Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 49
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
LYFJARANNSÓKNIR
ferðarleiðir við fjölmörgum sjúkdómum. Að baki
þessum rannsóknum liggur oft áratuga vinna.
Lyfjafyrirtækin leita til lækna um að framkvæma
klínískar rannsóknir á lyfjunum en það er forsenda
þess að þau fáist samþykkt af lyfjastofnun og
markaðssett. Það er ekkert launungarmál hvers
vegna lyfjafyrirtækin vilja framkvæma þessar
rannsóknir. Það er til að geta selt lyfin og á
endanum hagnast á því. En á móti má segja að
án þessara rannsókna hefðu orðið litlar framfarir
í meðferð margra sjúkdóma sem við teljum
sjálfsagt að meðferð sé til við í dag. Ég nefni
sem dæmi blóðþynningarlyf við kransæðastíflu,
þunglyndislyf og sýklalyf. Þetta eru framfarir sem
hafa leitt til bættra lífsgæða og dregið úr dánartíðni
í sumum tilfellum. Rannsóknirnar eru því
forsenda framfara og þess yegna hagsmunamál
bæði lækna, lyfjafyrirtækja og almennings. Við
læknarnir gegnum hins vegar lykilhlutverki bæði
gagnvart lyfjaframleiðendunum en ekki síður
gagnvart skjólstæðingum okkar, sjúklingunum.
Okkur ber skylda til að sjá til þess að
rannsóknarspurningamar séu þess eðlis að þær
dragi ekki taum lyfjafyrirtækisins. Við verðum
að tryggja að fagleg sjónarmið séu framar
markaðssjónarmiðum og að það sé tryggt að
neikvæðar niðurstöður af rannsóknum verði
birtar ekki síður en þær jákvæðu. Við verðum
að gæta þess að sjálfstæði okkar og fagmennska
séu ávallt hafin yfir allan vafa. Þessu hefur verið
lýst sem dansi okkar læknanna við broddgölt.
Að geta stigið réttu sporin án þess að stinga
okkur. Af þessu ástæðum vilja sumir læknar
ekki undir neinum kringumstæðum eiga nein
samskipti við lyfjafyrirtæki. Ég tel hins vegar að
ávinningurinn af góðu samstarfi við lyfjafyrirtæki
sé margfaldur og í rauninni er engin ástæða til að
ætla annað en þau geti verið með eðlilegum hætti
og í samræmi við allar gildandi reglur. Það skiptir
verulegu máli hvemig staðið er að greiðslum fyrir
rannsóknarvinnu og mikilvægt að læknirinn sé
ekki fjárhagslega háður tekjum af lyfjafyrirtækinu.
Þetta er yfirleitt gert með samstarfssamningi
milli lyfjafyrirtækisins og vinnuveitanda lækn-
isins, sjúkrahúss eða heilsugæslu, þar sem
greiðslur ganga til vinnuveitandans, og hann
veitir lækninum síðan svigrúm til að vinna að
rannsókninni í vinnutíma. Afgangur ef einhver
verður rennur til rannsóknarsjóðs til að fjármagna
eigin rannsóknir læknis eða viðhaldsmenntunar
hans."
Aðspurður um hvers virði það sé fyrir íslenska
lækna að taka þátt í klínískum lyfjarannsóknum
segir Karl svarið ótvírætt. „Stórar fjölþjóðlegar
rannsóknir eru yfirleitt leiddar af fremstu vís-
indamönnum heims í viðkomandi grein. Það er
mikill ávinningur fyrir okkur íslensku læknana
að taka þátt í slíku samstarfi. Þannig komumst
við í tæri við nýjustu framfarir í hverri grein og
þetta hefur mikið gildi í símenntun lækna. Um
leið skapast persónuleg kynni og samskipti við
einstaklinga sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar
erlendis. Slík tengslamyndun hefur oft komið
íslenskum sjúklingum til góða við úrlausn
klínískra vandamála. Hér uppi á íslandi er alltaf
hætta á því að einangrast faglega og mikilvægt
að grípa tækifærin sem bjóðast til að viðhalda
tengslunum út í heim þar sem flestir íslenskir
læknar hafa fengið sérfræðimenntun sína."
LÆKNAblaðið 2009/95 861