Læknablaðið - 15.07.2013, Síða 45
Útsýni lir Uffizisafninu niður eftir Arno. Vecchiobrúin
cr næst 6 brúa sem sjást á mt/ndinni. Efst á Vecc-
hiobrúnni og næst til hægri sjást glöggt göng þau sem
liggja frá Palazzo Vecchio um Uffizi, yfir Vecchiobrúna
að Palazzo Pitti. Um þau fór fyrirfólkið milli liallanna
tveggja.
hámarki á 13. og 14. öld undir yfirráðum
Flórens. Hnignun varð eftir að svarti
dauði lagði meirihluta íbúanna að velli
1348. Meðal mannvirkja frá velmegunar-
tímanum má nefna aðaltorgið Piazza del
Campo og dómkirkjuna.
Via Chiantigiana
Frá Siena var haldið áleiðis til Flórens um
svonefndan Chiantiveg sem hlykkjast um
hæðir og dali hins mikla vínræktarhéraðs.
Hvarvetna blöstu við vínekrur sem enn
Dómkirkjan í Siena.
voru skammt á veg komnar. Stansað var í
tveimur vinalegum smábæjum, Radda og
Greve.
Flórens
Hér var gist í 4 nætur. Borgin er meðal
helstu menningarfjársjóða heims. Hér
er talin vagga renaissance tímabilsins er
markaði endalok miðalda. Árið 59 fyrir
Krist reistu Rómverjar herstöðina Florentia
í mýrlendi á bökkum Arnofljóts. Hér var
smábær fram á 10. öld er vegur hennar tók
að vaxa. Þótt aðeins þriðjungur borgar-
Dðmkirkjan í Mílanó
búa lifði af svarta dauða 1348 náði veldi
og menning Flórens hvað hæstum hæðum
fljótlega eftir pláguna og þá undir yfir-
ráðum Mediciættarinnar sem ríkti í nær-
fellt 300 ár.
Mílanó og heim
Frá Flórens fórum við um Appenínafjöllin
til Mílanó þar sem við gistum síðustu
nóttina. Lítill tími gafst til skoðunar en
flestir náðu að skoða dómkirkjuna miklu
og Teatro alla Scala. Heim var flogið með
fyrsta flugi Icelandair þetta sumar.
Ingólfur Gíslason og Lapi
„Lctpi er og Lapi verður
listamannakrá" orti Davíð
Stefánsson. Hann, ásamt
þeim Ingólfi Gíslasyni
lækni og Ríkarði Jónssyni
myndhöggvara, kom til
Flórens réttfyrir jól 1920
og dvöldu þeir félagar
um hríð í borginni. í bók
sinni Læknisævi segir
Ingólfurfrá téðri krá. Buca Lapi, eins og
hún raunar heitir, fyrirfinnst enn og er nú
matsölustaður í dýrari kantinum. Nokkrir
í hópnum okkar snæddu þar og létu vel af,
en söknuðu sjálfsagt fjörsins sem áður var.
Er hópurinn gekk þarframhjá söng Sveinn
Einarsson fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri
eitt erindi Ijóðsins staðnum og Davíð til
heiðurs. En Ingólfi Gíslasyni segist svofrá:
Geta verður um veitingastað einn
í Firenze, sem „Lapi" nefnist. Virðist
vera tízka meðal ferðamanna að koma
þangað stöku sinnum á kvöldin. Þetta
var kjallari, eigendur þrír bræður,
sem sjálfir veittu gestum beina. Einn
stóð í hvítum klæðum við eldstæði
og sauð og steikti mat, en hinir báru
veitingarnar út meðal gestanna. Voru
þeir allir háværir mjög, ávörpuðu þá,
sem inn komu, og buðu þá velkomna,
og auðséð var á öllu, að þeir vildu,
að gestirnir skemmtu sér vel. Báðu
flestir um rauðvín og ávexti og neyttu
þess með góðri lyst. Hljóðfærasveitin
var þrír menn, spilaði einn á stóra
harmóniku, en annar á guitar, sá
þriðji hafði víst ekkert hljóðfæri, en
þeir sungu allir undir ýms fjörug lög;
sungu þá gestirnir oft með. Stundum
söng einhver af gestunum einsöngva.
Man ég einkum eftir einum góðum
sænskum söngmanni, sem söng
snilldarlega tvö eða þrjú sænsk lög, en
hinir þögðu náttúrlega á meðan, en
spiluðu bara undir. Ekki höfðu ítölsku
söngmennirnir þarna neitt á móti
því að fá rauðvínsglas hjá gestunum,
þegar þeim hafði tekizt upp við eitt-
hvert lagið. Þegar á kvöldið leið, ruddu
veitingamennirnir stundum borðum
frá í miðjum salnum, svo unga fólkið
gæti fengið sér snúning, og lét það þá
ekki standa á sér.
Ittgólfur Gíslason
LÆKNAblaðið 2013/99 365