Læknablaðið - 15.07.2013, Qupperneq 19
RANNSÓKN
Sykursýki af tegund 1, meðganga
og árangur blóðsykurstjórnunar
Sigríður Sunna Gunnarsdóttir’ læknanemi, Arna Guðmundsdóttir2 læknir, Hildur Harðardóttir13 læknir, ReynirTómas Geirsson'^læknir
ÁGRIP
Inngangur: Sykursýki af tegund 1 (SST1) hefur víðtæk áhrif á verðandi
móður og ófætt barn hennar, en með góðri blóðsykurstjórnun má
lágmarka fylgikvilla beggja. Markmið rannsóknarinnar var mat á útkomu
meðgöngu hjá konum með SST1 á íslandi með hliðsjón af blóðsykur-
stjórnun.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á meðgöngum kvenna með
SST1 á árunum 1999-2010. Upplýsingar fengust úr mæðra-og fæðingar-
skrám um alvarleika sjúkdómsins, gildi sykurtengds blóðrauða (hemó-
glóbín A1c) fyrir og á meðgöngu, fæðingarmáta og fylgikvilla.
Niðurstöður: Á tímabilinu voru 93 meðgöngur hjá 68 konum (47% frum-
byrjur). Meðalaldur var 29 ár og meðaltími frá greiningu sykursýki var 16
ár (miðgildi 19, bil <1-35 ár). Augnbotnabreytingar voru hjá 57%, lang-
vinnur háþrýstingur og skjaldkirtilsjúkdómar hjá 13%, en nýrna- og tauga-
skemmdir hjá <10%. Meðal HbA1c fyrir meðgöngu var 7,8% en lækkaði í
7,5% á fyrsta og 6,3% á þriðja meðgönguþriðjungi. Konur <25 ára höfðu
verri blóðsykurstjórnun á fyrsta þriðjungi en 25-35 ára (p<0,04) og >35
ára konur (p=0,02). Fæðing var framkölluð hjá 40% og 65% fæddu með
keisaraskurði. Meðal meðgöngulengd var 37*2vikur. Tvö börn fæddust
andvana. Fyrirburar voru 28%. Meðfædd missmíð var hjá 9% nýburanna
(hjartagallar algengastir). Sykursýkiheilkenni greindist hjá þriðjungi
nýburanna og fjórðungur fékk nýburagulu, sem tengdist verri blóðsykur-
stjórnun.
Ályktanir: Konur með sykursýki 1 bættu flestar blóðsykurstjórnun, sem
varð góð eða viðunandi undir lok meðgöngu eins og sást af lækkandi
HbA1c gildum. Keisarafæðing var mun algengari en í almennu þýði og
meira var um fylgikvilla og meðfædda missmíð meðal nýburanna. Til að
lágmarka fylgikvilla þarf að bæta sykurstjórnun fyrir þungunina og halda
henni góðri.
Inngangur
'Læknadeiid Háskóia Tíðni sykursýki á íslandi fer vaxandi eins og í öðrum
íslands, ’Lyflækningadeild
og 3Kvennadeiid, Landspítaii vestrænum löndum. Par ber mest á sykursýki af tegund
háskóiasjúkrahús, 2 (SST2), en sykursýki af tegund 1 (SSTl) er einnig að
aukast, þó ekki sé vitað hvað veldur því.u SSTl og SST2
fyrir þungun fóru úr 0,81% í 1,82% á árunum 1999-2005
og þó meðgöngusykursýki sé algengasta sykurefna-
skiptatruflunin á meðgöngu, er fyrirverandi sykursýki
nú um 21% allrar sykursýki á meðgöngu en var áður
10%.3
Fyrirspurnir:
Reynir Tómas Geirsson
reynirtg@landspitali. is
Greinin barst
6. febrúar 2013,
samþykkt til birtingar
26. júní 2013.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
SSTl getur haft víðtæk áhrif á heilsu verðandi móður
og ófædda barnsins. Þungaðar konur með fyrirverandi
sykursýki eru oftar með háþrýsting og fá frekar með-
göngueitrun. Ef æðasjúkdómur er til staðar er konan
líklegri til að eignast fyrirbura, barn með vaxtarskerð-
ingu eða verða fyrir burðarmálsdauða.4'5 Meðgangan
getur haft áhrif á framvindu fylgikvilla sykursýkinnar.
Við slæma sykurstjórnun aukast líkur á æðakvillum,
svo sem í augnbotnum, og hjá um 5% kvennanna sést
versnandi nýrnastarfsemi á vaxandi prótínmigu, sem
hefur forspárgildi varðandi vaxtarskerðingu fósturs og
meðgöngueitrun.6'8 Á meðgöngu eykst insúlínmótstaða
í vefjum sem leiðir til þess að aukið insúlín þarf þegar
líður á meðgönguna. Þetta krefst nákvæms eftirlits alla
meðgönguna og hækkandi insúlínskammta.9 Mæla þarf
blóðsykur 6-8 sinnum á dag, fyrir og eftir máltíðir og
fyrir svefn og halda honum sem næst eðlilegum mörk-
um'° til að að halda langtímablóðsykri (HbAlc) sem næst
eðlilegu gildi, sem er 4-6%. í klínískum leiðbeiningum
alþjóðlegra sykursýkissamtaka (International Diabetes
Federation) eru gildi undir 6,5% hið almenna markmið
fyrir sykursjúka og það sama á við um konur á með-
göngu, ekki síst á fyrstu stigum þungunar.1112
Sé sykurstjórnun ekki vel sinnt fyrir meðgöngu
aukast líkur á fósturláti og meðfæddri missmíð fósturs
á fyrstu vikum meðgöngu þegar líffæramyndun á
sér stað, einkum hjarta- og miðtaugakerfisgöllum.1314
Seinna eru verulegar líkur á að barnið verði of þungt
miðað við meðgöngulengd ef sykurstjórnun er slæm
(ofvöxtur, fæðingarþyngd a4500g eða >90. hundraðs-
mark).415 Þessi stóru börn hafa oft einkennandi útlit,
sykursýkiheilkenni nýbura, vegna ofvaxtar í vefjum
sem eru insúlínnæmir. Ofvöxtur eykur svo líkur á fylgi-
kvillum í fæðingu eins og axlaklemmu, verri framgangi
fæðingar, súrefnisþurrð í fæðingu og fósturdauða.1617
Inngrip í meðgöngu- og fæðingarferlið eru því mun
algengari en almennt gerist, einkum framkölluð fæðing
og fæðing með keisaraskurði.14-1518 Með góðri blóðsyk-
urstjórnun má lágmarka fylgikvilla móður og barns
enda þótt áhættan verði líklega aldrei alveg jafn lág og
í almennu þýði.11-19 Með aukinni þekkingu á mikilvægi
góðrar blóðsykurstjórnunar og vegna betra meðgöngu-
eftirlits hefur tíðni fósturdauða á seinni hluta með-
göngu lækkað mikið, auk þess sem meðgöngu lýkur
oftast fyrir 40 vikur. Konur með SSTl fara einnig oftar
í sjálfkrafa sótt fyrir tímann og framköllun fæðingar er
algengari en í almennu þýði.20
Markmið rannsóknarinnar var að kanna útkomu
meðgöngu með samanburði við almennt þýði á árun-
um 1999-2010, og meta árangur blóðsykurstjórnunar og
tengsla HbAlc við fylgikvilla hjá móður og barni.
LÆKNAblaðið 2013/99 339