Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 37
FRÆÐIGREINAR LÆKNINGAR OG SAGA Um samvöxt tvíbura Samvöxtur tvíbura er sjaldgæf meðfædd vansköpun sem vakið hefur áhuga frá örófi alda, en því til vitnis eru ritaðar innlendar heimildir sem raktar hafa verið hér að framan og erlendar sjónlistir tengdar menningarsögunni. Samtvinnuð þeirra sögu eru tilraunir aðskilnaðar, árangurslausar fram að árinu 1960, en eftir það farið batnandi þannig að annað eða bæði börnin hafa lifað af og lengi. Tíðni Það að ganga með og fæða fleiri en eitt barn er náttúrulega sjaldgæft, en náttúruleg tíðni fjölburafæðinga á íslandi er um ein af hverjum 90 fæðingum. Tíðni fjölburafæðinga hefur aukist síðastliðna þrjá áratugi, samhliða vexti í tæknifrjóvgun og er nú um ein af hverjum 50 fæðingum á íslandi og á þessi fjölgun við um fjöleggja fjölburun.4 Náttúruleg tíðni tvíeggja tvíburunar er breytileg eftir kynþáttum og fjölskyldum, meðan h'ðni eineggja tvíburunar er nokkuð regluleg og óháð fyrrnefndum þáttum og reynist vera um ein af hverjum 250 þungunum.5 Tíðni samvaxinna tvíbura er um það bil einir af hverjum 100.000-200.000 lifandi fæddum, en er 100 sinnum hærri meðal andvana fæddra. Algengara er að lifandi fæddir samvaxnir tvíburar séu báðir kvenkyns.6 Sjúkdómafræði Það er almennt viðurkennt að eineggja tvíburun sé tilkomin vegna skiptingar fóstursforstiga í tvo nákvæmlega eins hluta. Tímasetning þeirrar skiptingar ræður umbúnaði fósturs, fyrirkomulagi fylgju og möguleika á samvexti. Fyrsta mögulega skiptingin gerist í frumum þyrpils (morula) og þá glærbeltið rofnar, losnar um tvær nákvæmlega eins kímblöðrur sem leita bólfestu og þroskast áfram um aðskildar fylgjur og fósturhimnur (30- 40% eineggja tvíburunar). Við truflað rof glærbeltis getur fósturkím (innri frumumassi) kímblöðrunnar skipst upp í tvo eins hluta, sem þá þroskast áfram í sér fósturhimnum en um sömu fylgju (60-70% eineggja tvíburunar). Ef fósturvísirinn skiptir sér síðar, það er á skeiði tvílaga fóstursvísisdisks að tíma myndunar frumlínunnar (linea primitiva), deila fóstrin himnum og fylgju. Samkvæmt þessu er það tími og þroskastig fóstursvísis þegar skipting gerist sem mestu ræður um samvöxt tvíbura. Þar sem frumlína ákvarðar upphaf ásskiptingar fósturs er Ijóst að skipting samvax- inna tvíbura gerist eftir þann tíma; en hvers vegna fullkominn aðskilnaður á sér ekki stað, er ekki þekkt en hugsanlega eru það þættir úr umhverfi Teikning: Hannes Petersen. (teratogen) sem koma þar að. Því til stuðnings er algengi annarra (samhliða) vanskapnaða þannig að í næstum öllum tilfellum samvaxinna tvíbura eru annar eða báðir einstaklingarnir með einhvers konar vanskapnað er tekur til líffæra og/eða útlits. Hvort áhrif þessara þátta verða um veg ófullkomins aðskilnaðar eða óeðlilegs samvaxtar er ekki þekkt.7 Hinar ýmsu gerðir samvaxta tvíbura Samvöxtur tvíbura getur verið samhverfur eða ósamhverfur, en í því síðamefnda er þroskun annars tvíburans ófullkomin. Ekki er samstaða um flokkun samvaxinna tvíbura og er hún því mismunandi og að sama skapi flókin. Hinir ýmsu flokkar enda gjarnan á 'pagus' sem er gríska og þýðir 'það sem er saman' en fyrri hlutinn vísar LÆKNAblaðið 2009/95 849
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.