Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 14
RANNSÓKN þrýsting, voru um 40% dýfarar.14'20 Þeir sem ekki lækka í blóð- þrýstingi yfir nóttina eru taldir hafa verri horfur og auknar líkur á líffæraskemmdum.13 Rannsóknin sýnir að blóðþrýstingur mældur á stofu, bæði slagbils- og hlébilsþrýstingur, er marktækt hærri en þegar hann er mældur með sólarhringsblóðþrýstingsmæli. Þetta er í sam- ræmi við aðrar rannsóknir enda eru viðmið háþrýstings lægri við sólarhringsblóðþrýstingsmælingu.21,22 Niðurstöður okkar sýna að þegar sólarhringsblóðþrýstings- mæling var gerð hjá sjúklingum með háþrýsting leiddi það til breytinga á meðferð hjá 35% sjúklinga. Meðferð var aukin hjá 23% og dregið var úr meðferð hjá 12%. Það eru ótvíræð merki þess að meðferð verður markvissari með notkun sólarhringsblóðþrýst- ingsmæla. Þegar rannsóknin var notuð til greiningar háþrýstings voru 36% sem fengu enga meðferð eða eingöngu meðferð án lyfja. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að notkun sólarhringsblóðþrýst- ingsmælinga getur leitt til þess að draga megi úr notkun blóð- þrýstingslækkandi lyfja án þess að skaða gagnsemi meðferðar- innar23 og gert meðferðina einnig markvissari.24 Sérstaka athygli vekur hátt hlutfall (um 65%) sjúklinga á Sólvangi þar sem ekki er unnt að átta sig á afleiðingum niðurstaðna úr sólarhringsblóð- þrýstingsmælingu og teljum við að þar sé fyrst og fremst um að ræða skort á skráningu. Athygli vekur að af háþrýstingssjúklingum voru aðeins tæp 14% sem voru með stofugildi undir viðmiðunarmörkum 140/90 mmHg, en það er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna.19 Hafa verður í huga að rannsóknarhópurinn samanstendur vafa- laust af sjúklingum með erfiðan háþrýsting og því er þetta lægra en í almennu háþrýstingsþýði.2-25 Styrkleiki þessarar rannsóknar felst fyrst og fremst í því að hún gefur glögga mynd af því hvernig sólarhringsblóðþrýstingsmælar eru notaðir á heilsugæslustöðvum. Athygli vekur hins vegar stór hluti, eða um fjórðungur, þar sem ekki voru skráð viðbrögð við rannsóknarniðurstöðunum, en við teljum að það endurspegli fyrst og fremst skort á skráningu frekar en að ekki hafi verið brugðist við niðurstöðunum. Um er að ræða lýsandi framskyggt rann- sóknarform og það hefur auðvitað sína kosti og galla. Þannig er hugsanlegt að notkunin sé meiri eða að rannsóknin sem slík hafi áhrif á hvernig læknar viðkomandi stöðva notuðu sólarhrings- blóðþrýstingsmælinguna, vitandi að rannsókn var í gangi. Við teljum hins vegar að slíkir veikleikar skekki ekki heildarmyndina, né heldur smávægileg tæknileg vandamál sem stundum koma upp þegar rannsóknartæki eru notuð. Ályktun Við teljum að rannsóknin sýni ótvírætt fram á gagnsemi þess að nota sólarhringsblóðþrýstingsmæla á heilsugæslustöðvum. Þó slík notkun komi ekki í stað stofumælinga veitir sólarhringsblóð- þrýstingsmæling mikilvægar upplýsingar umfram stofumælingu. Gagnsemin birtist meðal annars í því að meðferð er aukin eða úr henni dregið í samræmi við niðurstöður mælinganna. Ennfremur er notagildi rannsóknarinnar mikið við greiningu háþrýstings og á þann hátt er hægt að finna hóp fólks sem ekki þarf neina lyfja- meðferð þó einstakar mælingar á stofu hafi vakið grunsemdir um háþrýsting. Nýlegar klínískar leiðbeiningar um meðferð háþrýstings mæla nú með því að sólarhringsblóðþrýstingsmæling sé gerð í öllum til- vikum þar sem blóðþrýstingur mælist hærri en 140/90 mmHg til að staðfesta hvort um háþrýsting sé að ræða eða ekki.26 Því ætti að hvetja alla lækna sem sinna greiningu, meðferð og eftirliti sjúklinga með háþrýsting til þess að nýta sér þennan rannsóknar- möguleika og bæta þannig meðferð háþrýstingssjúklinga. Þakkir Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Félags íslenskra heimilis- lækna. Guðnýju Sigurvinsdóttur læknaritara er þökkuð aðstoð við innslátt gagna. ENGLISH SUMMARY Use of ambulatory blood pressure measurement in primary care in lceland Ogmundsdóttir IK’, Sigurgeirsson ER2, Gudjonsson SV3, Sigurdsson EL14 Objective: To study the use of ambulatory blood pressure measurement (ABPM) in primary care in lceland. Material and methods: All patients who had ABPM done during the period from 1st of June 2008 till 31st of May 2010 at three health care centers comprised the study group. Medical records of these patients were examined and information about previous diagnosis of hyperten- sion, cardiovascular disease, diabetes, obesity, smoking habits and drug prescriptions along with results of blood pressure measurements were registrated. Results: A total of 205 ABPM were done during the study period. Mean age of the patients was 54 years ±15.1, the youngest being 18 and the oldest 87 years old. The study group comprised 119 (58%) women and 86 men (42%). The ABPM was done as a part of follow-up of hyperten- sion in 112 (55%) cases, but among 93 patients it was used as an aid in the diagnosis of hypertension. The study showed that 88 (41%) were defined as dippers. The ABPM did not result in a change of treatment in 14% of cases, among 19% of subjects antihypertensive treatment was initiated whereas 16% did not require any treatment; in 6% of cases the antihypertensive treatment was reduced while in 13% it was necessary to increase the treatment. Conclusion: We conclude that ABPM is a very useful tool in primary care settings, both to improve diagnosis and the treatment of hyperten- sion. Key words: Hypertension, ambulatory blood pressure measurement, blood pressure control. Correspondence: Emil L. Sigurðsson, emilsig@hi.is 'Solvangur Heaith Care Center, 2The Health Care Institution of South lceland, 3Hvammur Primary Health Care Center, 4Department of Family Medicine, University of lceland. 146 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.