Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2013, Side 26

Læknablaðið - 15.07.2013, Side 26
UMFJÖLLUN O G GREINAR Allir hlekkirnir verða að halda ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Þegar ég tók við starfi deildarforseta Læknadeildar var tiltölulega nýbúið að gera talsvert stórtækar breytingar á fyrirkomulagi námsins. Róttækar breytingar af því tagi hafa því ekki átt sér stað í minni deildarforsetatíð. Við hö- fum fylgt þeim breytingum eftir en sam- tímis hafa verið ýmsar blikur á lofti, fjár- veitingar til deildarinnar skornar niður og við reynt eftir föngum að halda í horfinu þrátt fyrir það," segir Guðmund- ur Þorgeirsson prófessor og fráfarandi forseti Læknadeildar. Guðmundur segir þó mestu máli skipta þegar rætt er um hlutverk læknadeildar og fyrirkomulag kennslu í nútímalæknis- fræði að sameina þá miklu og löngu sögu sem læknisfræðin hvílir á og þær hröðu breytingar sem eiga sér stöðugt stað í þeim vísindaheimi sem læknavísindin tilheyra. „Mér er ofarlega í huga arfurinn sem læknisfræðin byggir á og hann nær allt aftur til Hippokratesar sem læknaeiðurinn er kenndur við. Þar eru lagðar ákveðnar línur sem okkur ber ótvíræð skylda til að hafa í heiðri; að læknum beri að hafa hags- muni skjólstæðingsins ávallt í fyrirrúmi og þeir skuli leggja sig alla fram í þjónustu við hann, hver sem hann er. Mann- greinarálit er bannorð. Læknaeiðurinn kveður einnig á um eitt hið mikilvægasta í nútímalæknisfræði sem er að læknar viðhaldi stöðugt þekkingu sinni og auki hana. Krafan um símenntun nær aftur til Hippokratesar og ekki síður krafan um að læknir skuli veita öðrum hlutdeild í þekk- ingu sinni, fræða og kenna; sá boðskapur er í fullu gildi. Á hinn bóginn er framgangur lækna- vísindanna svo hraður að talað er um að þekking í læknisfræði tvöfaldist á átta árum. Hillulíf fræðanna er því ekki alltaf langt í dag. Þar þurfum við að vera vel vakandi og spyrja okkur stöðugt hvernig skipuleggja skuli nám í læknisfræði í svo hraðbreytilegum heimi. Við því er ekkert eitt eða endanlegt svar. Um allan heim er tekist á við þetta." í miðjum straumi nýrrar þekkingar Guðmundur segir að mikilvægi hinna sígildu fræða verði þó ekki minna en áður þó ný þekking komi stöðugt fram. „Krafan um nákvæma anatómíska þekkingu hefur kannski aldrei verið meiri eftir því sem tækni til nákvæmrar myndgreiningar fleygir fram. Að sama skapi þurfa læknar í dag að hafa á valdi sínu alla þætti hinnar klínisku aðferðar, taka sögu sjúklings af öryggi og tengja hana við niðurstöður alls kyns rannsókna og klínískrar skoðunar. Samhliða þessu stöndum við í miðjum straumi nýrrar þekkingar á sviði sam- eindafræðilegrar læknisfræði, þar sem tvinnast saman frumulíffræði, lífefnafræði og erfðafræði í nýrri þekkingu sem kallar á hagnýtingu. Kannski verður þetta best sagt með orðum fyrrum deildarforseta læknadeildar Harvard háskóla sem heim- sótti okkur fyrir allmörgum árum, sem sagði að mikilvægast fyrir læknadeild í dag væri að útskrifa fólk sem hefði þekk- ingu og þroska til að taka ábyrgð á eigin símenntun." Og Guðmundur dregur þetta saman með þeim orðum að skipulag læknanáms í dag verði að vera í stöðugri endurskoðun og leggja verði mikla áherslu á kennslu í vísindalegum vinnubrögðum og að- ferðafræði svo læknar séu færir um að sinna eigin símenntun eftir að formlegu námi lýkur. Læknadeild Háskóla Islands hefur þá sérstöðu að sögn Guðmundar að vera einn allra minnsti læknaskóli í veröldinni og sá sem sinnir minnsta málsvæðinu. „Það er almennt sagt að eina og hálfa milljón íbúa þurfi til að standa að einum lækna- skóla. Við erum aðeins einn fimmti hluti þess. Þó eru einnig viðurkenndar undan- tekningar frá þessari almennu reglu sem byggjast á menningarlegri sérstöðu, litlum málsvæðum og sögulegum forsendum. Engu að síður leggur smæðin á okkur vissar kröfur. Við þurfum að geta sýnt fram á að við séum að mennta lækna sem standast alþjóðlegar kröfur. Fyrir tæpum áratug tókum við upp þá reglu að láta alla nemendur okkar gangast undir staðlað amerískt læknapróf í klínískum greinum. Ur þessu fáum við margháttaðar upplýsingar. Við sjáum hvernig íslenskir læknanemar standa sig í samanburði við erlenda læknanema. Við sjáum hvernig einstakar námsgreinar eru á vegi staddar og við sjáum hvernig skipulag námsins stenst samanburð við nám í erlendum læknaskólum. Niðurstaðan úr þessu hefur verið mjög jákvæð. Við erum alltaf yfir meðaltalinu og erum alltaf með hóp nem- enda sem er í fremstu röð og fáir lenda neðarlega. Af þessu erum við mjög stolt og leggjum metnað okkar í að viðhalda þessum árangri." Styrkleikar og veikleikar Guðmundur segir samkeppnisprófin sem haldin eru á hverju vori fyrir væntanlega læknanema skila þeim mjög góðum nem- endum en það setji líka strangar kröfur á deildina. „Við verðum að mæta þessum góðu nemendum með eins góðum náms- tækifærum og okkur er mögulegt og fá þeim verkefni við hæfi. Það virðist hafa tekist til þessa. Valmöguleikar nemenda í náminu eru stöðugt að aukast, bæði hvað varðar rannsóknarverkefni þriðja árs nemenda og valtími sjötta árs nema þar sem þau fara gjarnan erlendis til vinnu eða námskynningar. Ný tækifæri felast í möguleikum á tvöfaldri prófgráðu frá læknadeild, þ.e. bæði kandidatsgráðu í læknisfræði og meistara- eða doktorsgráðu í hinum ýmsu vísindum. Ögrun okkar kennaranna og nemendanna felst í því að 346 LÆKNAblaöið 2013/99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.