Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Síða 12

Læknablaðið - 15.07.2013, Síða 12
RANNSÓKN Boð um þátttöku í rannsókn (n=325) Tlmapunktur 1: Grunnmæling Þátttakendur • Þátttakendur úr öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem þáöu þátttöku og stóöust mat (n=92) • Makar sem þáöu þátttöku og stóöust mat (n=25) • Þáðu þátttöku en stóöust ekki mat (n=4) Val af handahófi tvo hópa (n=117) Hópur 1 - Fyrri þjálfunarhópur (n=56) • Karlar (n=25) • Konur (n=31) Hópur 2 - Seinni þjálfunarhópur (n=61) - • Karlar (n=29) • Konur(n=32) Þjálfunartimabil frá júní til desember 2008 • Þeir sem luku þjálfun (n=48) • Karlar (n=22) • Konur(n=26) Viömiöunartimabil frá júní til desember2008 • Þeir sem luku timabili (n=58) • Karlar (n=27) • Konur(n=31) Tlmapunktur 2: Mæling Timapunktur 2: Mæling Eftirfylgnitímabil frá janúartil júní 2009 • Þeir sem luku tímabili (n=45) • Karlar(n=21) • Konur(n=24) Þjálfunartímabil frá janúar til júní 2009 • Þeir sem luku þjálfun (n=50) • Karlar(n=25) • Konur(n=25) Timapunktur 3: Mæling Tímapunktur 3: Mæling Eftirfylgnitímabil frá júní til desember 2009 • Þeir sem luku timabili (n=42) \ • Karlar(n=19) • Konur(n=23) Eftirfylgnitimabil frá júnf til desember 2009 t • Þeir sem luku tlmabili (n=47) • Karlar (n=22) • Konur(n=25) Timapunktur4: Mæling Tímapunktur 4: Mæling Mynd 1. Flæðirit rannsóknar. Efniviður og aðferðir Snið rannsóknar og pátttakendur Snið rannsóknar var víxlað þar sem þátttakendum (n=117) var skipt af handahófi í tvo hópa, þjálfunarhóp 1 (H-l; n=56) og þjálf- unarhóp 2 (H-2; n=61) (mynd 1). Að loknum grunnmælingum fór þjálfunar- og rannsóknartími fram í þremur 6 mánaða tímabilum.10 H-1 hóf þjálfun sem stóð yfir í 6 mánuði meðan H-2 virkaði sem viðmiðunarhópur á sama tíma. Eftir 6-MFÞ hjá H-1 voru mælingar endurteknar hjá báðum rannsóknarhópum (tímapunktur 2). Af- skiptum rannsakenda af þjálfun H-1 lauk á þessum tímapunkti. Næstu 6 mánuði tók H-2 þátt í samskonar þjálfun og H-l. Eftir þjálfunartíma H-2 voru mælingar endurteknar hjá báðum hópum (tímapunktur 3) og lauk þá afskiptum rannsóknaraðila af þjálfun H-2. Sex mánuðum eftir að H-2 lauk sinni þjálfun voru mælingar endurteknar í fjórða sinn á báðum hópum (tímapunktur 4) (mynd 1). Þátttakendur í þessari rannsókn voru heilbrigðir einstaklingar sem höfðu áður tekið þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES Reykjavik Study).n Þeim sem höfðu náð >23 stigum úr MMSE-prófi (Mini Mental State Examination), >17 stigum úr DSST- prófi (Digit Symbol Substitution Test) og >7 stigum úr SPPB-hreyfi- færniprófi (The Short Physical Performance Battery Test)'2 var boðið að taka þátt í þessari íhlutunarrannsókn. Af þeim 325 eldri einstaklingum sem höfðu náð 70 ára aldri þáðu 96 að taka þátt í rannsókninni. Af þeim uppfylltu 92 kröfur um þátttöku. Þá var mökum einnig boðin þátttaka og þáðu það 25 einstaklingar. Helstu ástæður fyrir að hafna þátttöku voru of langur og bindandi rannsóknartími, áhugaleysi og veikindi maka. Þátttakendur fylltu út spurningalista um almenna heilsutengda þætti sem trúnaðarlæknir fór yfir í öryggisskyni og samþykkti þátttöku með tilliti til þeirrar þjálfunar sem framundan var. Allir þátttakendur rituðu undir upplýst samþykki. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar og samþykkt af Vísindasiðanefnd (VSNb20080300114/03-1). Þjálfun og íhlutanir íhlutun fólst í 6 mánaða fjölþættri þjálfun með áherslu á dag- lega þolþjálfun og kraftþjálfun tvisvar sinnum í viku. Þessu til stuðnings voru fjórir fyrirlestrar um eftirfarandi þætti; heilsu- tengda öldrun, þolþjálfun, kraftþjálfun og skipulag þjálfunar, auk þriggja fyrirlestra um næringu. Þolþjálfun var fólgin í daglegri göngu á 6 mánaða þjálfunartíma. Tímalengd hverrar æfingar jókst stig af stigi, frá 20 mínútna æfingum fyrstu vikuna í rúmlega 40 mínútur síðustu vikurnar. Meðalþjálfunartími á tímabilinu var áætlaður um 35 mínútur á dag en það er sá tími sem sérfræðingar á sviði öldrunar áætla að þurfi til að viðhalda starfsemi hjartans, æða- og lungnakerfis- ins.13 Kraftþjálfun fór fram í líkams- og heilsuræktarstöð tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Kraftþjálfun var einstaklingsmiðuð og innihélt 12 æfingar fyrir helstu vöðvahópa líkamans. Sérhæfð kraftþjálfunartæki voru notuð og var þjálfunin ávallt undir leiðsögn íþróttafræðinga. Markmið fyrri hluta þjálfunartímans voru fólgin í kennslu, aðlögun og þjálfun á vöðva- þoli, en vöðvaþol er hæfileiki vöðvanna til að endurtaka oft sam- drátt án þess að þreyta myndist.8 Þjálfun á vöðvaafli var megin- markmiðið á seinni þremur mánuðum þjálfunartímans.10 Á íhlutunartíma voru skipulagðir þrír stuttir fyrirlestrar um næringu fyrir báða hópa. Einstaklingar í H-2 fengu einnig ein- staklingsviðtöl og ráðgjöf um næringu á seinna þjálfunartímabili og tvær kennslustundir í eldhúsi. Fyrirlestrar voru byggðir á ráð- leggingum um mataræði fyrir eldri aldurshópa frá Lýðheilsustöð og Landlæknisembætti.14 Frekari upplýsingar um íhlutun rann- sóknarinnar er að finna í fyrri grein.10 Mælingar Hæð var mæld með 0,1 cm nákvæmni með viðurkenndum hæðar- mæli (Seca 206) og þyngd með 0,1 kg nákvæmni með viðurkennd- um þyngdarmæli sem innihélt stillanlegan kvarða (Seca HV120). Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) var reiknaður út með því að deila hæð í öðru veldi (m2) í líkamsþyngd (kg). Til að mæla líkamlega hreyfigetu var SPPB-prófið notað en hreyfijafnvægi var mælt með 8-feta gönguprófi (8-foot up-and-go test). Kraftur var mældur í sérhönnuðu kraftmælingatæki (adjustable dynamometer chair) og þol mælt með 6 mínútna gönguprófi (6MW). Dagleg hreyfing var mæld með hreyfimælum (actigraph accelerometers). Eingöngu var notast við gögn úr mælum sem höfðu mælt hreyfingu í minnst einn helgardag og tvo virka daga, minnst 8 klukkustundir hvern dag. Lýðfræðilegum og klínískum rannsóknarniðurstöðum var safnað af þjálfuðum rannsakendum. Frekari upplýsingar um mæl- ingar rannsóknarinnar er að finna í fyrri grein.10 Tölfræðileg úrvinnsla Aðhvarfsgreining fyrir endurteknar mælingar var notuð við tölfræðigreiningu á gögnunum. Til þess að gera grein fyrir fylgni á milli mælinga á sama einstaklingi var notaður slembiþáttur (random effect). Notuð var sjálfsaðhverf samfylgni (first order auto- regressive covariance) milli mælinga. Stikar fyrir hvort kyn fyrir sig voru hafðir í líkaninu til að endurspegla væntigildi á hverjum tímapunkti fyrir H-1 (I): pn, pI2, p]3, pH, og H-2 (D): pm, pD2, pD3, pD4 (samtals 16 stikar). Leiðrétt var fyrir aldri. Allir þátttakendur 332 LÆKNAblaðiö 2013/99

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.