Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR Eftirlitskerfið brást algjörlega ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Ottó Guðjónsson er formaður Félags ís- lenskra lýtalækna. Ekki þarf að hafa langan formála um ástæður þess að Læknablaðið hefur viðtal við Ottó núna, en umræða um hina gölluðu PIP brjósta- púða hefur verið fyrirferðarmikil á und- anförnum vikum, allt frá því að kom í ljós að franski framleiðandinn hafði notað iðnaðarsílíkon í framleiðsluna í stað viðurkennds lækningasílíkons. Innflytj- andi PlP-púðanna er Jens Kristjánsson Iýtalæknir og yfirlæknir lýtalækninga- deildar Landspítala. Hann mun nánast einn lækna hafa notað PlP-púðana til ísetningar en aðrir lýtalæknar hafa notað púða frá öðrum framleiðendum. Velferð- arráðuneytið hefur boðið öllum konum með PlP-púða að fá þá fjarlægða sér að kostnaðarlausu að undangenginni óm- skoðun. Við ómskoðun púðanna til þessa hefur komið fram að 58% þeirra eru lekir. Ottó varð góðfúslega við beiðni Læknablaðs- ins um að ræða afstöðu Félags lýtalækna til þessa máls sem snertir alla innan félagsins en það er ekki fjölmennt; að sögn Ottós eru 12 starfandi lýtalæknar í landinu en í allt munu íslenskir lýtalæknar vera um 20. „Störf okkar skiptast í tvo hluta, annars vegar hinar svokölluðu lýtalækningar, sem eru að miklu leyti unnar á spítölunum, og hins vegar fegrunarlækningar sem eru að öllu leyti unnar á einkastofum. Nokkrir í okkar hópi eru í hlutastarfi á spítala og sinna svo einkastofurekstri einnig og hinir stunda eingöngu stofurekstur en það er enginn lýtalæknir í fullu starfi á spítala," segir Ottó. Sanngjörn lausn Aðspurður um hvort hann hafi hugmynd um hversu mikill hluti af aðgerðum á einkastofum felist í ísetningu brjóstapúða kveðst hann ekki hafa upplýsingar um það en segir þær aðgerðir vera um 20% af þeim aðgerðum sem hann framkvæmi á sinni stofu. Hann segir sína reynslu vera þá að um sé að ræða tvo hópa kvenna sem vilji fá brjóstapúða. „Það eru yngri konur sem hafa ekki átt börn og hins vegar konur sem eru búnar að eiga börn. Það er mjög skýr verkregla sem miðast við ábendingar frá landlækni að engin kona undir 18 ára aldri fær púða í brjóst sín og við höldum okkur mjög stíft við það. Þetta er að sjálfsögðu val hverrar konu sem orðin er sjálfráða og hlutverk okkar læknanna er fyrst og fremst að tryggja að þetta sé gert á öruggan og smekklegan hátt, því þetta er jú fegrunar- aðgerð í langflestum tilfellum." Og um það snýst málið varðandi PIP- púðana þar sem í ljós hefur komið að þeir eru ekki öruggir og spurt hefur verið hver beri ábyrgðina. „Þetta mál með PlP-púðana er mjög sérstakt þar sem það er óumdeilt að fram- leiðandinn í Frakklandi gerðist sekur um glæpsamlegt athæfi með því að nota iðnaðarsílíkon í púðana og enginn eftir- litsaðili, hvorki í Frakklandi né á vegum Evrópusambandsins, hvað þá hér uppi á íslandi, áttaði sig á því fyrr en fram- leiðslan hafði staðið yfir í langan tíma. Til þessa hefur ekki verið sýnt fram á að iðnaðarsílíkonið valdi neinum hættuleg- um sjúkdómum - það gerir athæfið ekki minna glæpsamlegt - en það ætti að draga úr áhyggjum þeirra kvenna sem hafa PIP- púðana. Við (Félag lýtalækna) getum því engan veginn fallist á að ábyrgðin liggi hjá Jens Kristjánssyni sem vissi ekki frekar en aðrir af glæpastarfsemi framleiðandans, en nú þegar þær upplýsingar liggja fyrir er í sjálfu sér eðlilegt að heilbrigðiskerfið taki að sér að fjarlægja púðana. Þetta er í rauninni sambærilegt við meiðsli og sjúk- dóma sem fólk verður fyrir vegna lífsstíls, ég nefni íþróttameiðsli eða afleiðingar reykinga. Engum dettur í hug að segja fólki að bera kostnaðinn af slíku af því að það valdi sjálft að stunda íþróttir eða reykja. Mér finnst það rétt afstaða hjá heil- brigðisyfirvöldum að bjóða konunum að fjarlægja púðana þeim að kostnaðarlausu og ég skil sömuleiðis af hverju yfirvöld bjóða konunum ekki að fá nýja púða setta í sér að kostnaðarlausu. Mér finnst þetta vera sanngjörn lausn." Hann bendir ennfremur á máli sínu til stuðnings að margar konur sem fengið hafi setta í sig brjóstapúða af öðrum teg- undum gætu af ýmsum ástæðum viljað fá nýja. „í sumum tilfellum eru púðarnir einfaldlega komnir á aldur. Þessar kon- ur þurfa að bera kostnaðinn af ísetningu nýrra púða að öllu leyti sjálfar og varla sanngjarnt að einn hópur fái nýja púða frítt en annar ekki." Fram hefur komið að réttast væri að nýta tækifærið þegar PlP-púðarnir eru fjarlægðir og setja inn nýja púða svo kon- urnar þurfi ekki að fara í tvær aðgerðir með tiltölulega stuttu millibili. Bent hefur verið á að læknisfræðilegar ástæður geti komið í veg fyrir ísetningu nýrra púða í sömu aðgerð þar sem um geti verið að ræða bólgur og ígerðir vegna leku púð- anna sem þurfi að jafna sig fyrst. „Við höfum rætt þetta okkar á meðal lýtalæknarnir og nokkrir hafa reynslu af því að hafa fjarlægt leka púða og sett nýja inn í staðinn og engar aukaverkanir hafa fylgt í kjölfarið. Það er góð reynsla af þessu þó dæmin séu ekki mörg. Persónu- lega finnst mér að meta eigi þetta í hverju tilfelli fyrir sig en það verður líka að hugsa fyrir því að sú staða gæti komið upp í aðgerðinni sjálfri að ekki sé ráðlegt að setja inn nýja púða strax. Kannski eru ein- hverjar komplikasjónir sem ekki var hægt að átta sig á við skoðun en koma í ljós í aðgerðinni. Endanleg ákvörðun ætti því að mínu mati að vera í aðgerðinni sjálfri." Snemma árs 2010 kom upp rökstuddur grunur um að PlP-púðarnir væru ekki öruggir. Jens Kristjánsson tilkynnti land- lækni um þetta og þar var brugðist við með þeim hætti að bíða átekta. Ottó segir að Jens hafi einnig tilkynnt Félagi lýta- lækna um þetta á sama tíma. „Við biðum eftir viðbrögðum land- læknis og við töldum að málið væri komið í farveg innan embættisins. Þetta var mál af því tagi sem landlæknisembættið átti að sjá um og fylgja eftir. Ekki okkar litla fag- félag. En það verður einnig að koma fram að Jens notaði ekki PlP-púðana eftir þetta." Bíða úrskurðar Persónuverndar Aðspurður um hvort PlP-púðarnir væru álitnir lakari vara en aðrir púðar segir Ottó svo alls ekki vera. „PlP-púðarnir voru taldir algjörlega jafngóðir og aðrir púðar. 170 LÆKNAblaðið 2012/98 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.