Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 43
In memoriam Sverrir Bergmann Bergsson 20. janúar 1936 - 26. janúar 2012 Sverrir fæddist í Flatey á Skjálfanda og þar ólst hann upp. Hann var bráðþroska, snemma læs, iðinn við námið og hafði afburðagott minni. Kom það því engum á óvart, þegar hann tók próf á Húsavík vorið 1952, að hann hlaut hærri einkunn en áður hafði verið gefin á landsprófi. Leið hans lá í Verzlunarskóla Islands og þar hlaut hann ágætiseinkunn á stúdentsprófi árið 1956. Læknisnámið stundaði Sverrir af mik- illi elju, en hann gaf sér þó tíma til setu í Stúdentaráði Háskóla íslands 1959-1960 og hann var ritstjóri Læknanemans 1962-1963. Kynni okkar hófust í læknadeildinni og í Félagi læknanema áttum við ágætt sam- starf, meðal annars við útgáfumál. Sverrir lauk embættisprófi frá læknadeild vorið 1964, starfaði næstu þrjú árin á sjúkra- húsum hér heima, lauk héraðsskyldunni í Vestmannaeyjum og stundaði síðan nám í taugasjúkdómafræðum á árunum 1967-1971 í Lundúnum, meðal annars við hið virta sjúkrahús National Hospital for Nervous Diseases, Queen Square. Fræðigreinin hafði í byrjun átt erfitt uppdráttar hérlendis, enda var lengi vel mikil tregða gegn því innan heil- brigðistjórnarinnar og í læknadeild, að viðurkenna undirgreinar. Læknafélag Is- lands veitti tólf sérfræðingum viðurkenn- ingu árið 1923, þar á meðal einum í tauga- og geðlækningum og annar bættist við árið 1928. Eftir að læknalög nr. 47/1932 tóku gildi, bættust fjórir í þennan hóp á árunum 1936-1949. Árið 1950 voru 68 sérgreinalæknar á lista Læknafélags Reykjavíkur. Það sem vekur athygli er að Jóhann Sæmundsson (1905-1955) og Kjartan R. Guðmundsson (1906-1977) eru nefndir á sama lista og þeir sem höfðu sér- fræðileyfi í tauga- og geðlækningum, en tekið var sérstaklega fram að þeir hefðu eingöngu sérfræðileyfi í taugalækningum. Árið 1959 hlaut Gunnar Guðmundsson (1927-1999) sérfræðiviðurkenningu í þeirri grein og árið eftir stofnuðu þeir Gunnar og Kjartan stéttarfélag taugalækna og hófu baráttu fyrir því að stofnuð yrði sérstök taugasjúkdómadeild. Kjartan varð dósent í taugasjúkdómafræði við læknadeild árið 1962 og hann og Gunnar urðu yfirlæknar taugalækningadeildar Landspítalans þeg- ar deildin tók til starfa árið 1967. Kjartan varð fyrstur prófessor í taugasjúkdóma- fræði árið 1974 og Gunnar tók síðan við þeirri stöðu þremur árum seinna. Ætla má að þessi miklu umskipti hafi orðið hvatning ungum læknum til þess að velja framhaldsnám í taugasjúkdóma- fræðum, því að um 1970 komu til starfa á sjúkrahúsunum í Reykjavík þrír sérfræð- ingar í taugalækningum, þeir Ásgeir B. Ellertsson, John E. G. Benedikz og Sverrir Bergmann og nokkru síðar kom Guðjón S. Jóhannesson sérfræðingur í klínískri taugalífeðlisfræði. Sverrir hlaut viðurkenningu í sérgrein sinni haustið 1971 og var þá ráðinn sér- fræðingur á Landspítalanum og þar var starfsvettvangur hans næsta hálfan fjórða áratuginn. Honum var falin kennsla í læknadeild og meðal annars var hann þrívegis staðgengill prófessorsins í grein- inni. Jafnframt starfaði Sverrir á eigin lækningastofu allt til æviloka. Sverrir var í framkvæmdastjórn Fram- sóknarflokksins, varaþingmaður fyrir flokkinn í Reykjavík 1974-1979 og sat á þingi öðru hvoru á þessu tímabili og hann átti sæti í ýmsum nefndum og ráðgjafa- hópum tengdum heilbrigðisstjórninni. Hann lagði málefnum MS-félags Is- lands mikið lið og var formaður þess 1972-1977 og var síðar gerður heiðurs- félagi. Vísindarannsóknir hans beindust einkum að þessum langvinna og erfiða sjúkdómi af völdum heila- og mænusiggs og hann var þekktur meðal jafningja sinna á heimsvísu. Sverrir var í stjórn Læknafélags íslands frá 1984 í þrettán ár samfleytt, þar af var hann varaformaður 1988-91 og formaður 1991-97. Hann stuðlaði þar meðal annars að varðveizlu lækningaminja, hlúði að útgáfustarfsemi læknafélaganna og hann reyndi af fremsta megni að efla einingu innan félagsins. Hann varð síðar fyrsti formaður læknaráðs eftir sameiningu spítalanna þriggja í einn Landspítala. Sverrir Bergmann var í stjórn Tauga- læknafélags íslands í tólf ár frá 1976, þar af formaður 1984-1988 og í samninganefnd lausráðinna sjúkrahúslækna var hann 1986-1991. Hann var heiðursfélagi Lækna- félags Reykjavíkur. Hann tók þátt í erlendu samstarfi af ýmsu tagi, sem of langt yrði upp að telja og hér skal látið af upp- talningu á verkum hans. Fyrir þau öll var honum 16. júní 2011, á Bessastöðum, veitt verðug viðurkenning fyrir störf í þágu MS-sjúklinga og á vettvangi heilbrigðis- mála og læknavísinda. Sverrir var hlýr persónuleiki, greiðvikinn með afbrigðum og því var alltaf auðvelt að leita til hans um læknis- fræðilega ráðgjöf og hjálp. Ég vil ljúka þessum kveðjuorðum um ágætan vin og starfsbróður með tilvitnun í skrif hans, sem lýsa vel afstöðunni til lækna og læknisstarfsins: „Læknasamtökin standa á gömlum merg. Hefðin er rík og hið ein- huga viðhorf til menntunar, fræðslu og þekkingarauka er sterkt. Læknar byggja á aldagamalli og háþróaðri siðfræði, sem áréttar skyldur þeirra innávið sem útávið og skuldbindur þá til þess að standa vörð um réttindi sjúklinga og að bera virðingu fyrir starfinu." Eiginkonu Sverris, Unni Þórðardóttur, og börnum þeirra, Yrsu og Ými, svo og barnabörnunum sendi ég samúðarkveðjur okkar Áslaugar. Örn Bjarnason, fyrrum ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins LÆKNAblaðið 2012/98 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.