Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 11
RANNSÓKN N otkun sólarhringsblóðþrýstingsmælinga í heilsugæslu ína K. Ögmundsdóttir1, Egill Rafn Sigurgeirsson2, Sigurður V. Guðjónsson3, Emil L. Sigurðsson14 Höfundar eru læknar. ÁGRIP Tilgangur: Að kanna notkun sólarhringsblóðþrýstingsmæla á þremur heilsugæslustöðvum á tveggja ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem fóru í sólarhringsblóðþrýst- ingsmælingu á tímabilinu 1. júní 2008 til 31. maí 2010 á heilsugæslustöðv- unum á Sólvangi í Hafnarfirði, Hvammi í Kópavogi og á heilsugæslunni á Selfossi mynduðu rannsóknarhópinn. Sjúkraskýrslur sjúklinganna voru skoðaðar með tilliti til þess hvort viðkomandi hefði þegar verið greindur með háþrýsting, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki eða offitu. Jafnframt voru reykingavenjur og lyfjanotkun könnuð og niðurstöður blóðþrýstings- mælinga skráðar. Niðurstöður: Alls voru framkvæmdar 205 sólarhringsblóðþrýstings- mælingar á rannsóknartímabilinu. Meðalaldur þátttakenda var 54 ár ±15,1, sá yngsti var 18 ára og sá elsti 87 ára. Konur voru 119 (58%) en karlar 86 (42%). 1112 tilvikum (55%) var rannsóknin framkvæmd við eftirlit með sjúklingum sem þegar höfðu verið greindir með háþrýsting en í 93 tilvikum (45%) var um greiningarrannsókn að ræða. Af rannsóknarhópnum sýndu 88 (41%) blóðþrýstingsfall yfir nóttina og eru þeir skilgreindir sem dýfarar, (dipperar). Niðurstöður sólarhringsblóðþrýstingsmælinga leiddu til þess að 14% héldu áfram á óbreyttri meðferð, 19% voru settir á lyfjameðferð vegna háþrýstings, 16% voru ekki settir á neina meðferð, í 6% tilvika var meðferð minnkuð og hjá 13% var meðferðin aukin. Ályktun: Við teljum að rannsóknin sýni ótvírætt fram á gagnsemi þess að nota sólarhringsblóðþrýstingsmæla á heilsugæslustöðvum, bæði til þess að bæta greiningu háþrýstings og gera meðferð markvissari. 'Heilsugæslustöðinni Sól- vangi, 'Heilbrigöisstofnun Suðurlands, "Heilsugæslu- stöðinni Hvammi, 4heimil- islæknisfræði, læknadeild Háskóla islands. Fyrirspurnir Emil L. Sigurðsson emilsig@hi.is Greinin barst: 4. september 2011, samþykkt til birtingar: 5. janúar2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Hár blóðþrýstingur hefur lengi verið þekktur sem einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma og með- ferð og eftirlit sjúklinga með háþrýsting mikilvægur þáttur í starfi heimilislækna.1-2 Síðustu áratugi hafa orðið talsverðar framfarir í aðferðum við mælingar á blóðþrýstingi. Heimamælingar og sólarhringsblóð- þrýstingsmælingar (ambulatory blood pressure measure- ment, ABPM), sem áður voru fyrst og fremst notaðar við vísindarannsóknir, eru nú meðal þeirra verkfæra sem notuð eru við eftirlit sjúklinga með háþrýsting. Mis- ræmi í blóðþrýstingsmælingum þar sem blóðþrýstingur mælist hár við skoðun hjá lækni en lægri þegar hann er mældur heima, svokallaður hvítsloppa-háþrýstingur,3 hefur verið þekktur lengi. Slíkur háþrýstingur er ekki með öllu saklaus en til þess að fá betri upplýsingar um blóðþrýsting einstaklinga hafa leiðir eins og sjálfsmæl- ingar heima fyrir og sólarhringsblóðþrýstingsmælingar verið þróaðar.4 Þó mikilvægi blóðþrýstingsmælinga á stofu sé ótvírætt hafa leiðbeiningar um notkun sólarhrings- blóðþrýstingsmælinga lagt áherslu á gildi þeirra til að fá upplýsingar um blóðþrýsting yfir nótt og dags- gildi en jafnframt til að sjá blóðþrýstingsbreytingar.5'6 Þannig er sólarhringsblóðþrýstingsmæling mikilvægt verkfæri sem heilbrigðisstarfsfólk getur notað til að bæta greiningu og meðferð sjúklinga með háþrýsting. Sterkar vísbendingar eru um að niðurstöður sólar- hringsblóðþrýstingsmælinga hafi betra forspárgildi um háþrýstingstengdar líffæraskemmdir og langtíma- horfur háþrýstingssjúklinga en hefðbundin stofu- mæling.7'9 Helstu ábendingar fyrir sólarhringsblóð- þrýstingsmælingu eru hvítsloppa-háþrýstingur, þegar erfiðlega gengur að meðhöndla háþrýsting, til að meta hugsanlegt blóðþrýstingsfall og til að fylgjast með með- ferð.5 Notkun sólarhringsblóðþrýstingsmæla er sennilega ekki útbreidd hér á landi, enn sem komið er. Það skýrist væntanlega fyrst og fremst af því mælitækin hafa ekki verið aðgengileg fyrir sjúklinga og kostnaður við kaup þeirra nokkuð hár. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna ábend- ingar sólarhringsblóðþrýstingsmælinga og afleiðingar fyrir meðferð sjúklinga á tveggja ára tímabili á þremur heilsugæslustöðvum. Aðferðir og efniviður Allir sjúklingar sem fóru í sólarhringsblóðþrýstings- mælingu á tímabilinu 1. júní 2008 til 31. maí 2010 á heilsugæslustöðvunum á Sólvangi í Hafnarfirði, Hvammi í Kópavogi og á heilsugæslunni á Selfossi, mynduðu rannsóknarhópinn. Rannsóknarformið er lýsandi framvirk rannsókn. Farið var yfir niðurstöður mælinganna og þær skráðar. Skráðar voru upplýsingar um kyn og aldur sjúklings, ástæðu mælingar og til hvers rannsóknin leiddi. Sjúkraskýrslur þessara sjúklinga voru skoðaðar með tilliti til þess hvort viðkomandi hefði þegar verið greindur með háþrýsting, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, hvort hann reykti og ennfremur var lyfjanotkun könnuð. Skráð voru síðustu blóðþrýstingsgildi sem mæld höfðu verið á stofu áður en sólarhringsblóðþrýstingsmæling var framkvæmd. Einnig var skráð hvort niðurstöður sólarhringsblóð- þrýstingsmælinga skilgreindu viðkomandi sem dýfara (dipper), ekki-dýfara (non-dipper) eða hvorugt. Dýfari er hver sá sem lækkar um meira en 10% í blóðþrýstingi að LÆKNAblaðið 2012/98 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.