Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 12
RANNSÓKN
Tafla I. Yfirlit yfir tilfelli rofs á hjarta eftir gangráðsísetningu frá 2007-2010.
Nr. sjúkl. / (greiningar- ár) Aldur/kyn Ástæöa gangráðs- ísetningar Einkenni, tímalengd fram að greiningu og greining Hjarta- þröng Stað- setning rofs Meðferð Tegund leiðslu Þröskulds- mæling Legu- tími (dagar) NYHA/ ASA Afdrif
1 / (2009) 63/kvk Sjúkur sínus- hnútur Skyndilegur brjóstverkur 33 mán. frá gangráðsísetningu. ST-hækkanir á hjartalínuriti. Á TS og hjartaómun sást vökvi í gollurshúsi. Reyndist einnig með kransæðasjúkdóm á hjartaþræðingu og gerð kransæðahjáveituaðgerð samtímis og gert var við rof á hjarta. Nei Hægri slegill Bringubeins- skurður, saumað yfir rof Skrúf- leiðsla Hrifleysa 22 2/3 Lifði
2 / (2009) 84/kvk AV-blokk II (Mobitz II) Skyndilegur brjóstverkur sem versnaði við innöndun hálfum sólarhring eftir gangráðsísetningu. Á hjartaómun sást vökvi í gollurshúsi. Nei Hægri slegill Vír dreginn vélinda- ómstýrt á skurðstofu Skrúf- leiðsla Hrifleysa 9 1/3 Liföi
3 / (2009) 83/kvk AV blokk III Komið var fyrir tímabundnum gangráö í gegnum nárabláæð og sjúklingur síðan lagður inn á gjörgæslu vegna öndunarbilunar. Tveimur dögum síðar kom í Ijós við skyggningu og „gated“ TS- rannsókn að rof var á hjartanu. Nei Hægri slegill Vír dreginn vélinda- ómstýrt Tímabundin leiðsla í gegnum náraslagæð Hrifleysa 2 2/4 Lést
4 / (2009) 51/kk Hægataktur (sinus bradycardia) Brjóstverkur við djúpa innöndun strax eftir gangráðsísetningu. Á TS virtist lega gangráðsvíra eðlileg. Næstu daga sást vaxandi vökvi í gollurshúsi á hjartaómunum. Við „gated“ TS-rannsókn kom í Ijós rof á hjarta. Nei Hægri gátt Bringubeinsskurður, saumað yfir rof Skrúf- leiðsla Eðlilegur þröskuldur 8 1/2 Liföi
5 / (2008) 74/kk AV-blokk II (Mobitz I) Brjóstverkur sem versnaði við innöndun tveimur dögum eftir gangráðsísetningu. Hefðbundin TS-rannsókn var eðlileg en á „gated“ TS-rannsókn sáust greinileg merki um rof. Nei Hægri slegill Bringubeinsskurður, saumað yfir rof Skrúf- leiðsla Hrifleysa 4 1/2 Lifði
TS=tölvusneiðmynd.
hjartarafsjá á legudeild hjartadeildar og þeim gefið léttheparín að
kvöldi aðgerðar. Fyrir útskrift var fengin röntgenmynd af lungum
til að staðfesta rétta legu gangráðsvíra og útiloka loftbrjóst og
framkvæmt gangráðseftirlit þar sem gangráðurinn var stilltur.
Upplýsingar um hvort sjúklingarnir voru lifandi eða látnir
fengust úr Þjóðskrá og miðast eftirlit við 1. maí 2012. Miðgildi eft-
irfylgni var 23 mánuðir (bil: 0,5-34 mánuðir). Skurðdauði (operative
mortality) var skilgreindur sem andlát innan 30 daga frá aðgerð.
Tölvuforritið Excel var notað við úrvinnslu gagna.
Öll tilskilin leyfi frá Persónuvernd, Vísindasiðanefnd Land-
spítala og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala lágu fyrir
áður en rannsóknin hófst.
Niðurstöður
Fimm sjúklingar, þar af þrjár konur, greindust með rof á hjarta
eftir gangráðsísetningu á rannsóknartímabilinu (tafla I) og voru
öll tilfellin greind á Landspítala. Eitt tilfelli greindist árið 2008,
fjögur árið 2009 en ekkert árin 2007 eða 2010.
I öllum tilvikum var um skrúfleiðslur að ræða nema í einu til-
viki (tilfelli #3) þar sem rof varð eftir tímabundinn gangráðsvír. Sá
sjúklingur gekkst undir bráða gangráðsísetningu á bráðamóttöku
vegna hjartabilunar af völdum hægatakts.
í töflu I má sjá nánari upplýsingar um greiningu og meðferð
sjúklinganna fimm. Meðalaldur var 71 ár (miðgildi 74 ár, bil: 51-
84). Einn sjúklingur var í ASA-flokki 4 og hinir í flokkum 2 og 3.
Þrír sjúklingar voru í NYHA-flokki I og tveir í NYHA-flokki II.
Enginn sjúklinganna hafði sögu um króníska hægri hjartabilun en
einn tók bólgueyðandi stera vegna lungnasjúkdóms.
Brjóstverkur var algengasta einkennið sem leiddi til greiningar
rofs en enginn sjúklinganna hafði bráða hjartaþröng. Hjá fjórum
sjúklingum sáust truflanir í starfsemi gangráðsins á hjartalínuriti.
Greining var staðfest í öllum tilfellum með tölvusneiðmynd af
brjóstholi (mynd 1) eða hjartaómun. Enginn sjúklinganna greind-
ist við gangráðsísetningu en í fjórum tilfellum var greiningin gerð
innan þriggja vikna frá aðgerð og hjá einum eftir 33 mánuði.
í þremur tilfellum var gerð skurðaðgerð þar sem blóð var tæmt
úr gollurshúsi í gegnum bringubeinsskurð, saumað yfir gatið og
nýjum gangráðsvír komið fyrir (mynd 2). Hjá hinum tveimur voru
gangráðsvírar dregnir á skurðstofu og vélindaómun notuð til að
fylgjast með blæðingu í gollurshúsi. í báðum þessum tilfellum var
blæðing óveruleg og ekki þurfti að grípa til skurðaðgerðar. Fjórir
sjúklingar lifðu af meðferðina og útskrifuðust af sjúkrahúsi. Þeir
voru allir á lífi við eftirlit þann 1. maí 2012. Einn sjúklingur lést
(tilfelli #4) en þar var um að ræða 83 ára gamla konu sem lést á
gjörgæslu úr lungnabólgu sem ekki var rakin beint til ísetningar
gangráðsins.
Umræða
Þessi tilfellaröð er fyrsta íslenska rannsóknin á rofi á hjarta eftir
ísetningu gangráðs. í erlendum rannsóknum er tíðni rofs yfir-
184 LÆKNAblaðið 2013/99