Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 23
Y F I R L I T Greining og meðferð hárplokkunar- og húðkroppunaráráttu ívar Snorrason1 doktorsnemi í sálfræði, Þröstur Björgvinsson2 sálfræðingur ÁGRIP Hárplokkunarárátta (hairpulling disorder, trichotillomania) einkennist af síendurteknu hárplokki af höfði, augabrúnum eða annars staðar af líkamanum. Húðkroppunarárátta (skin picking disorder, pathological skin picking) er náskyld hárplokkunaráráttu og einkennist af endurteknu kroppi á húð. Jafnvel þótt bæði húðkroppunar- og hárplokkunarárátta séu tiltölu- lega algengar og í mörgum tilvikum alvarleg vandamál er þekking fagfólks á þeim oft afartakmörkuð. í greininni lýsum við greiningarskilmerkjum og klínískum einkennum þessara kvilla og förum yfir helstu meðferðarúrræði og rannsóknir á árangri þeirra. Niðurstöður sýna að atferlismeðferð hefur iðulega sýnt góðan árangur, SSRI-lyfjameðferð virðist ekki gera gagn en annars konar lyf (til dæmis N-acetylcystín) lofa góðu. 'Sálfræðideild háskólans í Wisconsin - Milwaukee, 2 geðsviði McLean- sjúkrahússins/Læknadeild Harvard-háskóla. Inngangur Ebeneser Draummann ... var ... sköllóttur með þeim hætti sem menn verða af svepp í hársverðinum ... í staðinn fyrir augabrýn voru rauðir ílangir blettir sem virtust aumir, eins og brúnahár- unum hefði verið kipt upp með rótum fyrir skemstu. Þó var ekki örgrant um að hann hefði ofurlítinn ójafnan skeggvöxt, rauðleitan, en þessa brodda nam hann á brott leynilega, ég held með ein- hverju öðru en rakhníf. (bls. 193)1 Fyrirspurnir ívar Snorrason ivarsnorrason@gmail. com Greinin barst: 15. júní 2011 - samþykkt til birtingar: 3. febrúar 2012 Engin hagsmunatengsl gefin upp. Hér lýsir Halldór Laxness persónu í Brekkukotsannál sem ætla má að hafi hárplokkunaráráttu (hair pulling disorder, trichotillomania). Þessi árátta einkennist af því að fólk plokkar í sífellu hár af höfði, augabrúnum eða annars staðar af líkamanum. Þeir sem þjást af þessari áráttu finna venjulega sterka löngun tii að plokka hár og finna fyrir spennu eða fiðringi áður en plokkað er og spennulosun, sefjun eða ánægju þegar hár er dregið út. Hegðunin getur einnig verið sjálfvirk og ómeðvituð. Hárplokkunarárátta er oft þrálátur ávani sem stendur fólki fyrir þrifum. Margir eyða miklum tíma í athæfið og eins og lýsingin á Ebeneser Draummann ber með sér geta hlotist af þessu töluverð lýti, svo sem skallablettir á höfði eða hárlausar augabrúnir.2 Húðkroppunarárátta (skin picking disorder, pathological skin picking, psychogenic excoriation) er að öllum líkindum náskyld hárplokkunaráráttu. Þessar raskanir fara mun oftar saman en tilviljun ein getur skýrt og lýsa sér í öllum meginatriðum eins, að því undanskildu að í einu tilvikinu er hárið plokkað en í hinu húðin kroppuð.3 Þeir sem glíma við húðkroppunaráráttu kroppa venjulega minniháttar misfellur á húðinni, svo sem bólur, sár eða hrúður sem hefur myndast yfir sár frá fyrra kroppi. Al- gengt er að fólk með húðkroppunaráráttu hafi ánægju af hegðuninni og margir finna fyrir spennu eða fiðringi áður en kroppað er og spennulosun eða sefjun á meðan á kroppi stendur. Eins getur húðkropp verið sjálfvirkt og ómeðvitað líkt og hárplokk. Venjulega myndast sár eftir kroppið og í slæmum tilvikum veldur áráttan varan- legum áverkum á húð.4'7 Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að algengi hár- plokkunaráráttu er um 0,6-2,5% í hópi háskólanema8 en 3,9% meðal skjólstæðinga á unglingageðdeild.9 Algengi húðkroppunaráráttu hefur reynst vera um 2,2% meðal háskólanema10 og 1,4% í almennu þýði11 en 2% meðal þeirra sem leita aðstoðar húðlækna12 og 11,8% í hópi unglinga á unglingageðdeild.9 Tíðni hárplokkunar- og húðkroppunaráráttu hefur ekki verið rannsökuð vel hér á landi en könnun meðal háskólanema sýndi að 2,2% höfðu húðkroppunaráráttu.13 Jafnvel þótt bæði húðkroppunar- og hárplokkun- arárátta séu tiltölulega algengt og í mörgum tiivikum alvarlegt vandamál, sýna rannsóknir í Bandaríkjunum og Póllandi að þekking fagfólks á þeim er yfirleitt afar takmörkuð.9-14'16 Lítið hefur verið fjallað um þessar rask- anir hér á landi4'5 og gera má ráð fyrir að þekking ís- lensks fagfólks á þeim sé einnig takmörkuð. Markmiðið með þessari grein er að fræða heilbrigðisstarfsfólk um greiningu og meðferð á þessum kvilium. Lýst er klín- ískum einkennum og greiningarskilmerkjum, sagt frá helstu meðferðarúrræðum og farið yfir rannsóknir á árangri þeirra. Greining og klínisk einkenni Greiningarskilmerki í töflu I má sjá greiningarskilmerki DSM-IV fyrir hárplokkunaráráttu.17 (Greiningarskilmerki ICD-10 eru ekki eins ítarleg en í öllum meginatriðum eins.) Húð- kroppunarárátta hefur ekki enn hlotið sess í greining- arkerfum en í töflu II er uppástunga nefndar á vegum bandarísku geðlæknasamtakanna um greiningarskil- merki fyrir húðkroppunaráráttu í DSM-V.2 Töluverður hluti (um 20%) þeirra sem sannarlega þjást af óhóflegu hárplokki eða kroppi á húð segist sjaldan eða aldrei finna fyrir spennu eða ánægju þegar kroppað/plokkað er.3-6 Þess vegna hefur verið mælt með því að hafa ekki greiningarskilmerki í DSM-V sem vísa LÆKNAblaðið 2012/98 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.