Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2013, Page 13

Læknablaðið - 15.04.2013, Page 13
RANNSÓKN Mynd 1. Tölvusneiðmynd (lilfelli #3) sem sýnir hvernig gangráðsvír hefur rofiðgat á Mynd 2. Mynd úr skurðaðgerð (tilfelli #4). ígegnum bringubeinsskurö sést hvernig hægri slegil (ör). gangráðsvírinn hefur stungist ígegnum framvegg hægri slegils (ör). leitt á bilinu 0,1-0,8% en hafa verður í huga að skilgreining rofs getur verið breytileg milli rannsókna.6-9'13 Það var ekki markmið okkar að rannsaka sérstaklega tíðni rofs eftir gangráðsísetn- ingu á Islandi enda um tilfellaröð að ræða á aðeins fjögurra ára tímabili. Hægt er þó að áætla tíðnina gróflega á þessu tímabili, því samkvæmt skrám Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri voru á þessum fjórum árum gerðar 1119 gangráðsaðgerðir, þar af 104 með tímabundnum gangráð. Tíðni rofs var því í kringum 0,4% á þessum fjórum árum, sem er sennilega í hærra lagi þar sem óvenjumörg tilfelli greindust árið 2009. Við kunnum ekki skýringu á því af hverju svo mörg tilfelli greindust á því ári og er sennilega um tilviljun að ræða. í einu tilviki var um tímabundna gangráðsleiðslu að ræða sem þrædd var í gegnum nárabláæð hjá fjölveikum sjúklingi sem fengið hafði meðferð með bólgueyðandi sterum. I hinum tilfellunum fjórum var notast við skrúfleiðslur og augljósir áhættuþættir rofs ekki til staðar. A síðustu árum hafa skrúfleiðslur notið vaxandi vinsælda enda auðvelt að koma þeim fyrir í hjartavöðvanum. Skrúfleiðslur eru hins vegar stífari í endann en akkerisleiðslur1013 og hafa nokkrar rannsóknir sýnt fram á hærri tíðni rofs.3'91013 Við bjargráðsaðgerðir er yfirleitt hærri tíðni rofs en við gangráðsaðgerðir eða allt að 0,6- 5,2%,6'913 og skýringin talin vera þykkari og stífari vírar.6 Allir sjúklingarnir 5 höfðu einkenni sem rekja mátti til rofs á hjartavöðvanum. I framskyggnri rannsókn Hirschl og félaga var fylgst með 100 sjúklingum eftir gangráðsísetningu og sáust merki um rof á tölvusneiðmyndum í 15% tilfella. Athyglisvert er að flestir þessara sjúklinga voru án einkenna og ekki með greinan- legar truflanir á starfsemi gangráðsins.6 Tveir okkar sjúklinga greindust með rof eftir útskrift af sjúkrahúsi, annar tveimur sólar- hringum frá aðgerð og hinn 33 mánuðum síðar. Hin þrjú tilfellin uppgötvuðust í sömu sjúkrahúslegu en enginn hafði einkenni um hjartaþröng. Erlendis hefur síðbúnum rofum verið lýst líkt og í okkar rannsókn, oft í kjölfar gangtruflana eða vegna brjóstverkja eða mæði910 Hjá fjórum okkar sjúklinga sáust truflanir í gang- ráðsmælingu en í mörgum stærri rannsóknum er slíkum trufl- unum lýst í flestum tilvika rofs. Enn eru ekki komnir á markað gangráðar sem greina slíkar truflanir og vara sjúklingana við10 en slíkur búnaður gæti komið á markað innan fárra ára. I flestum rannsóknum eru rof algengari á hægri gátt en slegli og er skýringin talin vera sú að veggur gáttarinnar er þynnri en í sleglinum.6 í okkar rannsókn var þessu öfugt farið en aðeins greindist eitt tilfelli með rofi á gátt. Staðsetning gangráðsvírs í hjartanu getur haft áhrif á tíðni rofs, til dæmis er talið að vírar á hliðarvegg gáttar orsaki frekar rof en þegar þeir eru festir á gáttarskipt (septum).3 I þremur tilfellanna var saumað fyrir rofið í opinni aðgerð og vírinn fjarlægður um leið. Tveir þessara sjúklinga höfðu töluvert magn blóðs í gollurshúsi á hjartaómun og því talið öruggast að gera aðgerðina í gegnum bringubeinsskurð. í þriðja tilfellinu kom í ljós útbreiddur þriggja æða kransæðasjúkdómur og því gerð hjáveituaðgerð um leið og gert var við rofið. í hinum tilfell- unum tveimur var ekki gerð skurðaðgerð, en þess í stað var vírinn dreginn á skurðstofu og vélindaómun notuð til að fylgjast með blæðingu út í gollurshúsið. Auk þess var komið fyrir kera í goll- urshúsinu og þannig fylgst með blæðingu. Þessari aðferð hefur verið lýst áður91013 en rannsóknir á árangri hennar vantar. Ástæða þess að vírarnir eru fjarlægðir á skurðstofu er að opna getur þurft sjúklinginn tafarlaust ef blæðing er mikil.913 Vel gekk að fjarlægja vírana með þessum hætti í báðum tilfellum og blæðing var óveru- leg. Annar sjúklingurinn lést þremur dögum síðar á gjörgæslu vegna lungnabólgu og öndunarbilunar. Dánarorsök var þó ekki rakin beint til rofs á hjartanu en rofið getur þó hafa ýtt undir veikindi sjúklingsins sem var með alvarlega hjartabilun áður en gangráðnum var komið fyrir. Styrkleiki þessarar rannsóknar er að hún tekur til heillar þjóðar en hér á landi eru allar gangráðsaðgerðir framkvæmdar á tveimur sjúkrahúsum. Þetta minnkar líkur á því að tilfelli hafi gleymst en notast var við 5 aðskildar skrár. Aðeins er um tilfellaröð að ræða og veikleiki hversu stutt rannsóknartímabilið er. Æskilegt væri að skrá fylgikvilla gangráðsaðgerða hér á landi, þar á meðal rof, með framskyggnum hætti líkt og tíðkast víða erlendis. LÆKNAblaðið 2013/99 185

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.