og
hrossabændur.
Vinnuslys meðal bænda sem leiddu til þess að
leitað var læknisaðstoðar voru algeng þar sem
þau komu fyrir hjá 48,6% bænda. Algengust voru
þau hjá þeim sem voru með blandaðan kúa- og
sauðfjárbúskap (51,3%), þá hjá kúabændum
(50,3%) og sauðfjárbændum (45,6%) en fátíðust
hjá þeim sem voru með annan búskap (19,3%) (x2
=48,7, frelsisgráður=3, p<0,0001).
Mynd 1 sýnir fjarvistir frá vinnu meira en
tvær vikur vegna alvarlegasta vinnuslyssins
sem bóndinn hafði orðið fyrir. Að meðaltali
höfðu 18,3% bænda verið lengur en tvær vikur
fjarverandi vegna vinnuslyss. Algengast var að
Tafla II. Læknisheimsóknir síðustu 12 mánuði vegna nokkurra heilsufarsvandamála
(prósentur).
Ekki vinnuslys Vinnuslys
Vöðvabólgur 17,7 24,3 X2 =5,9, df=1, p=0,015
Vefjagigt 2,4 4,7 ómarktækt
Bakverkir 18,0 27,2 X2 =10,7, df=1, p<0,001
Siþreyta 4,8 7,8 ómarktækt
Verkir 16,6 25,3 X2 =10,2, df=1, p<0,001
sauðfjárbændur yrðu fyrir slysum sem leiddu
til svo langra fjarvista (x2 =22,6, frelsisgráður=9,
p=0,0007).
Tafla I sýnir við hvaða vinnu algengast var
að slys yrðu hjá bændum. Meðhöndlun skepna
var langalgengasta gerð vinnu sem olli slysi hjá
öllum fjórum hópum bænda. Hún var algengari
hjá þeim sem voru eingöngu með kúabúskap
eða blandaðan búskap með kýr og kindur,
það er bændur með stórgripi, en hjá þeim sem
stunduðu eingöngu sauðfjárbúskap (x2 =13,6,
frelsisgráður=3, p=0,004).
Tafla II ber saman þá sem höfðu slasast við
vinnu og þá sem ekki höfðu orðið fyrir slysum við
vinnu og leituðu læknishjálpar með tilliti til ýmissa
stoðkerfiseinkenna og verkja. Reyndust þeir sem
höfðu slasast við vinnu oftar hafa leitað til læknis
vegna þessara einkenna. Enginn munur var á
hópunum með tilliti til læknisheimsókna vegna
annarra slysa, þar með talið umferðarslysa, hjarta-
og lungnasjúkdóma og gigtsjúkdóma. Einnig var
enginn munur á geðrænum vandamálum, þar á
meðal áfengissýki.
Þeir sem höfðu orðið fyrir slysum voru líklegri
en aðrir til að meta líkamlega heilsu lakari á
Likert-kvarða 7,7 (staðalfrávik 1,7) miðað við
7,3 (staðalfrávik 1,7) t=2,94, frelsisgráður=979,
p=0,003). Það sama gilti fyrir geðheilsu mælda
með sömu aðferð (t=2,345, frelsisgráður=977,
p=0,019). Geðheilsa var einnig verri hjá þeim sem
orðið höfðu fyrir slysum þegar mælt var með
GHQ-12 kvarðanum og var munur að meðaltali
0,6 (t=-2,017, frelsisgráður=966, p=0,044). Um
21% af bændum sögðust einhvern tímann hafa
verið ölvaðir við störf, en það skiptist þannig að
þeir sem lent höfðu í vinnuslysum höfðu verið
ölvaðir við störf í 27% tilvika borið saman við
að 16% þeirra sem aldrei höfðu lent í vinnuslysi
höfðu einhvern tímann verið ölvaðir við störf sín
(X2 =20,4, df=l, p<0,0001). Það var hins vegar ekki
munur á lengd fjarveru frá vinnu í alvarlegasta
slysinu eftir því hvort menn höfðu verið ölvaðir
við störf eða ekki.
Tafla III sýnir samband milli vinnuslysa, aldurs,
tegund búskapar og hvort menn hafi unnið
undir áhrifum áfengis framkallað með lógistískri
aðhvarfsgreiningu. Taflan undirstrikar þrennt.
Það voru bændur á aldrinum 40 til 69 ára, á búum
með stórgripi og sauðfé sem voru líklegastir til að
lenda í þessum slysum. Ekki var munur á körlum
og konum. Að teknu tilliti til aldurs og tegundar
búskapar er ljóst að þeir sem hafa verið ölvaðir
einhvern tímann við störf sín eru líklegri til að
lenda í slysum.
832 LÆKNAblaðið 2009/95