Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 48
LYFJASPURNINGIN Angíótensín ll-viðtakahemlar eða angíótensín-breytihvatahemlar? Elín I. Jacobsen lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala elinjac@landspitali.is Einar S. Björnsson meltingarlæknir og formaður lyfjanefndar Landspítala einarsb@1andspitali.is Höfurtdar taka fúslega við athugasemdum frá lesendum um pistlana og önnur lyfjatengd efni. Nýlega barst okkur bréf frá lyf- og öldr- unarlækni með tillögu um að fjalla um notkun á angíótensín-breytihvatahemlum (ACE-hemlum) og angíótensín II-viðtaka- hemlum (ARB) hér á landi. I bréfinu segir: Ég kom úr sérnámi fyrir þrernur árum og mér fannst alveg sláandi hvað læknar hér nota ARB-lyfin semfyrsta val. Samkvæmt öllu sem ég lærði eru miklu fleiri rannsóknir sem sýna fram á góða litkomu með ACE-hemlum. Ég varfegin þegar ákvörðun var tekinfyrir u.þ.b. tveimur árum að borga einungis ódýrasta lyfið í nokkrum lyfjaflokkum, s.s. prótónpumpu- hemlum og statínlyfjum. Hins vegar er ennþá verið að borga með ódýrustu ARB-lyfjum þótt þau séu mun dýrari en ACE-hemlar og hafi (að því sem ég best veit) ekki eins mikið afrann- sóknum á bak við sig. í mörgum öðrutn löndum má einungis skrifa upp á ARB þegar sjúklingur hefur sýntfram á óþol á ACE-hemlum (eða í sérslökum tilfellum, s.s. mikilli proteinuriu). Angíótensín II viðtakahemlar (ARB) og angíótensín-breytihvatahemlar (ACE- hemlar) verka, eins og nöfn þeirra benda til, á sama kerfið í líkamanum, renín- angíótensín-kerfið. ACE-hemlar hamla breytingu á angíótensín I í angíótensín II en ARB hamla því að angíótensín II teng- ist angíótensín-viðtökum. Eins og segir í erindi læknisins eru ACE-hemlar og ARB talin hafa jafngilda blóðþrýstingslækkandi verkun og vitað er að ACE-hemlar valda frekar hósta sem aukaverkun heldur en ARB. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis um meðferð við háum blóð- þrýstingi hjá öldruðum eru ACE-hemlar kjörlyf hjá sjúklingum sem eru með sykur- sýki, próteinmigu, bilun í vinstri slegli eða sem viðbótarlyf með þvagræsilyfjum. Angíótensín II-viðtakahemlar eru val- möguleikar í stað ACE-hemla ef sjúklingur fær hósta.1 Þetta er í samræmi við SIGN- leiðbeiningarnar skosku (sign.ac.uk) en í þeim eru ACE-hemlar eða ARB fyrsta val í meðferð á háþrýstingi hjá sjúklingum sem eru yngri en 55 ára þannig áð ACE- hemill er fyrsta val og ARB ef sjúklingur þolir ekki ACE-hemiI. Hjá sjúklingum eldri en 55 ára eru kalsíumgangablokkar eða thíasíð-þvagræsilyf fyrsta val og síðan ACE-hemill eða ARB eins og að ofan greinir. SIGN byggja leiðbeiningar sínar bæði á hagkvæmnisjónarmiðum og gagn- reyndum gögnum í læknisfræði. í yfirliti Cochrane frá 2008 eru blóð- þrýstingslækkandi áhrif ARB metin sambærileg við ACE-hemla í eðlislægum háþrýstingi.2 Hjá Cochrane er nú í vinnslu yfirlit yfir dánartíðni og sjúkdómsbyrði ACE-hemla og ARB í háþrýstingi og einn- ig á að skoða samanburð á ACE-hemlum og ARB með tilliti til þess hvort meðferð sé hætt vegna aukaverkana. í yfirlitsgrein frá 2008 þar sem skoðaðar voru rannsóknir sem báru saman ávinn- ing og áhættu af ACE-hemlum miðað við ARB hjá fullorðnum sjúklingum með eðl- islægan háþrýsting (essential hypertensiori), er dregin sú ályktun að báðir lyfjaflokk- arnir hafi sambærileg áhrif á blóðþrýsting og að hósti sé algengari aukaverkun af ACE-hemlum en ARB.11 annarri yfirlits- grein frá 2010 er fjallað um klínískar rann- sóknir á ARB og ACE og vanda við að bera þær saman vegna mismunandi þýðis með misflóknar sjúkdómsmyndir.4 I nýrri kanadískri grein er fjallað um aukna notkun á ARB á árunum 1996-2006 en á því tímabili jókst notkunin í Kanada um 4000%. Reynt var að meta mögulegan sparnað árið 2006 hefðu ávísanir á ARB verið takmarkaðar og var mögulegur sparnaður áætlaður 77 milljónir dollara.5 Þann 1. október 2009 tók reglugerð gildi hér á landi er heimilar að sjúkratryggingar taki einungis þátt í greiðslu á hagkvæm- ustu pakkningum lyfja í þessum flokki (ATC C09). Arið 2009 var kostnaður sjúkratrygg- inga vegna lyfja sem verka á renín-angíó- tensín-kerfið rúmar 685 millj.kr en árið 2010 rúmar 277 millj.kr. sem er 60% lækk- un á heildarkostnaði. Fjöldi einstaklinga var svipaður milli ára.6 Sparnaðurinn skýrist þó að hluta af því að verð lækkuðu á ARB í kjölfar breyttrar greiðsluþátttöku. Samantekt: Þau gögn sem við höfum skoðað um notkun þessara lyfja styðja leiðbeiningar um að ACE-hemlar séu fyrsta val í meðferð háþrýstings umfram ARB nema þegar um óþol er að ræða vegna hósta sem er algeng aukaverkun. Heimildir 1. Landlæknir. Klínískar leiðbeiningar. landlaeknir.is/ pages/126?query - febrúar 2012. 2. Heran BS, Wong MM, Heran IK, Wright JM. Blood pressure lowering efficacy of angiotensin receptor blockers for primary hypertension. Cochrane Database Syst Rev 2008; 4: CD003822. 3. Matchar DB, McCrory DC, Orlando LA, Patel MR, Patel UD, Patwardhan MB, ct al. Systematic review: comparative effectiveness of angiotensin-converting enzyme inhibitors and angiotensin II receptor blockers for treating essential hypertension. Ann Intem Med 2008; 148:16-39. 4. Böhm M, Baumhákel M, Mahfoud F, Wemer C. From evidence to rationale: cardiovascular protection by angiotensin II receptor blockers compared with angiotensin-converting enzyme inhibitors. Cardiology 2010; 117:163-73. 5. Guertin JR, Jackevicius CA, Cox JL, Humphries K, Pilote L, So DY, et al. The potential economic impact of restricted access to angiotensin-receptor blockers. CMAJ 2011; 183: E180-6. 6. sjukra.is/media/frettabref-lyfjadeildar/13.-frettabref- Lyfjadeildar.pdf - febrúar 2012. 180 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.