Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 12
RANNSÓKN Tafla I. Niðurstöður sólarhringsblóðþrýstingsmælinga eftir heilsugæslu- stöðvum. Blóðþrýstingsmælingar eru gefnarupp imm/Hg með staðalfráviki og fjöldi (%). Sólvangur Hvammur Selfoss Blóðþrýstingur á stofu Slagbilsþrýstingur 151 ±17 153 ±12 150 ±18 Hlébilsþrýstingur 91 ±11 90 ±8 93 ±12 Sólarhringsmæling Dagur Slagbilsþrýstingur 138 ±19 131 ±14 139 ±13 Hlébilsþrýstingur 80 ±13 75 ±11 83 ±10 Nótt Slagbilsþrýstingur 128 ±19 113 ±14 123 ±14 Hlébilsþrýstingur 72 ±13 62 ±9 70 ±2 Ástæða mælingar Til greiningar 32 (46) 13(59) 48 (42) Eftiriit 37 (54) 9(41) 66 (58) Dýfarar Já 22 (32) 20 (91) 46 (40) Nei 42(61) 2(9) 35 (30) Til hvers leiddi rannsóknin Ekki skráð 45 (65) 0(0) 4(3) Óbreytt meðferð 4(6) 9(41) 16(14) Meðferð hafin 6(9) 6(27) 27 (23) Engin meðferð 2(3) 6(27) 24 (21) Meðferð minnkuð 1 (1) 1 (5) 11 (10) Meðferð aukin 7(10) 0(0) 18(17) Meðferð án lyfja 2(3) 0(0) 10(9) Vill ekki meðferð 0(0) 0(0) 1 (D Frekari rannsóknir 2(3) 0(0) 2(2) nóttu til en þeir sem lækkuðu minna voru skilgreindir sem ekki- dýfarar. Tækin sjálf reikna þetta en í sumum tilvikum var niður- staða mælinganna á þann veg að tækin skilgreindu viðkomandi hvorki sem dýfara né ekki-dýfara. Blóðþrýstingsviðmið eru lægri við sólarhringsblóðþrýstingsmælingu en við hefðbundna stofu- mælingu. Þannig er miðað við að við sólarhringsmælingu eigi blóðþrýstingur að meðaltali að vera <130/80 yfir sólarhringinn, að degi <135/85 en að nóttu <120/70 mmHg. Utbúið var sérstakt skráningarblað þar sem þessar upplýsingar voru skráðar og þær síðan færðar yfir í tölvutækt form, fyrst í Ex- cel en síðan í SPSS sem notað var við alla úrvinnslu. A þessum þremur heilsugæslustöðvum störfuðu alls 22 fast- ráðnir heimilislæknar, auk kandídata og lækna í sérnámi sem starfa þar í skemmri tíma, 9 á Sólvangi, 6 í Hvammi og 7 á heilsu- gæslunni á Selfossi. A heilsugæslustöðinni á Sólvangi var notaður sólarhringsblóð- þrýstingsmælir af gerðinni Reynolds Tracker NIBP2 (Del Mar Reynolds Medical Ltd, Hertford, UK), en á heilsugæslustöðinni Hvammi og heilsugæslunni á Selfossi var notaður mælir af gerð- inni Pressure Trak - 24-Hr ABP (Sun Tech Medical) auk þess sem Tafla II. Meðalblóðþrýstingsgildi Ímm/Hg með staðalfráviki, flokkuð eftir tilefni rannsóknar. Greining Eftirlit Blóðþrýstingur á stofu Slagbilsþrýstingur 149 ±14 150 ±19 Hlébilsþrýstingur 93 ±11 90 ±12 Sólarhringsmæling Dagur Slagbilsþrýstingur 140 ±15 136 ±16 Hlébilsþrýstingur 83 ±10 80 ±12 Nótt Slagbilsþrýstingur 124 ±15 123 ±17 Hlébilsþrýstingur 71 ±10 70 ±12 heilsugæslan á Selfossi hafði einnig Reynolds-mæli eins og not- aður er á Sólvangi. Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd (04-063) og Per- sónuvernd. Tölfræðileg úrvinnsla var gerð með SPSS og tölfræðileg mark- tækni miðuð við p-gildi minna en 0,05 við tvíhliða prófun. Niðurstöður Alls voru framkvæmdar 205 sólarhringsblóðþrýstingsmælingar á rannsóknartímabilinu, 69 á Sólvangi, 22 í Hvammi og 114 á Sel- fossi. Meðalaldur þátttakanda var 54 ár (±15,1), sá yngsti var 18 ára og sá elsti 87 ára. Konur voru 119 (58%) en karlar 86 (42%). I 112 (55%) tilvika var rannsóknin framkvæmd við eftirlit með sjúklingum sem þegar höfðu verið greindir með háþrýsting en í 93 tilvikum (45%) var um greiningarrannsókn að ræða. Ekki var munur milli kynja í þessum rannsóknarhópum (p=0,88). Af rannsóknarhópnum sýndu 88 (41%) blóðþrýstingsfall yfir nótt- ina þannig að þeir voru skilgreindir sem dýfarar, 79 (37%) voru skilgreindir sem ekki-dýfarar en hjá 46 (22%) skilgreindi rann- sóknin einstaklinginn hvorki sem dýfara né ekki-dýfara. Hlutfall dýfara meðal háþrýstingssjúklinga var marktækt lægra en meðal þeirra sem ekki höfðu greininguna háþrýstingur, 35% á móti 50% (p<0,001). Tafla I sýnir helstu niðurstöðurnar flokkaðar eftir heilsugæslu- stöðvum. Niðurstöður úr sólarhringsblóðþrýstingsmælingum sýndu að meðalslagbilsþrýstingur að degi til var 138 mmHg (±16) og meðal- hlébilsþrýstingur 81 mmHg (±11). Meðalgildi í næturmælingum voru þannig að slagbilsþrýstingur var 124 mmHg (±16) og hlébils- þrýstingur að nóttu til var 70 mmHg (±11). Blóðþrýstingur yfir allan sólarhringinn reyndist vera 134 (±15)/78 (±11) mmHg að meðaltali. Meðalblóðþrýstingur á stofu var 150 mmHg (±16) yfir 92 mmHg (±11). Þannig mældist slagbilsþrýstingur marktækt hærri á stofu en með sólarhringsblóðþrýstingsmæli: 150 á móti 138 mmHg (95% CI 9,2 til 15,9, p<0,001). Hlébilsþrýstingur á stofu var einnig marktækt hærri en mældur með sólarhringsmæli: 92 á móti 81 mmHg (95% CI 8,1 til 12,5, p<0,001). Tafla II sýnir meðalblóðþrýstingsgildi á stofu og mælt með sól- arhringsblóðþrýstingsmæli, flokkað eftir tilefni rannsóknarinnar, það er hvort um var að ræða greiningu eða eftirlit með háþrýsting. 144 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.