Læknablaðið - 15.12.2009, Síða 51
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
LYFJARANNSÓKNIR
rannsókna á nýjum lyfjum. „Þetta veldur því
að lyfjafyrirtækin verða að framkvæma tvær
eða fleiri rannsóknir á sama lyfinu til að fá það
samþykkt í viðkomandi landi. Ég nefni sem dæmi
að í Bandaríkjunum er gerð sú krafa að ný lyf séu
borin saman við lyfleysu en í Evrópu þykir það
ekkert sérstaklega trúverðugt heldur er krafan sú
að nýja lyfið sé borið saman við þau lyf sem fyrir
eru. Þar verður að sýna fram á að nýja lyfið sé í
rauninni betra en gömlu lyfin."
Gleymist að snúa jöfnunni við
Hjörleifur segir að vangaveltur um að klínískar
lyfjarannsóknir sem framkvæmdar eru í öðrum
heimshlutum séu á einhvern hátt ótrúverðugri
en þær sem gerðar eru á Vesturlöndum séu ekki
á rökum reistar. „í fyrsta lagi er aðferðafræðin
nákvæmlega sú sama og því er fylgt eftir af
sömu nákvæmni og við allar rannsóknir sem
GSK stendur að. í öðru lagi liggur einnig í
augum uppi að þegar farið er út í svo gríðarlega
kostnaðarsamar rannsóknir þar sem stórkostlegir
hagsmunir fyrirtækisins eru í húfi, bæði til
skemmri og lengri tíma, þá er þess gætt mjög
vandlega að ekki sé hægt að véfengja niðurstöður
vegna framkvæmdar rannsóknarinnar. Þá meg-
um við heldur ekki gleyma því að klínískar
lyfjarannsóknir sem framkvæmdar eru í Asíu eða
Afríku eiga fyrst og fremst við þau heimssvæði.
Það er búið að rannsaka svo mörg lyf og
lyfjaflokka á Vesturlöndum. Þar eru klínískar
lyfjarannsóknir kornnar á annað stig og oft mun
sérhæfðara. Það gleymist stundum í þessari
umræðu að snúa jöfnunni við því niðurstöður
margra af þeim rannsóknum sem gerðar hafa
verið á Vesturlöndum eiga alls ekki við í Asíu eða
Afríku. Þar verður að gera hliðstæðar rannsóknir
alveg frá grunni þar sem samfélögin eru gerólík
okkar og ýmsir sjúkdómar landlægir sem við
þekkjum ekki."
Hjörleifur segir ekki vafa á því að íslenska
heilbrigðiskerfið tapi á því ef hér eru ekki
stundaðar klínískar lyfjarannsóknir. „Tapið er
faglegt þar sem klínískar lyfjarannsóknir veita
tækifæri til að nota lyf sem ekki eru komin á
almennan markað en eru engu að síður komin
á það stig að vænta má betri árangurs en af
eldri lyfjum. Við missum því af tækifæri til nota
það nýjasta og besta sem lyfjaiðnaðurinn býður
hverju sinni. Þá er tapið beinlínis fjárhagslegt
því klínískum lyfjarannsóknum fylgir talsvert
fjármagn frá lyfjafyrirtækjunum og það kemur
heilbrigðiskerfinu til góða á ýmsan hátt. Þeir
fjármunir renna þó ekki til einstakra lækna heldur
fara í vísindasjóði eða til heilbrigðisstofnana sem
ráðstafa þeim eftir ákveðnum reglum. íslenskir
læknar missa einnig af mikilvægu tækifæri til
samstarfs við fremstu vísindamenn heimsins
sem leiða oft stórar fjölþjóðlegar klínískar
lyfjarannsóknir og kannski þegar til lengri tíma er
litið er tapið alvarlegast á þessu sviði því í gegnum
stórar fjölþjóðlegar rannsóknir myndast mikilvæg
tengsl milli lækna og rannsóknarsetra."
Hjörleifur segir að lokum að eina leiðin til þess
að GSK styrki klínískar lyfjarannsóknir á íslandi
sé ef héðan komi tillögur að rannsóknaráætlunum
sem yfirstjórn fyrirtækisins telji nægilega áhuga-
verðar eða mikilvægar til að leggja fjármagn í.
„Eg bind vonir við að samhliða byggingu nýs
háskólasjúkrahúss verði mótuð ákveðin rann-
sóknarstefna af hálfu sjúkrahússins sem gerir
ráð fyrir að markvisst verði sótt til lyfjafyrir-
tækjanna eftir klínískum lyfjarannsóknum."
„Lyfjafyrirtækin líta á
Vesturlönd sem mettaðan
markað og beina því
sjónum sínum, bæði hvað
varðar markaðifyrir lyf
og rannsóknarvinnu,
til annarra landa, svo
sem Kína, lndlands
og Brasilíu/'segir
Hjörleifur Þórarinsson
framkvæmdastióri Glaxo-
SmithKline á lslandi.
LÆKNAblaðið 2009/95 863