Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Síða 34

Læknablaðið - 15.07.2013, Síða 34
UMFJOLLUN O G GREINAR Aldrei leitað samráðs um frumvarpið ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson A Alþingi í vetur lagði innanríkisráð- herra fram frumvarp til nýrra hegningar- laga sem mætt hefur mikilli gagnrýni sérfræðinga á sviði réttargeðlækninga. Páll Matthíasson framkvæmdastjóri Geðsviðs Landspítalans er með (sterkan) bakgrunn í réttargeðlækningum og er aðalhöfundur ítarlegra og alvarlegra at- hugascmda sem Landspítalinn gerði við frumvarpið. Páll segir ýmislegt í nýlega framkomnu frumvarpi til hegningarlaga um öryggis- ráðstafanir fanga, sem innanríkisráðherra lagði fram og er samið af refsiréttarnefnd innanríkisráðuneytisins, valda sér veru- legum áhyggjum. „Hegningarlögin eru orðin rúmlega 70 ára gömul og hafa verið í endurskoðun hjá refsiréttarnefnd í nokkur ár. í því ferli hef- ur aldrei verið leitað samráðs við Geðsvið Landspítalans eða nokkra geðlækna hvað varðar fyrirkomulag öryggisráðstafana en þeim er einkum beitt þegar um fanga með geðsjúkdóma er að ræða. Það er miður að öll þessi vinna sé í rauninni til einskis því þegar ég og kollegar mínir fá loksins að sjá frumvarpið þá er það komið £ um- fjöllun allsherjarnefndar Alþingis. Það sætir reyndar furðu að allsherjarnefnd sendi frumvarpið til umsagnar út um allar trissur en ekki til Landspítalans, sem má gera ráð fyrir að beri í rauninni hitann og þungann af afleiðingum frumvarpsins. En þar er vonandi vangá um að kenna. Spyrja má hvers vegna refsiréttarnefnd ákveður að vinna í algeru tómarúmi án samráðs við sérfræðinga á sviði réttargeðlækn- inga." Frumvarpið tekið til endurskoðunar Páll bætir við að hann hafi því verið til- neyddur til að skrifa ítarlegar athuga- semdir við frumvarpið fyrir hönd Geð- sviðs Landspítalans og haft samráð við ýmsa samstarfsmenn sína sem sérfróðir eru á þessu sviði. „Þetta eru Sigurður Páll Pálsson yfirlæknir réttargeðdeildar Land- spítalans, Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræði og Kristinn Tómasson formaður Geðlæknafélags íslands sem 354 LÆKNAblaðið 2013/99 einnig hefur mikla reynslu sem með- dómandi við Héraðsdóm Suðurlands. Þá höfðum við samráð við samtök sjúklinga eins og Hugarafl og Geðhjálp. Allir þessir aðilar deildu áhyggjum mínum og sendu inn athugasemdir. Það verður að segja þáverandi innanríkisráðherra til hróss að hann sá sóma sinn í að draga frumvarpið til baka eftir að athugasemdir okkar höfðu komið fram og í framhaldinu var okkur boðið á fund með ráðuneytinu þar sem ákveðið var að nefndin myndi skoða málið áfram. Ég bauð fram samstarf geðlækna við endurskoðun og lagfæringu á þeim kafla frumvarpsins er snýr að öryggisráð- stöfunum vegna geðsjúkra fanga. Ég tel í rauninni ekki nægilegt að refsiréttarnefnd fari heim og endursemji frumvarpið án ítarlegs samráðs við sérfræðinga á sviði réttargeðlækninga. Annmarkarnir á frum- varpinu bera með sér slíkt þekkingarleysi á málaflokknum að nauðsynlegt er að við tökum virkan þátt í að semja þessi lög." Að sögn Páls eru gildandi lög í sumu svo úrelt og gamaldags að þeim hafi ekki verið fylgt til hins ítrasta um langa hríð. „Með nýja frumvarpinu er gefið í skyn að verið sé að þrengja heimildir til frelsis- sviptingar og öryggisvörslu geðsjúkra fanga en þegar grannt er skoðað er í praxís væntanlega verið að víkka heimildirnar og með því brjóta mannréttindi á við- komandi einstaklingum. Athugasemdir okkar byggja á faglegum, rekstrarlegum og mannréttindalegum rökum. Stærsti gallinn við frumvarpið er að þekking réttargeðlækninga styður einfald- lega ekki nálgun frumvarpsins að mála- flokknum. Það er til dæmis afar umdeilt að beita langtímaþvingun til að lækna fíknivanda enda er árangurinn af þvf nær enginn. Frekar ætti að afnema allar heimildir ríkisvaldsins til að svipta fíkla frelsi til lengri tíma, líkt og gert er í Eng- landi, en setja á sama tíma aukinn kraft í fíknimeðferð." Engin lækning til við barnagirnd eða siðblindu Þá leggur Páll áherslu á að engin árang- ursrík lækning sé til við afbrigðilegri kynhegðan, þar með talinni barnagirnd. „Það er afar mikilvægt að hafa í huga að barnagirnd er í grunninn ekki heilbrigðis- vandamál heldur löggæsluvandamál. Geðheilbrigðisstarfsfólk getur vissulega komið að stuðningi við einstaklinga haldna barnagirnd eftir að þeir nást, sem og við fórnarlömbin, en það er misráðið og á misskilningi byggt að leggja fólk inn á sjúkrahús til „meðhöndlunar" á barna- girnd. Ekki verður fyrirséð hvenær slíkri meðferð ætti að ljúka þar sem heimildir fyrir gagnsemi meðferðar eru misvísandi og batahorfur afar óvissar." Til að leggja áherslu á fáránleika þess- arar nálgunar segir Páll að meðferðarvist- un við barnagirnd þar sem „bati" viðkom- andi er metinn reglulega, sé ámóta gáfuleg og að loka mann sem er 175 sentimetrar á hæð inni á geðdeild og segja að honum verði sleppt þegar hann verði orðinn 2 metrar. „Og hann lengist ekki frekar þótt hann sé mældur á sex mánaða fresti." Þá segir Páll: „Andfélagsleg persónu- leikaröskun og siðblinda eru varanlegir ágallar í persónuleika fólks. Meðferðarár- angur veldur miklum vonbrigðum." Ekki bætir úr skák að jafnvel eru „vísbendingar um að sérhæfð meðferð gegn slíku skili ekki árangri en auki mögulega getu sið- blindingja til að fela áform sín." Fólk sem haldið er alvarlegum geðsjúk- dómum getur hins vegar framið glæpi í sturlunarástandi og er þá metið ósakhæft. „I slíkum tilfellum skilar geðlæknisfræði- leg meðferð yfirleitt þeim árangri að ein- kenni batna og hættan af einstaklingnum minnkar eða hverfur alveg," segir Páll. „Hins vegar hefði oft mátt hjálpa þessum einstaklingum fyrr. A réttargeðdeild Landspítalans eru ósakhæfir einstaklingar sem hefðu aldrei framið þau ofbeldisverk sem leiddu til dóms hefðu þeir fengið við- eigandi stuðning frá upphafi. Það er mikill munur á einstaklingum með alvarlega, meðhöndlanlega geðsjúk- dóma og öðrum. Geðlæknar hafa þekk- ingu á greiningu fjölmargra vandkvæða, en aðeins meðferðarúrræði sem gagnast gagnvart alvarlegum geðsjúkdómum, en í afar takmörkuðum mæli eða alls ekki gagnvart andfélagslegri persónu- leikaröskun, siðblindu, afbrigðilegri kynhegðan, þroskahömlun og einhverfu. k

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.