Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2009, Side 54

Læknablaðið - 15.12.2009, Side 54
U M R Æ Ð U R S I Ð F R Æ Ð I O G FRÉTTIR Siðferðileg álitamál Tilfelli Þóra, Helga, Hrönn, Eygló Edda og Kristín hafa hist reglulega í saumaklúbb síðan þær útskrifuðust úr Menntaskólanum í Reykjavík fyrir 25 árum. Þegar þær hittast heima hjá Helgu í lok febrúar berst talið að því hvers vegna Landspítali hafi verið upplýstur í rauðum bjarma þegar Hrönn og Eygló Edda óku framhjá honum á leiðinni í Garðabæinn til Helgu. Helga veit svarið: Þetta er GoRed-átakið - eitthvað í sambandi við konur og hjartasjúkdóma. Og Helga sem vinnur á auglýsingastofu er umsvifalaust komin með fartölvuna á loft og finnur strax nánari upplýsingar á síðum Hjartavemdar: Stelpur, við misstum af tískusýningu með rauðum kjólum eftir íslenska hönnuði í Ráðhúsinu á sunnudaginn, segir hún. Þær gera allar að gamni sínu meðan hún segir þeim nánar frá dagskrá GoRed á íslenska konudaginn. En þegar hún les neðar á vefsíðunni um „Einkenni hjartaáfalls og heilaslags - Konur eru öðruvísi", dregur úr hlátrinum. Hrönn starfar hjá fjármálafyrirtæki og hefur sofið illa á nóttunni undanfarna mánuði vegna þess að hún á von á að missa vinnuna. Hún er þögul meðan hinar ræða um „óútskýrðan slappleika eða þreytu" og „meltingartruflanir eða verk vegna uppþembu". Þóra verður hugsi yfir því að hjarta- og æðasjúkdómar skuli vera algengasta dánarorsök kvenna á fslandi og að konur geri sér ekki grein fyrir eigin áhættu. Tveimur tímum síðar, eftir góðan mat og ánægjuleg samtöl, berst talið aftur að GoRed meðan vinkonurnar eru að klæða sig í útifötin. Helga er ekki aðeins gestgjafi kvöldsins heldur einnig leiðtogi hópsins í hvert sinn sem þær hittast. Hún stingur upp á því að þær panti sameiginlega tíma í áhættumat hjá Hjartavernd og hinar taka heilshugar undir tillögu hennar. Hugleiðingar Jóhann Ág. Sigurðsson johsig@hi.is Jóhann er prófessor í HÍ og yfirlæknir þróunarstofu Heilsugæslunnar. Ofangreintdæmileiðirhugannaðþeimsiðferðilegu álitamálum sem upp geta komið í tengslum við forvamarstarf í læknisfræði og þá sérstaklega hópskoðanir og kembileit. Slíkar athuganir eru kostnaðarsamar og geta verið íþyngjandi fyrir fólk. Skiptir þá miklu að árangur þeirra sé ótvíræður og vegi upp á móti þeim hugsanlega skaða og kostnaði sem þær valda. Einnig er mikilvægt að skoða slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir í ljósi forgangsröðunar í heilbrigðisþjónustu og velta upp þeirri spurningu hvers kyns læknisfræði beri að leggja áherslu á þegar fjármagn er takmarkað. Hér að neðan eru settar fram vangaveltur um þessa þætti í ljósi dæmisins. Forvarnarstarf og heilsuvernd er af hinu góða. Nægir að nefna bólusetningar og ýmsar aðrar smitsjúkdómavarnir, auk aðgerða til að sporna gegn reykingum, hreyfingarleysi og óhollu mataræði. Hins vegar hefur verið varað við því í virtum fagtímaritum á undanförnum árum að gera forvarnarstarf að söluvöru og heilbrigðisþjónustu að markaðstorgi þar sem megináhersla er lögð á sölu á þjónustu til hinna frísku á kostnað þeirra veiku.1'4 í slíkum tilvikum er þeirri aðferð beitt að gera meira úr vandamálinu en efni standa til og boðið upp á úrlausnir sem geta verið vafasamar eða siðferðilega umdeildar. Þessi söluaðferð hefur verið kennd við „völd góðmennskunnar (e. Power of Goodness), en með því hugtaki er vísað til þeirra valda eða áhrifa sem til dæmis heilbrigðisstéttir geta fengið með því að telja fólki trú um að aðgerðir þeirra og úrlausnir séu alltaf til góðs. Varðandi GoRed-átakið koma mörg slík álitamál upp í hugann. í útsendu fræðsluefni og á heimasíðu átaksins (www.hjartavemd.is) má meðal annars finna eftirfarandi fullyrðingar: „Jafiimargar konur og karlar látast árlega af völduin hjarta- og æðasjúkdóma." Hér er sannleikanum hliðrað verulega. Það þarf að skoða þessi mál eftir aldri og þjóðfélögum. Ótímabær dauði af völdum hjarta- og æðasjúkdóma er afar sjaldgæfur hjá konum hér á landi og mun sjaldgæfari en hjá körlum, reyndar alveg upp að níræðu (en þá eru karlarnir flestir dánir), sjá töflu I. í GoRed-átakinu segir ennfremur: „Einkenna- lausar konur, 40 ára og eldri, ættu að fara í áhættumat til greiningar á áhættuþáttum á 5 ára fresti". Þessi ráðlegging gæti fljótt á litið verið sjálfsögð, en er umhugsunarverð þegar grannt er skoðað. Er reglubundið læknisfræðilegt áhættumat með 866 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.