Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 42
STARFSKULNUN einstaklingurinn fær sífellt minni tíma til að gera það sem hann er bestur í og hefur mesta ánægju af." Nýta krafta fólks sem best Að sögn Högna byggist stjórnendaþjálfun að talsverðu leyti á því að kenna stjórn- endum að greina kjörsvið starfsmanna og hvernig kraftar þeirra nýtast best. „Ein- faldlega að láta fólk gera það sem það kann best og hefur ánægju af að gera. Það skilar mestum árangri og dregur úr líkum á starfskulnun. Það var gerð könnun á heimsvísu á vegum Gallup sem sýndi ótvírætt samhengi á milli bættrar afkomu fyrirtækja og þess hversu stórum hluta af vinnutíma sínum starfsmenn töldu sig verja í það sem þeir gerðu best." I fyrirlestri sínum á Læknadögum ræddi Högni um líkamleg og sálræn einkenni starfskulnunar. Líkamlegu einkennin eru: orkuleysi, uppgjöf, spenna, svefnleysi og síendurtekin minniháttar veikindi. Sálrænu einkennin eru: pirr- ingur, sektarkennd, skapþyngsl, reiði, tár, vonleysi, úrræðaleysi, kvíði, kaldhæðni, lágt sjálfstraust, kvíði fyrir vinnu og upp- gjöf- „Á seinni árum hafa einnig komið upp ýmsar aðrar fagstéttir í heilbrigðis- geiranum sem á vissan hátt hafa þrengt að sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti lækna. Þetta á reyndar við um margar aðrar starfsstéttir, í nútímasamfélagi upp- lifa þær sig sem áhrifalitlar á sitt starfs- og nærumhverfi. Það er alveg ljóst að staða lækna hefur breyst á undanförnum ára- tugum og alls ekki til hins verra að mínu mati. En við þurfum að laga okkur að því og ungir læknar í dag þekkja ekki annað. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að stjórnun á vinnu okkar er að miklu leyti komin úr höndum okkar til annarra, en allt sem tekur frá manni sjálfstæði til athafna getur leitt til kulnunar. Við- varandi kreppuástand sem veldur því að dregið er úr endurnýjun tækjabúnaðar og nýjungum í starfsaðferðum vegna aðhalds í rekstri getur einnig stuðlað að kulnun hjá framsæknu og metnaðarfullu starfsfólki." Aðgreina vinnu og frítima Högni segir að nauðsynlegt sé að kanna í þaula meðal lækna og heilbrigðisstarfs- fólks almennt hver staða þeirra sé gagn- vart starfskulnun. „Hér ættu landlæknis- embættið og Landspítali að vinna saman að því að koma á virkri fræðslu innan heil- brigðisstofnana um hvað hægt sé að gera til að draga úr líkunum á starfskulnun. Þetta er ekki vandamál einstaklingsins heldur er þetta yfirleitt skipulagsvanda- mál. Það er hlutverk stjórnenda að huga að velferð starfsmanna, skapa viðunandi vinnuaðstæður og viðráðanlegt vinnuálag. Eitt af því sem okkur læknum er hætt við að missa tökin á er tímastjórnun. Með auknum möguleikum á að vinna heiman frá sér, á kvöldin og um helgar, er enn meiri hætta á að tímastjórnunin riðlist. Við hættum að aðgreina vinnutíma og frítíma. Við göngum á tímann sem ætlaður er til samveru með fjölskyldu og til hvíldar, en það er einmitt tíminn sem við þurfum til að hlaða batteríin að nýju. Það er nýlega komin fram langtímarannsókn sem gerð var meðal opinberra starfsmanna í Bret- landi. Þar kemur fram að þeim sem vinna 11 tíma eða meira á dag er hættara við þunglyndi og kulnunareinkennum en þeim sem vinna 8 tíma á dag." Mikilvægast fyrir einstaklinginn til að verjast starfskulnun er að sögn Högna að hafa góða stjórn á tíma sínum, draga skýr mörk á milli vinnu og einkalífs, og kunna að slaka á og njóta frítímans. „Það fer svo eftir áhugamálum og persónu hvers og eins hvað hentar best." FRÉTTATILKYNNINGAR Frá Frumtökum Með síðasta Læknablaði var dreift bæklingi Frumtaka sem geymdi reglur EFPIA um samskipti lyfjaframleiðenda við fagfólk í heilbrigðisstétt og kynningu lyfseðils- skyldra lyfja. Nú er kominn út nýr bækl- ingur í sama dúr, það eru samskiptareglur lyfjafyrirtækja og sjúklingasamtaka. EFPIA er skammstöfun fyrir European Federation of Pharmaceutical Industries and Associations, samtök lyfjaframleið- enda í Evrópu. Þrjátíu lönd eiga aðild að samtökunum og allir helstu lyfjaframleið- endur. Frumtök eru samtök framleiðenda frumlyfja á íslandi. Á heimasíðum beggja samtakanna er að finna enska og íslenska útgáfu þessara reglna og tóku þær gildi 1. janúar síðastliðinn - sjá nánar: efpia.eu - frumtok.is NLFÍ og Sí Um síðustu áramót var undirritaður nýr þjónustu- samningur milli Náttúrulækningafélags Islands og Sjúkratrygginga Islands um þverfaglega endurhæfingu fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Samningurinn er til næstu 5 ára. Við þá þverfaglegu endurhæfingu sem Heilsustofnun NLFI í Hveragerði hefur unnið að á síðustu árum mun á samningstímanum bætast þjónusta við einstaklinga sem þurfa meiri endurhæfingu í kjölfar sjúkrahússvistar og/ eða vegna tiltekinna sjúkdóma. Áætlað er að nýjar áherslur samningsins verði inn- leiddar á komandi mánuðum og 1. september 2012 verði því lokið. Aukin þjónusta við almenning verður kynnt á næst- unni en ýmsir möguleikar eru í boði, svo sem heilsudvöl í lengri og skemmri tíma, auk lækningatengdrar ferða- þjónustu. 174 LÆKNAblaðið 2012/98 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.