Læknablaðið - 15.12.2009, Síða 25
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Hver eru viðhorf íslendinga til
þunglyndislyfja og hvaða þættir
ráða mestu um mótun þeirra?
Engilbert
Sigurðsson12
geðlæknir
Þórdís
Ólafsdóttir3
lyfjafræðinemi
Magnús
Gottfreðsson2’4
smitsjúkdómalæknir
Lykilorð: þunglyndislyf, þunglyndi,
meðferð, könnun, þýðismiðuð.
Tvíbirting greinar sem birtist í
Nordic Journal of Psychiatry
2008; 62: 374-8. Greinin
birtist hér í styttri útgáfu með
leyfi útgefanda.
1Geðsviði Landspítala
2læknadeild HÍ,
3Lyfjafræði HÍ
4lyflækningasviði
Landspítala.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Engilbert Sigurösson,
geðsviði Landspítala
Hringbraut, 101 Reykjavík.
engilbs@landspitali.is
Ágrip
Inngangur: Sala þunglyndislyfja jókst úr átta
skilgreindum dagskömmtum (defined daily doses
- DDD) á hverja 1000 íbúa árið 1975 í 95 DDD/1000
íbúa árið 2005.
Markmið: Að kanna viðhorf íslendinga til
meðferðar þunglyndis og greina þá þætti sem hafa
ráðið mestu við mótun viðhorfa hvers og eins til
notkunar þunglyndislyfja.
Efniviður og aðferðir: Spurningakönnun þar
sem viðhorfin voru könnuð í slembiúrtaki 2000
íslendinga á aldrinum 18 til 80 ára.
Niðurstöður: Svarhlutfall var 47,3%. Níu af
hverjum tíu trúðu á virkni reglulegrar líkamsrækt-
ar í meðferð þunglyndis (92,6%) en stuðningsvið-
töl voru í öðru sæti (82,3%). Sjö af hverjum tíu töldu
þunglyndislyf virka meðferð og sama hlutfall
svarenda var reiðubúið að nota þunglyndislyf
ef þunglyndi herjaði á þá. Sá þáttur sem réð
langmestu um vilja þátttakenda til að nota
þunglyndislyf gegn þunglyndi var eigin reynsla
af notkun slíkra lyfja (líkindahlutfall, OR 6.9,
95% CI 3.4 to 13.8) eða náin kynni af einhverjum
sem hafði verið á þunglyndislyfjum (OR 2.3,
95% CI 1.6 to 3.3). Átta af hverjum 100 voru á
lyfjameðferð við þunglyndi og 8,3% af höfðu
einhvern tíma tekið slík lyf í að minnsta kosti
sex vikur samfellt. Meðal þeirra sem voru á eða
höfðu verið á þunglyndislyfjum töldu 77% kostina
við meðferðina vega þyngra en þá ókosti eða
aukaverkanir sem henni fylgdu. Meiri þekking
á meðferð þunglyndis með þunglyndislyfjum
hélst í hendur við jákvæð viðhorf til notkunar
þunglyndislyfja (p=0,007).
Ályktun: Meirihluti fullorðinna íslendinga er
reiðubúinn til að taka þunglyndislyf við þung-
lyndi. Þeir þættir sem mestu ráða um viðhorf
þeirra til lyfjameðferðar er persónuleg reynsla og
reynsla nákominna af notkun slíkra lyfja.
Inngangur
Bætt aðgengi að greiningu og virkri meðferð
þunglyndis í heilsugæslu er eitt mikilvægasta
verkefni heilbrigðisþjónustunnar um víða veröld.
Á íslandi hefur sala þunglyndislyfja aukist úr
átta skilgreindum dagskömmtum, DDD, á hverja
þúsund íbúa árið 1975 í 95 DDD/1000 árið 2005.1
Það er er meiri sala en í nokkru öðru Evrópulandi.
Ósennilegt er að þessa aukningu megi rekja til
aukins algengis þunglyndis og kvíðaraskana
hér á landi.2 Tryggingastofnun ríkisins (TR)
greiðir um 60% af kostnaði þunglyndislyfja á
íslandi. TR hefur endurtekið vakið athygli á
stöðugri aukningu ávísana á tauga- og geðlyf
í fréttatilkynningum og árskýrslum, stundum
með áherslu á þunglyndislyf.3 Nýgengi sjálfsvíga
og algengi örorku vegna þunglyndis hefur ekki
dregist saman á tímabilinu 1975-20044 þrátt fyrir
tíföldun í sölu þunglyndislyfja. Sjálfsvíg og örorka
eru hins vegar flókin fyrirbæri þar sem margir
félagslegir þættir og sálrænir aðrir en þunglyndi
koma við sögu og henta því ekki vel til að meta
gagnsemi lyfja gegn þunglyndi. Á síðustu þrem
áratugum hefur ábendingum fyrir þunglyndislyf
einnig fjölgað. Þar má nú finna lotugræðgi,
tíðatengda vanlíðan og helstu kvíðaraskanir sem
til samans eru ámóta algengar eða algengari en
þunglyndi. Notkun utan skilgreindra ábendinga
hefur einnig færst í vöxt, meðal annars þegar
verkir og athyglisbrestur og ofvirkni eru til
staðar. Ymsir sem hafa glímt við þunglyndi
hafa lýst sektarkennd og vanlíðan vegna þess
sem þeir telja neikvæða og einhliða umfjöllun
fjölmiðla og TR um þennan lyfjaflokk. Viðhorf
íslendinga til þunglyndislyfjameðferðar eru lítt
þekkt. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna
viðhorfin og hvað móti þau helst. Einnig vildum
við kanna hvaða þættir spá best fyrir um vilja
íslendinga á aldrinum 18 til 80 ára til að nota slík
lyf við þunglyndi.
Efniviður og aðferðir
Við hönnuðum og forprófuðum spurningalista
í þrem hlutum með alls 31 spumingu. Listinn
var saminn til að kanna viðhorf og þekkingu á
þunglyndislyfjameðferð. Jafnframt var upplýs-
ingum um aldur, kyn, búsetu og menntun safnað
LÆKNAblaðið 2009/95 837