Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 34
TILFELLI MÁNAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins: Vansnúningur á görn Mynd 2 gefur greininguna sem er meðfæddur vansnúningur á görn. Við eðlilegan snúning garnar á fósturskeiði snýst görnin rangsælis um 270° í tveimur þrepum áður en hún dregst inn í kviðarhol og festist á viðeigandi stöðum.1 Truflun á þessum snún- ingi veldur óeðlilegri garnafestu í kviðarholi og áhætta á snúning um garnahengi (mesentery) eykst. Blindþarmur (cecum) er rang- lega staðsettur í efri hægri fjórðungi og tjóðraður við hægri hluta kviðveggjar og lifur með lífhimnuböndum, svokölluðum Ladd s böndum.1-2 Truflun á snúningi garnar getur verið mismikil, allt frá því að ná einungis til ristils (truflun á seinni snúningi) yfir í að vera enginn snúningur (nonrotation). Nýgengi vansnúnings á görn er í kringum 1 af hverjum 500 fæddum börnum en talið er að aðeins 12. hvert barn með van- snúning fái einkenni (1/6000).3 Um helmingur barna með van- snúning fá einkenni fyrir eins mánaðar aldur og um 80% á fyrsta ári.4 Einkennin stafa af garnaflækju (volvulus) þar sem görnin snýst um garnahengi og eru kviðverkir, væg þensla á kvið, dreifð þreifieymsli með eða án lífhimnuertingar og gallituð uppköst.2'5 Hjá yngstu börnunum geta einu einkennin þó verið að barnið er slappt og með galllituð uppköst. Alvarlegasta einkennið er blóð í hægðum og merki um lífhimnuertingu sem bendir til blóðþurrðar eða garnadreps. Þá er um lífshættulegt ástand að ræða og mikil- vægt að bregðast fljótt við með aðgerð. Eldri börnin hafa oft fengið endurtekin kviðverkjaköst, oftast með uppköstum, sem hafa geng- ið til baka af sjálfu sér.2'5 Kviðarholsyfirlit er yfirleitt eðlilegt þó þar geti sést vökva- borð í garnalykkjum og þensla á maga (mynd 1). Besta rannsókn til greiningar á vansnúningi er gegnumflæðimynd á efri hluta meltingarvegar (mynd 2).2'4'5 Þá er lega skeifugarnarinnar óeðlileg þannig að hún gengur beint niður hægra megin við hryggsúlu og fer ekki yfir miðlínu til vinstri eins og eðlilegt er. Ristilinnhell- ing með skuggaefni getur einnig sýnt vansnúning ef ristill liggur allur vinstra megin í kviðarholi með blindþarm ofarlega hægra megin. Ómun og tölvusneiðmynd geta sýnt afbrigðilega afstöðu milli slagæðar og bláæðar garnahengis (a. og v. mesenterica superior) þar sem bláæðin liggur vinstra megin og/eða ofan við slagæðina.2’4 Sé um garnaflækju að ræða getur sést hvirfiltákn (ivhirlpool sign).4’ 6,7 Tölvusneiðmyndataka hefur þó aldrei hlutverk í uppvinnslu á bráðveiku barni þar sem grunur er um garnaflækju vegna van- snúnings á görn. Kröftug og endurtekin uppköst hjá ungabörnum teljast óeðlileg og á að taka alvarlega, sér í lagi ef önnur einkenni, eins og hiti, verkir, þyngdartap eða lystarleysi, fylgja. Hjá ungabörnum eru helstu mismunagreiningarnar vélindabakflæði, þrengsli á neðra magaopi (pylorus stenosis) og garnastopp. Liturinn á uppköstum segir mikið til um hvar þrengslin geta verið.2'5 Galllituð upp- köst fylgja sjaldnast þrengslum í magaopi né vélindabakflæði þar sem meinsemdin er þá ofan gallganga. Galllituð uppköst koma til vegna garnastopps og teljast til bráðra einkenna. Algengustu ástæður garnastopps hjá ungabörnum eru garnaflækja vegna vansnúnings á görn, Hirschsprung's sjúkdómur, garnarsmokkun (intussusception) eða garnalokun (atresia). Við Hirschsprungs sjúkdóm eru helstu einkennin galllituð uppköst, þaninn kviður og hægðatregða.2'5 Stúlkan í tilfellinu hafði skilað barnabiki og hafði eðlilegar hægðir. Garnasmokkun er algengasta orsök garnastopps hjá börnum á aldrinum 6-36 mánaða. Dæmigerðir eru skyndilegir og kveisu- kenndir kviðverkir. Uppköstin eru eðlilega útlítandi í byrjun en verða síðan galllituð þegar stíflueinkennin aukast.2-5 Meðfædd garnalokun eða þrengsli (stenosis) er helsta mismuna- greiningin ef galllituð uppköst koma fram strax eftir fæðingu. Þar sést alltaf víkkun á görninni fyrir ofan lokunina á yfirlitsmynd. Einkenni geta þó komið seinna fram ef lokunin er í fjærenda garn- arinnar eða ef um þrengsli er að ræða. Meðferð vansnúnings á görn er svokölluð Ladd s-aðgerð til að minnka líkur á garnaflækju. Eru Ladd's-böndin þá tekin sundur, stofn garnahengis víkkaður, botnlangi fjarlægður og görnin sett í stöðu eins og enginn snúningur hefði orðið. Liggur smágirnið þá hægra megin í kviðarholi og ristillinn vinstra megin. Greinist vansnúningur garnar fyrir tilviljun hjá einkennalausum einstak- lingum er oftast mælt með því að gera fyrirbyggjandi skurðaðgerð vegna hættu á garnaflækju.3'4 Stúlkan sem um ræðir gekkst undir Ladd's-aðgerð með góðum árangri, hún var útskrifuð viku eftir aðgerð og hefur verið ein- kennalaus í ár. Heimildir 1. Colombani P, Dudgeon, DL, Beaver BL, Vanderhoof JA. Rudolph's Pediatrics. 19th ed. Appleton & Lange, East Norwalk, Connecticut 1991. 2. Stevens M, Henretig, FM. Textbook of Pediatric Emergency Medicine. 6th ed. Lippincott Williams & Wilkins, Philadelphia 2010. 3. Dilley AV, Pereira J, Shi EC, Adams S, Kem IB, Currie B, et al. The radiologist says malrotation: does the surgeon operate? Pediatr Surg Int 2000; 16: 45-9. 4. Millar AJ, Rode H, Cywes S. Malrotation and volvulus in infancy and childhood. Semin Pediatr Surg 2003; 12: 229-36. 5. Barksdale EJ. Atlas of Pediatric Physical Diagnosis. 5th ed. Mosby Elsevier, Philadelphia 2007. 6. Dufour D, Delaet MH, Dassonville M, Cadranel S, Perlmutter N. Midgut malrotation, the reliability of sonographic diagnosis. Pediatr Radiol 1992; 22: 21-3. 7. Pracros JP, Sann L, Genin G, Tran-Minh VA, Morin de Finfe CH, Foray P, et al. Ultrasound diagnosis of midgut volvulus: the „whirlpool" sign. Pediatr Radiol 1992; 22:18-20. Case of the month: Neonatal vomiting Diagnosis: Intestinal malrotation Sigmarsdottir AA, Gunnarsdottir A annagunn@landspitali. is 166 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.