Læknablaðið - 15.04.2013, Page 43
LYFJASPURNINGIN
Er milliverkun á milli
metýlfenídats og risperídóns?
Elín I. Jacobsen
lyfjafræöingur,
verkefnastjóri
Miöstöðvar
lyfjaupplýsinga
Landspítala
elinjac@landspitali.is
Einar S. Björnsson
meltingarlæknir
og formaöur lyfjanefndar
Landspítala
einarsb@landspitali. is
Höfundar taka fúslega við athugasemdum
frá lesendum um pistlana og önnur lyfjatengd efni.
Barnalæknir hafði samband við Miðstöð
lyfjaupplýsinga með eftirfarandi erindi:
Mig langar að sækja í smiðju til þín. Ég er að
meðhöndla 6 ára gamlan dreng sem hefur mjög
hamlandi einkenni athyglisbrests með ofvirkni.
Hann hefur svarað vel meðferð með metýlfenídati
20 mg að morgni.
Vegna viðvarandi árásarhegðunar drengsins
þrátt fyrir meðferð með metýlfenídati og þar sem
sálfræðileg ráð hafa reynst ófullnægjandi, var
hafin meðferð með risperídóni, 0,25 mg að morgni,
í samráði við barna- og unglingageðlækni.
Það gengur betur með drenginn en hjá mér
vaknaði spurningin hvort þekktar væru milliverk-
anir milli þessara tveggja lyfja, það er metýlfení-
dats og risperídóns?
Risperídón er sértækur mónóamín
antagónisti með mikla sækni í serótónín-
virka (5-HT2) og dópamín-virka (D2)
viðtaka. Verkunarmáti metýlfenídats er
ekki að fullu þekktur en örvandi áhrif
eru talin stafa af hömlun á endurupptöku
dópamíns í rákakjarna (striatum), án þess
að auka losun dópamíns úr taugaendum.
Risperídón hemur því dópamínviðtaka
en metýlfenídat eykur þéttni dópamíns á
taugamótum. Rannsóknir benda til þess
að þessi tvö lyf virki á sömu dópamín-við-
takana og einnig að þau hafi áhrif á sömu
heilasvæði.1-2
Klínískar rannsóknir benda til þess að
samhliða notkun þessara lyfja sé örugg.1-6
Þó eru nokkur tilfelli í heimildum sem
sýna aukna tíðni hreyfitruflana eða hegð-
unarraskana hjá börnum sem hafa verið á
risperídón-meðferð og skipt snögglega yfir
í metýlfenídat eða verið á báðum lyfjunum
samtímis og methýlfenídat-meðferð hætt
snögglega.2 Svo virðist sem skapast geti
ójafnvægi í dópamín-búskap heilans og
að hættan sé mest í skammtabreytingum
á öðru hvoru lyfinu þegar bæði eru tekin
samtímis. Ein tilgáta er að risperídón auki
næmi dópamín-viðtaka og sé meðferð þess
snögglega hætt verði ýkt dópamín-áhrif
þegar dópamínþéttni eykst á taugamótum
vegna áhrifa metýlfenídats.2'3
Sé metýlfenídat meðferð snögglega
hætt leiði það til öfugrar verkunar.4
Sjö ára drengur með væga þroskahöml-
um, hegðunarvandamál, svo sem árásar-
hneigð og sjálfsmeiðandi hegðun, var
settur á meðferð með risperídón 2 mg með
góðum árangri. Síðar var hann greindur
með athyglisbrest með ofvirkni og hóf
meðferð með langvirku metýlfenídati.
Viku síðar fór að bera á auknu eirðarleysi,
drengurinn gat ekki setið kyrr og kvartaði
um óþægindi í fótum. Þá fór einnig að
bera á ósjálfráðum tunguhreyfingum.
Metýlfenídat-meðferð var hætt og löguð-
ust einkenni á tveimur dögum en komu
aftur þegar meðferð var hafin að nýju.5
Annað tilfelli lýsir 7 ára dreng með
eðlilega greind sem hóf meðferð með
metýlfenídati 12 klukkustundum eftir að
risperídón-meðferð var hætt. Innan örfárra
klukkustunda komu fram hreyfitruflanir
og önnur vanlíðan hjá drengnum og var
meðferðinni breytt aftur í upprunalega
risperídón-meðferð og við það hurfu
einkennin.3
Það er því mælt með að lyfjabreytingar
séu gerðar varlega, með hægri aðlögun
skammta og jafnvel mælt með því að hafa
lyfjalaust tímabil ef skipt er á milli lyfja.
Sumir höfundar mæla með fjögurra vikna
lyfjalausu tímabili þegar skipt er úr risp-
erídón yfir í metýlfenídat.2
Slík aðlögun gæti haft jákvæð áhrif
á meðferðarheldni, en möguleiki er á að
þessi áhrif séu mistúlkuð sem óæskileg
áhrif metýlfenídats.3
Svar
Af tilfellum í heimildum má ráða að hætta
sé á óæskilegum áhrifum vegna skyndi-
legra breytinga á dópamín-boðefnaskipt-
um þegar snöggar lyfjabreytingar eiga sér
stað með dópamín-agónísta og antagón-
ísta, svo sem metýlfenídati og risperídóni.
Tilgáta um mögulegan verkunarmáta
bendir til að hættan sé mest þegar sjúk-
lingur sem er á risperídóni annaðhvort
byrjar meðferð með metýlfenídati eða
hættir henni snögglega.
Heimildir
1. Yanofski J. The Dopamine Dilemma. Psychiatry 2010; 7:
18-23.
2. Sabuncuoglu O. Risperidone-to-methylphenidate switch
reaction in children: three cases. J Psychopharmacol 2007;
21:216-9.
3. Hollis CP, Thompson A. Acute dyskinesia on starting
methylphenidate after risperidone withdrawal. Pediatr
Neurol 2007; 37:2 87-8.
4. Levine JB, Deneys ML, Benjamin S. Dystonia with comb-
ined antipsychotic and stimulant treatment. J Am Acad
Child Adolesc Psychiatry 2007; 46: 665-6.
5. Devaramane V, Bhandary PV, Veena N, Bharti C, Vasudev
S. Akathisia and Dyskinesia on starting Methylphenidate
in a patient on risperidone. J Clin Diagn Res 2011; 5:112-
3.
6. Baxter K (ritstj). Stockley's Drug Interactions Pharma-
ceutical Press, London 2012. medicinescomplete.com/
- febrúar 2013.
LÆKNAblaðið 2013/99 215