Læknablaðið - 15.04.2013, Page 4
^ 4. tölublað 2013
LEIÐARAR FRÆÐIGREINAR
183
Ingvar Þ. Sverrisson, Jón Högnason, Halla Viðarsdóttir, Gizur Gottskálksson,
Gunnar Þór Gunnarsson, Jón Þór Sverrísson, Tómas Guðbjartsson
Rof á hjarta eftir gangráðsísetningu - íslensk tilfellaröð
Einn alvarlegasti fylgikvilli við gangráðsísetningu er þegar gangráðsvír rýfur
gat á hjartað sem getur orsakað lífshættulega blæðingu. Hér er lýst 5 tilfellum
sem greindust árin 2007-2010.
179
Sigurður Guðmundsson
Hvenær verður
heilbrigðisþjónusta
að kosningamáli?
Það skortir umræðu um
hvernig á að raða málum í
forgang. Hvort vegur þyngra
öflug heilbrigðisþjónusta eða
framtíð SpKef og Sjóvár?
189
Ólafur Árni Sveinsson, Ólafur Kjartansson, Einar Már Valdimarsson
Stokkasegi - sjaldgæfur sjúkdómur en mikilvæg
mismunagreining við höfuðverk, heilablóðfall og flog.
Tilfelli og yfirlit
Stokkasegi er sjaldgæfur, hann veldur hækkuðum innankúpuþrýstingi og
heilablóðfalli, ekki síst hjá ungu fólki og miðaldra. Konur, sérstaklega í kring-
um barnsburð, og einstaklingar með segahneigð eru í sérstökum áhættuhópi
Það sem gerir greininguna erfiða eru fjölbreytileg einkenni á borð við höfuð-
verk, ógleði, uppköst, sjóntruflanir, meðvitundarminnkun, málstol og hreyfi-
og skyntruflanir.
181
Sigurður E. Sigurðsson
Á vendipunkti
Fyrir kosningar er forystu-
mönnum framboða tíðrætt
um að bæta þurfi heilbrigðis-
þjónustuna. Þeirsem þannig
tala verða að láta verk fylgja
orði.
197
Jóhannes Skaftason, Þorkell Jóhannesson
Töflur og töflugerð - með sérstöku tilliti
til íslenskra aðstæðna
Töflugerð hófst á íslandi um 1930. Fyrstu töfluvélarnar voru handvirkar en
stórvirkari vélar komu hingað eftir 1945. Um 1960 voru töflurframleiddar hjá
einu apóteki og tveimur lyfjaheildsölum sem jafnframt framleiddu lyf. Nú er
einn töfluframleiðandi í landinu. Tíu töflutegundir voru á markaði árið 1913 en
voru orðnar 500 árið 1965.
Formannafundur LÍ
Föstudaginn 19. apríl heldur Læknafélag íslands árvissan formannafund sinn. Fyrir hádegi er
farið yfir ályktanir aðalfundar 2012 og störf stjórnar LÍ. Jafnframt gefa forkólfar í innra starfi
félagsins skýrslur um starfsemi síðasta árs.
Eftir hádegi er opið málþing undir fyrirsögninni: Efnahagsmál í aðdraganda kjarasamninga.
Fyrirlesarar á málþinginu verða Ólafur Isleifsson lektor við Háskólann í Reykjavík og
Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ.
Málþingið verður kl. 13-16:30 í Hliðasmára 8 í Kópavogi.
176 LÆKNAblaðið 2013/99
020