Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 37
UMFJOLLUN O G GREINAR Sjúkraþjálfarar á Hald árið 1928. Marienbad, Karlsbad, Wiesbaden, Ems og Aachen. Þar var þá stærsta gigtarhæli í Evrópu og rúmaði 1000 sjúklinga. Meðan á dvölinni stóð kvittaði Karl fyrir áðurnefndan styrk og skrifaði grein um gigt og gigtarmeðferð. Nefndist grein- in „Um gigt", og fjallaði um það sem hæst bar í þessum fræðum 1930. Greinin birtist í Læknablaöinu í maí 1930,16. árg. og var 26 síðna löng með 37 heimildum. Við hingaðkomu 1930 opnaði Karl stofu í sérgrein sinni og 1933 er hann hafði byggt yfir sig bæði heimili og vinnustað að Túngötu 3 í Reykjavík, hafði hann yfir að ráða 200 fermetra læknisstofu. Með honum á stofunni unnu yfirleitt 2-3 sjúkraþjálfarar og tvær aðstoðarstúlkur. Meðal samstarfs- kvenna hans voru: Ingunn Thorstensen vann á stofu hans er hann hóf störf. Hún varð síðan fyrsti formaður Félags íslenskra nuddkvenna. Sigríður Gísladóttir síðar for- maður sama félags, Auður Sigurðardóttir yfirsjúkraþjálfari hjá Náttúrulækninga- félagi íslands í Hveragerði, Torfhildur Helgadóttir á Akranesi, Guðrún Árnadótt- ir á Siglufirði og svona má lengi telja, enda starfsævi Karls 50 ár. Guðrún kona hans vann og lengst af á stofunni í 42 ár. Hún hafði frá 1928 „Den Almindelige Danske Sunnan undir vegg á Túngötu 3: Guðrún Árnadóttir sjúkraþjálfari, Torfhildur Helgadóttir sjúkra- þjálfari og Björg Ríkharösdóttir aðstoðarstúlka. Myndin er tekin uppúr 1930. Lægeforenings autorisation som Massör og Sygegymnast", en hér var hún nuddkona. Tækjakostur var ætíð góður hjá Karli. Má þar tilnefna Vierzellenbad, leirböð, gufuböð, hljóðbylgjutæki, kolbogaljós, há- fjallasólir, rimla, trissur, gorma og margt fleira. Sprautað var í liði og festur og þau lyf notuð er bezt þóttu á hverjum tíma. Árið 1957 var Karl að ósk Trygginga- stofnunar ríkisins ráðinn yfirlæknir gigt- ar- og endurhæfingardeildar Náttúrulækn- ingafélags Islands í Hveragerði. Gegndi hann því starfi til sjötugs, eða til 1966. Karl fór í nokkrar endurmenntunarferðir til Evrópu, bæði fyrir og eftir stríð og skrifaði fleiri greinar um gigt í Læknnblaðið. Nú mundi flestum þykja mál að linni og skal svo gert. Enn er þó ósvarað spurningunni um það hvenær sérgreinin gigtarlækningar byrjaði að mótast. Var það 1969, eða ef til vill mörgum áratugum fyrr? Svari nú hver fyrir sig. LÆKNAblaðið 2013/99 209

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.