Læknablaðið - 15.07.2013, Page 15
RANNSÓKN
Tafla IV. Hlutfallsleg breyting á mældum þáttum hjá körlum og konum beggja hópa sem luku þjálfun og próf fyrir kynjamun að loknu ihlutunartímabili.
Karlar Áhrif t (95% ÖB) Konur Áhrif t (95% ÖB) Kyn Munur t (95% ÖB) p-giidi fyrir kynjamun
LÞS (kg/m2) -1,6 (-2,4, -0,8)*** -1,8 (-2,5, -1,0)*** 0,2 (-0,9, 1,3) 0,77
SPPB (stig) 4,6 (1,2, 8,2)** 6,8 (3,5, 10,3)*** -2,1 (-7,0, 2,6) 0,37
Jafnvægi (stig) 0,9 (-7,9,10,4) 6,2 (-2,5,15,7) -5,0 (-16,1, 7,6) 0,42
Ganga 4 m (s) -5,6 (-8,6, -1,7)** -5,0 (-8,6, -1,3)** -0,6 (-6,0, 5,2) 0,84
Stóll (s) -10,8 (-14,4, -7,0)*** -11,7 (-15,1,-8,1)*** 1,0 (-4,5, 6,9) 0,72
8 feta hreyfijafnvægi (s) -10,0 (-13,5, -6,4)*** -9,7 (-13,0,-6,2)*** -0,4 (-5,7, 5,1) 0,88
Fótkraftur (Newton) 8,2 (3,6, 13,0)*** 12,7(8,2, 17,4)*** -4,0 (-9,6,1,9) 0,18
6MW (m) 5,4 (2,7, 8,2)*** 6,0 (3,4, 8,7)*** -0,5 (-4,1, 3,1) 0,77
PA (cpm) 32,2 (17,6, 48,7)*** 39,0 (24,5, 55,2)*** -4,9 (-19,0, 11,7) 0,54
Gildin eru sýnd sem meðaltöl 95% vikmarka (95% ÖB) hjá körlum og konum, munur á áhrifum íhlutunar í prósentum (%) og tölfræðilegri marktækni (p-gildi); *p<0,05, ** p <0,01,
*** p <0,001. Niöurstaðan er sýnd með leiðréttingum fyrir aldri þar sem gögnum var logra-varpað.
t = Hlutfall í prósentum (%) af gögnum sem var logra-varpað.
LÞS = líkamsþyngdarstuðull. SPPB = hreyfifærnipróf (Short Physical Performance Battery Test). s = sekúndur. 6MW = 6 mínútna göngupróf. m = metrar.
PA = dagleg hreyfing. cpm = slög á mínútu.
4,5% (p=0,04) og kvenna um 3,7% (p=0,07) á þessum tíma. Enginn
munur fannst á áhrifum þjálfunar á tímapunkti 4 milli kynjanna.
Umræða
Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru hin jákvæðu áhrif
sem þessi 6 mánaða þjálfun hafði á daglega hreyfingu, hreyfigetu,
hreyfijafnvægi, vöðvakraft, þol og LÞS karla og kvenna á aldrin-
um 71 til 90 ára. Þjálfunaráhrifin voru hliðstæð hjá báðum kynjum
auk þess sem ending áunninna breytinga í hreyfigetu til lengri
tíma, allt að 12 mánuðum, er athyglisverð.
Skert hreyfigeta, sem meðal annars má meta með 8-feta hreyfi-
jafnvægi og SPPB-prófi, hefur sterka tengingu við veikleika
í stoðkerfi neðri hluta líkamans, sér í lagi vöðvakraft, og eykur
líkur á því að eldri einstaklingar detti.15 Slíkur veikleiki leiðir auk
þess af sér minni hreyfigetu og fötlun.515 Niðurstöður þessarar
rannsóknar eru því áhugaverðar en hún sýnir sambærilegan
ávinning hjá körlum og konum á hreyfigetu og hreyfijafnvægi í
lok 6-MFÞ. Þá er ávinningur enn til staðar 12 mánuðum eftir að
þjálfun rannsóknaraðila lýkur.
SPPB-prófi er skipt í þrjú próf; mat á jafnvægi, að standa fimm
sinnum upp úr stól og 4 mínútna göngu þar sem gengið skal á
eðlilegum gönguhraða. Prófin þrjú hafa sérstakt matskerfi en
saman mynda þau eitt heildarmat. Með skírskotun til sérfræð-
inga515 sem rannsakað hafa þýðingu á breytingum SPPB-prófs,
sýna niðurstöður þessarar rannsóknar umtalsverðar jákvæðar
breytingar, bæði í heildarniðurstöðum SPPB, að standa upp úr
stól og 4 mínútna göngu. SPPB mælingin, þar sem staðið er upp
úr stól, mælir vel vöðvakraft í fótum.16 Á sama tíma og karlar og
konur í H-1 bæta sig á þjálfunartíma, hrakar körlum í H-2 á við-
miðunartímabili. Þeir bæta sig aftur á móti eftir að þeir fá sams-
konar þjálfun og H-1 auk þess sem dagleg hreyfing þeirra eykst
eftir að hafa hrakað á viðmiðunartímabili. Þessar góðu niður-
stöður má tengja við þá þjálfun sem stunduð var, ekki síst kraft-
þjálfunina, en í rannsóknum hefur komið í ljós að vöðvakraftur
hefur sterk línuleg tengsl við heildarniðurstöður SPPB-prófs og
almenna hreyfigetu.16'19 í rannsókn Teixeira-Salmela og félaga20 á
4 mínútna göngu eftir 7 mánaða þjálfun eldri aldurshópa voru
niðurstöður sambærilegar og í okkar rannsókn en aftur á móti
tapaðist ávinningur í þeirri rannsókn á einum mánuði eftir að
þjálfun lauk. Talið er að 4 mínútna göngupróf SPPB prófsins sé
mjög gott mælitæki til að greina breytingu á hreyfigetu eldri
aldurshópa auk þess sem prófið hefur mikilvægt forspárgildi um
hæfni til að ráða við athafnir daglegs lífs (ADL).5'20 í þessari rann-
Tafla V. Hlutfallsleg breyting á mældum þáttum hjá körlum og konum beggja hópa og próf fyrir kynjamun i lok rannsóknar.
Karlar Áhrif t (95% ÖB) Konur Áhrif t (95% ÖB) Kyn Munur t (95% ÖB) p-giidi fyrir kynjamun
LÞS (kg/m2) -1,9 (-3,3, -0,5)** -2,6 (-3,9, -1,3)*** 0,7 (-1,2, 2,6) 0,46
SPPB (stig) 11,6(6,6, 16,8)*** 11,4(6,8, 16,3)*** 0,2 (-5,9, 6,6) 0,96
Jafnvægi (stig) 9,6 (-1,5, 22,0) 8,3 (-1,9, 19,5) 1,2 (-12,5, 17,1) 0,87
Ganga 4 m (s) -17,5 (-22,1,-12,6)*** -19,5 (-23,7,-15,0)*** 2,4 (-5,3,10,8) 0,55
Stóll (s) -20,6 (-25,4, -15,4)*** -21,8 (-26,3, -17,1)*** 1,6 (-6,8, 10,8) 0,72
8-feta hreyfijafnvægi (s) -14,2 (-19,1,-9,0)*** -12,6 (-17,3, -7,7)*** -1,8 (-9,4, 6,5) 0,66
Fótkraftur (Newton) 0,7 (-6,0, 7,9) 2,2 (-4,1,8,9) -1,4 (-10,3, 8,2) 0,76
6MW (m) 4,5 (0,1, 9,0)* 3,7 (-0,3, 8,0) 0,7 (-5,0, 6,7) 0,82
PA (cpm) -0,2 (-15,0, 17,1) -1,1 (-18,8, 14,7) 0,9 (-18,8, 25,4) 0,93
Gildin eru sýnd sem meðaltöl 95% vikmarka (95% ÖB) hjá körlum og konum, munur á áhrifum íhlutunar i prósentum (%) og tölfræðilegri marktækni (p-gildi); *p<0,05, " p <0,01,
*" p <0,001. Niðurstaðan er sýnd með leiðréttingum fyrir aldri þar sem gögnum var logra-varpað.
t = Hlutfall í prósentum (%) af gögnum sem var logra-varpað. LÞS = likamsþyngdarstuðull. SPPB = hreyfifærnipróf (Short Physical Performance Battery Test). s = sekúndur.
6MW = 6 mínútna göngupróf. m = metrar. PA = dagleg hreyfing. cpm = slög á mlnútu.
LÆKNAblaðið 2013/99 335