Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 20
RANNSÓKN mynd 2 er sýnd heildarlifun (Kaplan-Meier) þessara sjúklinga eftir að meðferð lauk en hún var 80% eftir eitt ár. Umræða Fullur gróandi náðist með sárasogsmeðferð í rúmlega tveimur þriðju tilfella í þessari rannsókn. Þetta verður að teljast góður árangui en samkvæmt erlendum rannsóknum næst gróandi í 29-39% sára með hefðbundinni sárameðferð.5,13 í flestum rann- sóknum hefur árangur sárasogsmeðferðar verið betri en við hefð- bundna sárameðferð.5'6'13-15 Styrkur þessarar rannsóknar er að hún náði til heillar þjóðar á 12 mánaða tímabili, bæði innan og utan sjúkrahúsa. Slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður og því er samanburður við aðrar rannsóknir erfiður. Auk þess var litið á öll sár, óháð orsök, en í öðrum rannsóknum er algengara að einblínt sé á ákveðna tegund sára, til dæmis sykursýkissár.513 Þetta skiptir máli þar sem árangur sárasogsmeðferðar er misgóður eftir tegund sára, og er yfirleitt bestur fyrir langvinn sár.6'8'17 Algengasta ábending fyrir sársogsmeðferð voru sýkt skurðsár (28%). Af skurðsýkingum voru sýkingar í bringubeini eftir opnar hjartaaðgerðir algengastar en fjöldi rannsókna hefur sýnt góðan árangur sárasogs við meðferð slíkra sýkinga.2'12 Næst algengasta ábendingin voru langvinn sár, eða í 20% tilfella, og greru tæplega 60% þeirra að fullu. Líkt og fyrir hefðbundna sárameðferð er meðferð með sárasogi tímafrek. Meðaltími sem tók sár að gróa var næstum 25 dagar, en helmingur sára voru gróin innan tveggja vikna, sem þykir frekar hátt hlutfall.8 í 80% tilfella var skipt á sárunum annan til þriðja hvern dag en daglega í 6% tilvika. Fyrir sýkta bringubeinsskurði liðu þó allt að 5 dagar á milli skiptinga. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir en þessar sáraskiptingar þarf yfirleitt að gera í svæfingu á skurðstofu.12 Við langvinn sár var framkvæmdin hins vegar auðveldari og yfirleitt skipt á umbúðum á sjúkrastofu. Oft- ast var notast við svampumbúðir, óháð deild. Erlendis hafa grisjur sums staðar náð útbreiðslu án þess að sýnt hafi verið fram á betri árangur með notkun þeirra.4 Reynt var að leggja mat á þætti sem ýta undir eða tefja fyrir að sár grói við sárasogsmeðferð. í einþáttagreiningu reyndust ein- ungis sykursýki og hár aldur hefta gróningu sára í meðferðinni. Sjúklingarnir voru það fáir að ekki greindist marktækur munur á fleiri áhættuþáttum, til dæmis reyndust kyn, hár líkamsþyngdar- stuðull, sterameðferð og saga um útæðasjúkdóma ekki hafa marktækt forspárgildi um gróanda. Aðrar rannsóknir hafa hins vegar sýnt að sárasogsmeðferð gagnast sérstaklega sjúklingum með undirliggjandi sjúkdóma eins og sykursýki og kransæða- sjúkdóma.6 Ekki var litið sérstaklega á kostnað í þessari rannsókn en það hefur verið gert í fjölda annarra rannsókna.6,8'16-17 Ljóst er að sárasogsmeðferð er dýr meðferð, bæði tækjabúnaður og umbúðir. Samanburðarrannsóknir benda til þess að sárasogsmeðferð sé síst dýrari en hefðbundin sárameðferð. Skýringin er styttri legutími vegna þess að sár gróa hraðar, sem vegur upp á móti auknum kostnaði við umbúðir. Auk þess hlýst vinnusparnaður af færri sáraskiptingum.6'8'16'17 Á næstu árum er líklegt að fleiri fyrir- tæki komi með tækjabúnað á markað til sárasogsmeðferðar, sem lækkar vonandi kostnað við meðferðina. Sárasogsmeðferð var oftast veitt á stofnunum, eða í 85% tilvika. Með smærri og færanlegri sárasogstækjum gæti meðferð orðið al- gengari utan sjúkrahúsa, til dæmis á göngudeildum og í tengslum við heimahjúkrun. Erlendis hefur verið sýnt fram á að kostnaður er allt að helmingi lægri sé meðferðin veitt utan sjúkrahúsa.16 Fylgikvillar sem tengdust meðferðinni voru fæstir alvarlegir og voru verkir (12%) og húðvandamál (11%) algengust. Æskilegt er að gefa verkjalyf fyrir sáraskiptingar og beita frekar samfelldu sogi en sogi með hléum.18 Einnig er hægt að setja vaselín- eða sílíkon- grisjur undir sárasogsumbúðirnar svo auðveldara sé að losa þær úr sárinu við sáraskiptingar!8 Húðvandamál voru oftast rakin til þess að sárin soðnuðu undan umbúðum. Með því nota kökur í kringum sárin má verja sárbarmana en einnig er mikilvægt að sníða umbúðir þannig að þær „skríði" ekki upp á sárbarma og erti þá! Sex sjúklingar létust meðan á meðferð stóð. Ekki var hægt að tengja dauðsfall neins þeirra við fylgikvilla sárasogsmeðferðar, heldur til undirliggjandi sjúkdóma eins og fjölkerfabilunar og innvortis blæðinga. Alvarlegir fylgikvillar sem tengdust meðferð- inni komu heldur ekki fyrir. í erlendum rannsóknum hefur rofi á hjarta- og kviðarholslíffærum verið lýst10-19 en rof á líffærum verð- ur oftast þegar skipt er um umbúðir eða þegar beitt er of kröftugu sogi!9 Ekki er mælt með notkun veggsogs því erfitt er að stýra sog- inu, enda er það ekki gert fyrir sárasogsmeðferð.9 Notast var við veggsog í 13 meðferðum og í fjórum tilfellum til viðbótar ásamt sárasogstæki. Samtals var veggsog því notað í rúmlega fjórðungi meðferða sem verður að teljast hátt hlutfall. Ástæðan var oftast sú að sárasogstæki voru ekki tiltæk þegar á þurfti að halda en þegar rannsóknin fór fram voru aðeins til 5 sárasogstæki á Landspítala og þrjú á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Rannsóknin var afturskyggn sem er takmarkandi þáttur, sér- staklega þegar kemur að mati á gróanda, fylgikvillum og skrán- ingu ábendinga. Upplýsingar voru aðallega fengnar úr sjúkra- skrám og framvinduskýrslum hjúkrunarfræðinga en þær eru ekki jafn nákvæmar og framskyggn skráning. Reyndar kom í ljós við rannsóknina að skráning sárasogsmeðferðar er víða gloppótt, sér- staklega á sumum deildum Landspítala. Mikilvægt er því að bæta skráningu sárasogsmeðferðar og samræma skráningu milli lækna og hjúkrunarfræðinga, til dæmis með því að koma á fót sameigin- legum sáragagnagrunni. Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að sárasogsmeðferð er töluvert beitt á íslandi, sérstaklega við meðhöndlun sýktra skurð- sára og langvinnra sára. I tveimur af hverjum þremur tilfellum greru sár að fullu, og náðist fullur gróandi innan tveggja vikna í helmingi meðferða. Þetta verður að teljast góður árangur borið saman við hefðbundna sárameðferð. Alvarlegir fylgikvillar sem rekja má til meðferðarinnar eru fátíðir og enginn sjúklingur lést vegna sárasogsmeðferðar. Bestur árangur náðist hjá yngri sjúk- lingum og þeim sem ekki höfðu fengið sykursýki. Þakkir Þakkir fá Gunnhildur Jóhannsdóttir og Ólöf Á. Sigurðardóttir skrifstofustjórar á skurðlækningasviði fyrir aðstoð við leit að sjúkraskrám, Ingibjörg Richter kerfisfræðingur á upplýsinga- tæknisviði fyrir aðstoð við gagnasöfnun, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir rannsóknarsérfræðingur á hjúkrunardeild fyrir tölfræðilega aðstoð og Gísli Laxdal Sturlaugsson fyrir yfirlestur. Þessi rannsókn var styrkt af Samtökum um sárameðferð (SUMS) og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. 152 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.