Læknablaðið - 15.07.2013, Síða 27
UMFJÖLLUN O G GREINAR
að taka inn nýjungar án þess að vanrækja
hið sígilda og hina siðferðilegu kröfu sem í
starfinu felst."
Meðal þeirra breytinga sem merkja má
í kennslunni er að sögn Guðmundar, að
draga úr fyrirlestrahaldi og lítt virkri þátt-
töku nemenda. „Þetta er hin alþjóðlega
stemmning í læknakennslu í dag; að í stað
þessa sé lögð áhersla á vinnu- og rann-
sóknarhópa nemenda og mikla verklega
kennslu. Seinni þrjú ár læknanámsins
felast að miklu leyti í samþættingu fræði-
legrar kennslu og verklegrar kennslu
og þjálfunar á spítaladeildum og innan
heilsugæslunnar."
Einn helsta styrkleika íslenska lækna-
námsins segir Guðmundur einmitt vera
hversu ríkuleg tækifæri læknanemarnir
fá til verklegrar kennslu og návígi við
sjúklinga og sérfræðinga á hinum ýmsu
deildum spítala. „Erlendir gestanemar
okkar tiltaka þetta gjarnan sem einn helsta
kost námsdvalar hér."
Veikleikana segir Guðmundur felast í
smæðinni og fæðinni. „Það leiðir eiginlega
af sjálfu sér að hér eru færri tækifæri til
rannsókna og vísindastarfa en við erlenda
háskóla og háskólasjúkrahús. Engu að
síður höfum við á að skipa mjög öflugum
vísindamönnum í læknisfræði sem hafa
nýtt sér tækifærin sem þó bjóðast hér, til
hins ítrasta, með oft á tíðum einstaklega
góðum árangri."
Ekki verður hjá því komist að ræða í
þessu samhengi um vanda Landspítalans
sem háskólasjúkrahúss þar sem mannfæð
og fjárskortur undanfarin ár hefur haft
merkjanleg áhrif á kennslu og þjálfun
læknanema og unglækna.
„Landspítalinn er mikilvægasta stofnun
okkar í kennslu og þjálfun læknanema.
Þaðan berast fréttir nánast á hverjum degi
af hremmingum inni á deildunum bæði
hvað varðar fjármuni, mönnun og ofálag.
Undirmönnun lækna og annars heil-
brigðisstarfsfólks dregur úr aðstöðu og
tækifærum til að sinna akademíska hlut-
verkinu. Hvort sem um er að ræða óform-
leg samtöl sérfræðinga við læknanema
um einstök tilfelli sem oft er dýrmætasta
kennslan, eða formlega kennslu, á það allt
undir högg að sækja við þessar aðstæður.
Það er því eitt mikilvægasta verkefnið að
vinna okkur út úr þessu. "
Keðja sem ekki má slitna
Guðmundur grípur til þeirrar líkingar
að heilbrigðiskerfið og þar með talin
menntun heilbrigðisstarfsfólks sé ein órofa
keðja. „Allir hlekkirnir verða að halda.
Hvort sem um er að ræða Landspítalann,
heilsugæsluna eða Læknadeildina. Land-
spítalinn gegnir vissulega lykilhlutverki
en mikilvægi heilsugæslunnar er engu að
síður stórt. Það er misskilningur að tefla
lítilli heilsugæslustöð úti á landsbyggðinni
gegn Landspítalanum sem keppinaut eða
jafnvel andstæðingi. Á báðum stöðum
verða allir að geta treyst því að þar séu
hæfir læknar sem geti mætt því sem að
höndum ber af þekkingu og árvekni. Sér-
fræðingar Landspítalans treysta því að
sjúklingar sem til þeirra eru sendir séu rétt
greindir til að ekki sé verið að sóa tíma
og mannafla. Á sama hátt er þekkingu og
vandvirkni einyrkjans á heilsugæslustöð á
landsbyggðinni á glæ kastað ef hann getur
LÆKNAblaðið 2013/99 347