Læknablaðið - 15.12.2009, Page 31
FRÆÐIGREINAR
T I L F E L LI MÁNAÐARINS
Tilfelli mánaðarins: Rautt auga
sem svarar ekki meðferð
Tilfelli
Elín
Gunnlaugs-
dóttir1
læknir
Ingibjörg
Hilmarsdóttir2
sérfræðilæknir
Eydís
Ólafsdóttir1
sérfræðilæknir
Lykilorð: Acanthamoeba,
hornhimnusýking, rautt auga.
Rúmlega tvítugur, áður hraustur, karlmaður
leitaði til heimilislæknis vegna verkja og roða
í vinstra auga. Hann notaði augnlinsur að
staðaldri. Hafin var meðferð með augndropum
sem innihéldu hýdrókortisón, terramycín og
polymyxín B, í vinstra auga. Tveimur vikum síðar
voru engin merki um bata og leitaði hann því aftur
læknis sem ávísaði augnsmyrsli með sýklalyfjum.
Einkenni létu ekki undan og var honum þá
vísað til augnlæknis sem framkvæmdi nákvæma
augnskoðun. Sáust þá hvítir blettir á hornhimnu
(mynd 1) sem fór fjölgandi næstu vikuna og
mynduðu hring á hornhimnunni (mynd 2).
Hvað kallast hvítu blettirnir á hornhimnunni?
Hver er líklegasta greiningin? Hverjir eru áhættu-
þættir þessa sjúkdóms og besta meðferð?
Mynd 1. Sjúklingur hefur nberancii
slímhúðarþrota og á hornhimnu við neðri
brún Ijósops sést stór hvítleitur btettur, íferð
(infiltrate).
Mynd 2. Hornhimnuíferðum hefur
fjölgað og mynda nú heilan liring.
LÆKNAblaðið 2009/95 843