Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 55
U M R Æ Ð U R 0 G ~S F R É T T I R I Ð F R Æ Ð I Tafla I. Dánartíöni (heildarfjöldi og hlutfall af öllum’) karta og kvenna i aldurshópunum 40-89 ára, áriö 2007. 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70-79 ára 80-89 ára Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Deyja af hjarta- og æðasjúkdómum 11 0,05% 1 0,00% 22 0,11 % 4 0,02% 40 0,33% 15 0,13% 97 1,22% 52 0,57% 138 3,67% 151 2,83% Deyja af öðrum orsökum 29 20 53 48 71 77 165 172 206 199 Lifandi 23.735 21.764 19.564 18.018 11.661 11.555 7.715 8.829 3.419 4.978 ‘Hlutfall reiknað af lifandi 1. júli 2007 og öllum látnum á árinu. Sjá www.hagstofa.is tilheyrandi blóðrannsóknum nauðsynlegt hjá einkennalausum konum á þessum aldri? Hafa ber í huga að krabbamein er aðaldánarorsök meðal kvenna á aldrinum frá fertugu til sjötugs og 99,8% kvenna á þessum aldri deyr ekki af hjarta- og æðasjúkdómum. Hins vegar hafa skilgreiningar á „áhættu" fyrir hjartasjúkdómum víkkað svo að þær virðast orðnar óraunsæjar þar eð þær flokka nær alla í „áhættu". Rannsóknir sýna að ef farið væri eftir slíkum leiðbeiningum gætu yfir 90% fólks 40 ára og eldri flokkast í „áhættu" fyrir hjarta- og æðasjúkdómum og þurfi samkvæmt því á læknisfræðilegu eftirliti að halda.5-6 Þetta þýðir að meirihluti heimilislækna gerði lítið annað en að sinna eftirliti hjá frískum konum sem hafa litlar líkur á að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum, sem leiddi aftur til þess að lítill tími væri aflögu til að sinna þeim sjúku. Til þess að sinna slíkri heilsuvernd þyrfti að fjölga heimilislæknum á Islandi um marga tugi. Spurningin vaknar hvort heilbrigðiskerfið getur staðið í slíku eftirliti, hvort það sé vænlegasta leiðin til að bæta heilsufar kvenna um þessar mundir, eða hvort ekki sé frekar einhver fræðilegur galli í læknisfræðilegu leiðbeiningunum, enda eru konur á íslandi með þeim langlifustu í heimi. Miðað við ofangreindar faraldsfræðilegar upplýsingar vaknar spurningin um það hvort verið sé að markaðssetja heilsu kvenna með því að magna upp vandamálið og bjóða upp á tæknilausnir. Erum við að upplifa „völd góðmennskunnar" með GoRed-átakinu? Hverjir sjá sér hag í þessu átaki og hvernig er heilsuvernd af þessu tagi fjármögnuð? Því miður lifum við nú á viðsjárverðum tímum þar sem fjárhagslegt óöryggi og atvinnuleysi ógnar heilsu íbúa þessa lands, kannski meir en nokkuð annað. Heilbrigðisstofnanir berjast í bökkum við að halda uppi starfsemi sinni. Forgangsröðun viðfangsefna í heilsuvernd, hjúkrun og lækningum skiptir sköpum ef við eigum að halda sjó. I menningu margra ríkja er talið hollt að minnast þess að við erum ekki ódauðleg (memento mori). I Reykjavík hefur hins vegar komist í tísku að minna okkur á hinar ýmsu dánarorsnkir (memento causae mortis) með því að baða byggingar og bifreiðar í áberandi ljósi. í tilefni GoRed- átaksins var Landspítalinn lýstur rauður. Það má spyrja sig þeirrar spurningar hvort hollt sé fyrir þjóðina að vera stöðugt að minna á sjúkdóma og aðskildar dánarorsakir, einkum ef markaðsöfl ráða ferðinni. Heimildir 1. Sackett DL. The arrogance of preventive medicine. CMAJ 2002; 167: 363-4. 2. Moynihan R, Heath I, Henry D. Selling sickness: the pharmaceutical industry and disease mongering. BMJ 2002; 324: 886-91. 3. Moynihan R, Doran E, Henry D. Disease mongering is now part of the global health debate. PLoS Med 2008; 5: el06. 4. Gérvas J, Starfield B, Heath I. Is clinicai prevention better than cure? Lancet 2008; 372:1997-9. 5. Getz L, SigurdssonJA, Hetlevik I, KirkengenAL, Romundstad S, Holmen J. Estimating the high risk group for cardiovascular disease in the Norwegian HUNT 2 poulation according to the 2003 European guidelines: modelling study. BMJ 2005; 331: 551-4. 6. Petursson H, Getz L, Sigurdsson JA, Hetlevik I. Can individuals with a significant risk for cardiovascular disease be adequateiy identified by combination of several risk factors? Modelling study based on the Norwegian HUNT 2 population. J Eval Clin Pract 2009; 15:103-9. Leiðrétting I Læknablaðinu síðasta var birt mynd mánaðarins og umfjöllun um hana: Bjarni Jónsson og upphaf heilaskurðlækninga á íslandi. Læknablaðið 2009; 95: 789. Þar var ranghermt dánarár Bjarna Jónssonar skurðlæknis á Landakoti, en hann lést árið 1999. Beðist er innilega velvirðingar á þessari yfirsjón. LÆKNAblaðið 2009/95 867
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.