Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 6
Fyrsta lyfjameðferðin í 50 ár sem er sérstaklega þróuð gegn rauðum úlfum'2 Við kynnum BENLYSTA (belimumab): Lyfjameðferð við rauðum úlfum fyrir sjúklinga með mikla sjúkdómsvirkni. Sjúkdómseinkenni á háu stigi auka áþján sjúklinga meö rauða úlfa.3 Meginmarkmið meðferðar er að draga úr sjúkdómsvirkni.4 BENLYSTA er ætlað sem viðbótarmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með virka, sjálfsmótefnajákvæða rauða úlfa með sjúkdómsvirkni á háu stigi (t.d. jákvæða fyrir mótefnum gegn tvístrengja DNA og með lága komplementþéttni) þrátt fyrir hefðbundna meðferð.1 Tímamótarannsóknirnar BLISS sýna fram á að meðferð með Benlysta, samhliða hefðbundinni meðferð, dregur marktækt úr sjúkdómsvirkni hjá sjúklingum með virka rauða úlfa, borið saman við lyfleysu ásamt hefðbundinni meðferð. Benlysta þolist almennt vel og stenst samanburð við aðrar algengar meðferðir gegn rauðum úlfum.1,2'5 STYTTUR SÉRLYFJASKRÁRTEXTI Benlysta (belimumab) 120 og 400 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Belimumab er einstofna lgGI?.-mannamótefni, framleitt í spendýrafrumulínu (NSO) með DNA-raðbrigðatækni. Ábendingar: Benlysta er ætlað sem viðbótarmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með virka sjálfsmótefnajákvæða rauða úlfa með sjúkdómsvirkni á háu stigi (t.d. jákvæða fyrir mótefnum gegn tvístrengja DNA og með lága komplementþéttni) þrátt fyrir hefðbundna meðferð. Skammtar og lyfjagjöf: Læknir með þekkingu og reynslu af greiningu og meðferð rauðra úlfa skal hefja meðferð með Benlysta og hafa eftirlit með henni. Hæft heilbrigðisstarfsfólk, sem þjálfað hefur verið i gjöf innrennslislyfja, skal gefa Benlysta innrennsli. Gjöf Benlysta getur valdið ofnæmisviðbrögðum og innrennslisviðbrögðum. Því skal gefa Benlysta við aðstæður þar sem hægt er að bregðast við slíkum viðbrögðum í skyndi. Ráðlagðir skammtar eru 10 mg/kg af Benlysta á dögum 0, 14 og 28 og á 4 vikna fresti eftir það. Ástand sjúklingsins skal meta stöðugt. íhuga ætti að hætta meðferð með Benlysta ef enginn árangur hefur komið í Ijós í meðferð sjúkdómsins eftir 6 mánaða meðferð. Aldraðir (>65 ára): Ekki hefur verið sýnt fram á verkun og öryggi Benlysta hjá öldruðum. Upplýsingar um sjúklinga >65 ára takmarkast við <1,6% af þýðinu sem rannsakað var. Því er ekki mælt með notkun Benlysta hjá öldruðum nema væntanlegur ávinningur vegi þyngra en áhættan. Ef gjöf Benlysta er talin nauðsynleg hjá öldruðum sjúklingum er ekki þörf á skammtaaðlögun. Skert nýrnastarfsemi: Belimumab hefur verið rannsakað hjá takmörkuðum fjölda sjúklinga með rauða úlfa og skerta nýrnastarfsemi. Samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir er ekki þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga, miðlungs- eða mikla skerðingu á nýrnastarfsemi. Skert lifrarstarfsemi: Engar sértækar rannsóknir hafa verið gerðar með Benlysta hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Ólíklegt er að þörf sé á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Börn: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Benlysta hjá börnum (yngri en 18 ára). Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf: Benlysta er gefið með innrennsli í bláæð og þarf að leysa það upp og þynna fyrir gjöf. Benlysta skal gefið með innrennsli á einni klukkustund. Benlysta má ekki gefa HUMAN GENOME SCIENCES m GlaxoSmithKline sem stakan skammt (bolus) i bláæð. Draga má úr innrennslishraða eða gera hlé ef viðbrögð við innrennslinu koma fram hjá sjúklingnum. Hætta verður innrennslinu tafarlaust ef sjúklingurinn fær aukaverkun sem gæti orðið lífshættuleg. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Benlysta hefur ekki verið rannsakað hjá eftirfarandi sjúklingahópum og er ekki ráðlagt ef um er að ræða: alvarlega virka rauða úlfa í miðtaugakerfi, alvarlega virka nýrnabólgu af völdum rauðra úlfa, HIV, sögu um lifrarbólgu B eða C eða ef hún er til staðar, gammaglóbúlínlækkun (IgG <400 mg/ dl) eða IgA-skort (IgA <10 mg/dl), sögu um meiri háttar líffæraígræðslu eða blóðmyndandi stofn-/frumu-/mergigræðslu eða nýrnaigræðslu. Notkun samhliða meðferð sem beinist að B-frumum eða cýklófosfamíði: Benlysta hefur ekki verið rannsakað við notkun samhliða annarri meðferð sem beinist að B-frumum eða cýklófosfamíði i bláæð. Gæta skal varúðar ef Benlysta er gefið samhliða annarri meðferð sem beinist að B-frumum eða cýklófosfamíði.Viðbrögð við innrennsli og ofnæmi: Gjöf Benlysta getur valdið ofnæmisviðbrögðum og innrennslisviðbrögðum. Ef viðbrögð verða mikil skal gera hlé á gjöf Benlysta og veita viðeigandi læknismeðferð. Verkunarháttur Benlysta getur aukið mögulega hættu á sýkingum, þ.m.t. tækifærissýkingum. Læknar skulu gæta varúðar þegar þeir íhuga notkun Benlysta hjá sjúklingum með langvinnar sýkingar eða sögu um endurteknar sýkingar. Sjúklingar sem fá einhverja meðferð við langvinnum sýkingum skulu ekki hefja meðferð með Benlysta. Hafa skal nákvæmt eftirlit með sjúklingum sem fá sýkingu meðan á meðferð með Benlysta stendur. Ekki skal gefa lifandi bóluefni í 30 daga fyrir eða samhliða Benlysta, þar sem ekki hefur verið sýnt fram á klíniskt öryggi. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum. Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf: Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Benlysta stendur og i a.m.k. 4 mánuði eftir að meðferð lýkur. Meðganga: Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun Benlysta hjá barnshafandi konum. Brjóstagjö: Ekki er vitað hvort Benlysta er skilið út í brjóstamjólk eða frásogist eftir neyslu. Belimumab greindist hins vegar i mjólk frá kvenöpum við gjöf 150 mg/kg á 2 vikna fresti. Þar sem mótefni frá móður (IgG) eru skilin út í brjóstamjólk er mælt með að tekin sé ákvörðun um hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta meðferð með Benlysta, að teknu tilliti til ávinnings af brjóstagjöfinni fyrir barnið og ávinnings af meðferðinni fyrir konuna. Aukaverkanir: (kynnið ykkur samantekt á eiginleikum lyfs til frekari upplýsinga). Mjög algengar: Niðurgangur og ógleði. Algengar: Berkjubólga, maga- og garnabólga af völdum veira, blöðrubólga, kokbólga, nefkoksbólga, hvítkornafæð, Benlystajj (belimumab)^^r ln pursuit of control in SLE ofnæmisviðbrögð, þunglyndi, svefnleysi, migreni, verkur í útlim. innrennslistengd viðbrögð, hiti. Sjaldgæfar: Bráðaofnæmi, ofsabjúgur, ofsakláði, útbrot. MARKAÐSLEYFISHAFI: Glaxo Group Limited, Glaxo Wellcome House, Berkeley Avenue, Greenford, Middlesex UB6 ONN, Bretland. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS: 13/07/2011 Verð og vörunúmer (I. desember 2011), Benlysta 120 mg og 400 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. ATC flokkur: L04AA26, Afgreiðslutilhögun: R S Z. Lyfið er eingöngu notað á eða i tengslum við sjúkrastofnun, á ábyrgð sérfræðings. Nvnr. 14 60 82 Benlysta, hettuglas 120 mg smásöluverð: 39.210 kr. Nvnr. 56 26 68, Benlysta, hettuglas 400 mg, smásöluverð: 126.308 kr. Benlysta er skrásett vörumerki GlaxoSmithKline fyrirtækjasamstæðunar- Öll réttindi áskilin. Gert í janúar 2012. ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á íslensku á www.serlyfjaskra.is Tilkynning um aukaverkanir. Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/ Aukaverkandir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. References: I. GlaxoSmithKline, Human Genome Sciences. BENLYSTA Summary of Product Characteristics. 2. Navarra SV etal. Lancet 2011; 377:721' 731.3. Stoll T ctal. Rheumatology 2004; 43:1039-1044.4. Kalunian K, Merrill JT. Curr Med Res Opin 2009; 25:1501-1514. 5. GlaxoSmithKline. Data on file IHCE/BEL/0038/II.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.