Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 33
UMFJÖLLUN O G GREINAR Odaur Gunnarsson, lögfræðingur Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir á lyflækningasviði. Ómar Sigurvin Gunnarsson, formnður Félags aimennra lækna. sem starfa á spítalanum. Á kvennasviði er hlutfallið hærra, eða um þriðjungur. Már Kristjánsson samsinnir því og segir að nú sé verið að setja upp neyðaráætlun sem gripið verður til, náist ekki samningar við læknana sem sagt hafa upp. „Það þarf að endurskipuleggja störfin hér til þess að bregðast við þessu. Við höfum kandídatana áfram en þegar við auglýstum eftir fleiri kandídötum til að fylla í skörð þeirra sem sögðu upp, barst engin umsókn," bætti hann við. Ómar Sigurvin er ekki bjartsýnn á að það takist að brúa það bil sem verður til á kvennasviði þegar þriðjungur læknanna hverfur á braut. „Þetta hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á starfsemina. Við erum nú þegar undirmönnuð og sérfræðilæknarnir geta tæpast bætt á sig meiri vinnu. Það hlýtur eitthvað að gerast áður en uppsagnirnar taka gildi," sagði Ómar. Már og Oddur sögðu báðir að nú væri í skoðun hvort ekki væri hægt að koma til móts við þá sem sagt hafa upp. „Við erum að reyna að finna flöt á því að breyta vinnuskipulaginu," sagði Oddur og Már bætti því við að á lyflækningasviði væri verið að skoða hvort ekki væri til dæmis hægt að draga úr ólaunaðri vinnu al- mennra lækna. „En það er ljóst að hvað sem við gerum þá verðum við að halda okkur innan þess fjárramma sem spítalanum er settur. Það fæst enginn aukapen- ingur í þetta," sagði Már. Fimmtán ára afturför í sjálfu sér ætti ekki að vefjast fyrir neinum hver er ástæða þessa óróa. I kjölfar kreppunnar sem skall á haustið 2008 hafa stjórnvöld beitt niðurskurði og sparnaði í stöðugri viðleitni sinni við að fylla upp í þá stóru hít sem heitir vextir af erlendum lánum. Sú orr- usta stendur þannig að vaxtakostnaðurinn var kominn „niður í" 91 milljarð króna á síðasta ári en það er um 80% af framlagi hins opinbera til heilbrigðismála. Þau framlög voru 115,6 milljarðar í fyrra. Þau hafa farið lækkandi eftir hrun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og er svo komið að þau hafa ekki verið lægri síðan 1998. Það þarf með öðrum orðum að fara 15 ár aftur í tímann til að finna sambærilega lág útgjöld. Við gerð fjárlaga þessa árs kom í ljós að nú væri hægt að fara að snúa þessari þróun við. Það er heldur að rofa til í efnahagsmálunum og tekjur ríkisins að aukast, en þá blasir við að tækjakostur Landspítalans er orðinn svo úr sér genginn að þar þarf að taka verulega til hendinni ef ekki á illa að fara. Það er því lítið svigrúm til launa- hækkana eða til að bæta við mannaflann. Þannig hljómar málflutningur ríkisstjórnarinnar og eflaust er ýmislegt til í honum. Það hefur þó lítið að segja í heimilisbókhaldinu hjá starfsmönnum spítalans. Fólk verður að lifa og það leitar allra leiða til að ná endum saman. LÆKNAblaðið 2013/99 205

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.