Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Síða 29

Læknablaðið - 15.04.2013, Síða 29
SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Mynd 6. Bandarísk fjölstimpla töfluvél af Stokes-gerð sem var lengi aðaltöfluvél Lyfjaverslunar ríkisins. Stimplarnir og töflumótin með kyrninu í snúastfyrir rafmagni. Við heilan snúning skilar vélin jafnmörgum fullgerðum töflum og stimplarnir og mótin eru mörg. (Myndin tekin í Lyfjafræðisafninu í NesiU.5. 2012; ÞÞ.) Fjöldi 600 Ibflur Mixtúrur Pillur m HyHci - Skímmtar Mynd 7. Fjöldi töflutegunda sem hér voru í boöi á 6 tilgreindum árum á rúmlcga 50 ára tímabili (1913-65) samkvæmt gildandi lyfjaskrám, lyfjaforskriftasöfnum og lyfjaverðskrám og Sérlyfjaskrá 1965. Einnigfjöldi mixlúra, pillna, liylkja og skammta samkvæmt sömu heimildum. lyfja), þar eð innlend töflugerð var þá enn lítil eða í lágmarki svo sem áður greinir. Arið 1947 hafði fjöldi einstakra töflutegunda hins vegar hrapað í um það bil 35% af því sem verið hafði 1934, eða 13 árum fyrr. Fjöldinn óx svo aftur eftir 1950 og náði árið 1965 sama marki og verið hafði fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar (mynd 7). I upphafi tímabilsins voru mixtúrur 47, en hafði fjölgað í 183 í lok tímabilsins. Vafalaust skiptist fjöldi mixtúra á milli innlendrar framleiðslu og innfluttra lyfja, einkum sérlyfja. Mixtúrur sam- kvæmt forskriftarlyfseðli læknis (ordinatio magistralis) eða öðrum óopinberum forskriftum koma ekki fram í þessari upptalningu sem tekur einungis til opinberlega skráðra lyfjasamsetninga. Pillur og hylki voru fá en fór þó fjölgandi yfir tímabilið (voru innan við 10 talsins í hvorum flokki árið 1913, en 30-40 í lok tímabilsins). Skammtar voru engir skráðir fyrr undir lok tímabilsins. Lesa má úr mynd 7 að töflur hafi ekki „útrýmt" mixtúrum eða öðrum eldri lyfjaformum til inntöku í áranna rás. Myndin sýnir hins vegar ótvírætt að langmestur hluti nýrra lyfja til inntöku hefur á síðari áratugum komið á markað í formi taflna (fjölgun úr færri en 10 árið 1913 í 500 árið 1965). Töflur hafa ýmsa kosti fram yfir önnur lyfjaform til inntöku. Ber þar fyrst að nefna að töflur eru framleiddar í vélum með háþróaðri tækni og eru því tiltölulega ódýrar í framleiðslu samanborið við eldri lyfjaform. Töflur eru skammtað (dosed) lyfjaform með litlum frávikum í jafnvel mjög litlu magni virkra efna í hverri töflu. Þá er það ekki síður mikilvægt að unnt er að framleiða töflur þannig að stýra megi frásogi virkra efna frá meltingarvegi með sérstakri framleiðslutækni (controlled-release tablets).6 Enn fleiri kosti taflna mætti og telja. Það er því fullkomlega réttmæt og eðlileg þróun að ný lyf og lyfjasamsetningar sem ætlaðar eru til inntöku séu fyrst og fremst sett á markað í formi taflna. Sú hefur og orðið raunin hér á landi (mynd 7). Lokaorð Það vekur athygli hve háþróuð og mikil töflugerð var orðin í Bandaríkjunum og Bretlandi í lok 19. aldar. Það er líka merkilegt hve seint dönsk lyfjafyrirtæki (apótek og aðrir lyfjaframleiðendur), sem vegna menntunarlegra og starfslegra tengsla urðu fyrirmynd hliðstæðra fyrirtækja á Islandi, tóku við sér í þessum efnum. Það er jafnframt eftirtektarvert að starfsfólk í dönskum apótekum virðist beinlínis hafa sett sig upp á móti framleiðslu lyfja í töfluformi.1 Það virðist og hafa verið jákvætt fyrir þróun töflugerðar í Banda- ríkjunum á 19. öld að læknar hvöttu til framleiðslu á töflum.2 Þegar töflugerð nam land hér á landi, rétt fyrir 1930, voru keyptar til framleiðslunnar handvirkar og seinvirkar vélar. Það var fyrst eftir síðari heimsstyrjöldina, er íslenskir lyfjafræðingar höfðu numið í Bandaríkjunum á stríðsárunum, að skilningur á nýrri tækni í töflugerð fékk hljómgrunn hér á landi. Heildverslun Stefáns Thorarensen hf. reið á vaðið eins og áður er nefnt. Á árabilinu 1913-1965 voru áberandi sveiflur í fjölda töfluteg- unda á markaði. Höfundar telja að lægðina í fjölda taflna á árunum kringum síðari heimsstyrjöld sé öðru fremur að rekja til þess að viðskipti við meginland Evrópu (einkum Danmörku, Noreg og Þýskaland) lögðust af á þessum árum. Að styrjöld lokinni opnaðist fyrir viðskipti við þessi markaðslönd á ný og slakinn hvarf (mynd 7). Svipaðar sveiflur virðast og hafa átt við um fjölda stungulyfja hér á markaði á sama árabili.9 Sveiflur í framboði lyfja af svipuðum toga og hér ræðir um eru sérstakt og merkilegt rannsóknarefni. Sögu lyfjaheildsölu (utan apóteka) á íslandi hafa engin skil verið gerð svo að höfundum sé kunnugt um. Brautryðjandi í inn- flutningi sérlyfja og heildsölu þeirra var að öllum líkindum dansk- ur maður sem lengi bjó hér eða var viðloðandi ísland, Svend Aage Johansen (1895-1980). Hann mun fyrstur hafa auglýst erlend sérlyf í töfluformi í Læknablaðinu,5 Um störf hans þekkja höfundar fáar eða engar aðgengilegar heimildir. Það kemur berlega í ljós af þessum og fyrri skrifum920 hve heimildir um lyf, lyfjagjafir og lyfjaframleiðslu eru í brotum hér á landi. Hið sama á raunar einnig við í fleiri löndum. Það er knýj- LÆKNAblaðið 2013/99 201

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.