Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 17
RANNSÓKN Sárasogsmeðferð á íslandi - notkun og árangur Ingibjörg Guömundsdóttir1 hjúkrunarfræðingur, Steinn Steingrímsson2 læknir, Tómas Guöbjartsson23 læknir ÁGRIP Inngangur: Sárasogsmeðferð (negative pressure wound therapy, NPWT) er nýjung í sárameðferð þar sem undirþrýstingur er myndaður staöbundið í sárbeðnum meö loftþéttum umbúðum og sogtæki. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna ábendingar og árangur sárasogsmeðferðar hjá heilli þjóð, en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga, bæði á sjúkrahúsum og utan, sem fengu sárasogsmeðferð á (slandi frá janúartil desember 2008. Ábending, tímalengd og árangur meðferðar voru skráð úr sjúkraskrám. Einnig var metinn gróandi sára og þættir sem geta haft áhrif á gróanda, eins og sykursýki, reykingar og aldur. Niðurstöður: Alls fengu 56 sjúklingar 65 sárasogsmeðferðir. Karlar voru 63% og meðalaldur 62 ár (bil 8-93 ár). Meðferð var veitt á sjúkra- húsi í 85% tilfella, oftast á æða- og brjóstholsskurðdeildum. Algengustu ábendingarfyrir meðferð voru sýking í sári (40%), örvun gróanda (42%) og viðhald opinna holrúma (19%). Flest sárin voru á neðri útlimum (26%) og brjóstkassa (25%). Sex sjúklingar létust vegna undirliggjandi sjúkdóma og voru þeir ekki teknir með við mat á gróanda sára. Af 59 meðferðum náðist fullur gróandi sára í 40 (68%) en ófullkominn gróandi í 19 (32%). Fylgikvillar tengdir meðferð voru skráðir í 19 (32%) tilfellum og voru verkir (12%) og húðvandamál (11%) algengust. Ályktanir: Sárasogsmeðferð ertöluvert notuð á (slandi, sérstaklega við sýkt skurðsár og langvinn sár. í tveimur þriðju tilfella náðist fullur gróandi sára sem telst góður árangur. Inngangur 1Æöaskurðdeild, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Land- spítala, 3læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali. is Greinin barst: 1. september 2011 - samþykkt til birtingar: 10. janúar 2012. Höfundar tiltaka engin hagsmunatengsl. Sárasogsmeðferð (negative pressure woimd therapy, NPWT) byggir á því að undirþrýstingur er myndaður í sárbeðnum með lokuðum umbúðum og sárasugu. Meðferðinni var fyrst lýst árið 1997 og hefur síðan náð mikilli útbreiðslu, meðal annars hér á landi! Vessi er fjarlægður úr sárinu með undirþrýstingi sem veldur auk þess togi á frumur í sárbeðnum. Togið örvar bæði myndun vaxtarþátta sem hvetja til nýmyndunar æða og frumuskiptingar í sárinu sem flýtir fyrir gróningu þess!-2 Einnig minnkar yfirborð sársins þar sem sogið dregur sárkantana saman og bakteríum í sárinu fækkar þar sem undirþrýstingur heftir vöxt þeirra.3 Sárasogsumbúðir eru tvenns konar, svampar eða grisjur sem eru lokaðar af í sárinu með þunnri plast- filmu. Algengast er að nota polyurethan svamp með 400-600 pm stórum götum til að jafna undirþrýstinginn í sárinu! Við sárasogsmeðferð er oftast beitt stöðugum undirþrýstingi á bilinu -75 til -125 mmHg og er notað til þess sérstakt sárasog sem tengt er við umbúðirnar með slöngu.4 Við sum sár er þó mælt með því gera hlé á soginu, til dæmis í tvær mínútur eftir 5 mínútna sog!-2 Sárasogsmeðferð er hægt að nota á flestar tegundir sára og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur. Þetta á sérstaklega við um sýkt skurðsár og sykursýkissár,5-7 sem jafnframt eru algengustu ábend- ingar fyrir sárasogsmeðferð, auk bráðasára.2-5-9 Hins vegar er ekki mælt með meðferðinni á blæðandi sár eða sár yfir óvörðum viðkvæmum líffærum.9'11 Meðferðin er kostnaðarsöm en rannsóknir hafa sýnt að kostnaður jafnast út þar sem sárgræðsla er hraðari en við hefð- bundna sárameðferð og í mörgum þeirra er legutími styttri.6'8 Sárasogsmeðferð hefur verið beitt á íslandi í nokkur ár og hefur notkun aukist stöðugt. Upplýsingar hefur vantað um ábendingar og árangur meðferðarinnar hér á landi, og á það við um stofnanir, einstakar deildir og sérgreinar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hversu margir fengu sárasogsmeðferð á Islandi á einu ári, bæði innan og utan sjúkrahúsa, og jafnframt að leggja mat á ábendingar og árangur meðferðarinnar. Efniviöur og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga á íslandi sem fengu sárasogsmeðferð frá 1. janúar til 31. desember árið 2008. I flestum tilvikum var um sjúklinga að ræða sem fengu meðferð á Landspítala en nokkrir fengu meðferð á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Landspítala við Hringbraut var leitað að sjúklingum eftir aðgerðanúmerum en þar hafa allar sárasogsmeð- ferðir verið skráðar í rafræna aðgerðaskrá. Á Land- spítala í Fossvogi var sárasogsmeðferð ekki alltaf skráð í rafræna aðgerðaskrá, enda í mörgum tilfellum veitt á Iegudeildum, oftast lýtalækningadeild og æðaskurð- deild. Því var fenginn listi frá upplýsingatæknideild Landspítala yfir alla sjúklinga sem lágu á þessum deildum árið 2008. Farið var yfir sjúkraskrár þeirra og leitað sérstaklega að sjúklingum sem fengu sárasogs- meðferð. Einnig var haft samband við lækna og hjúkr- unarfræðinga á öðrum deildum og sviðum Landspítala og kannað hvort sárasogsmeðferð hefði verið notuð á þeirra deildum. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri voru allir sjúklingar sem höfðu fengið sárasogsmeðferð skráðir sérstaklega af hjúkrunarfræðingi á sáramóttöku og út LÆKNAblaðið 2012/98 149

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.