Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 30
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
tæknina sem liggnr á bak við „tdlbúninginn“; vilja vekja athygli á þtb að
ljósmynd er ekki náttúrulegt fyrirbæri heldur manngert, háð sögulegu
samhengi og tæknilegum möguleikum.1 Þessi tvískipting gerir ekki ráð
fyrir þeim viðbrögðum sem kannski eru algengust, þ.e. að oft á dag tek-
ur fólk mark á, „trúir“, ljósmynd, þótt það sé engu síður meðvitað um
hvernig ljósmyndir verða til. Ekki má heldur gleyma því að áhorfandinn
getur einnig haft tilfinningalegt samband við ljósmyndir, því þegar við
skoðum til dæmis mynd af látnum ættingja veltum við sialdnast fyrir okk-
ur menningarlegu samhengi eða tæknilegum þáttum. Ahorfandinn getur
því verið sér fallkomlega meðvitaður um „tilbúning11 ljósmynda, en engu
að síður „trúað“ ljósmynd. En ef við gerum ráð fyrir að þessi viðbrögð
við ljósmyndum útiloki hvort annað mætti heimfæra upp á þau hug-
myndir W. J. T. Mitchells um íkon:
Helgimyndabrotið gerir alltaf ráð fyrir því að einhver annar
finni fyrir krafti helgimyndarinnar, á meðan myndbrjóturinn
sér tóm, hégóma og tekur til þess hvað helgimyndin er óvið-
eigandi. Helgimyndin er þá í þeim skilningi einfaldlega mynd
sem er ofmetin (að því okkur finnst) af öSrum: af heiðnu fólki
og frumstæðu; börnum og heimskum konum.2
Þeir sem trúa á ljósmyndir væru samkvæmt þessu skurðgoðadýrkendur,
þeir sem gera sér grein fyrir blekkingunni rökhugsandi fólk. Roland
Barthes skiptir viðbrögðum við Ijósmyndum í tvennt, annars vegar í stud-
ium\ menningar- og sögulegan áhuga og hins vegar tilfinningaleg, óræð
áhrif, sem hann nefnir punctum og hann tekur ffam að bæði viðbrögðin
geti kviknað samtímis.3 Þetta rímar því við þá hugmynd að tvískiptingin
sem nefnd var hér að framan gagnist ekki endilega í skilgreiningu á við-
brögðum okkar við ljósmyndum.
Þessi tvöföldu viðhorf til ljósmyndunar, sem ég held fram að þurfi alls
ekki að vera aðskilin, hljóta að hafa áhrif á það sem við köllum falsanir.
Ef ljósmynd er alltaf á einhvern hátt tilbúin, hvenær er hún þá fölsuð?
Hvar eru mörkin milli giunntækninnar, þ.e.a.s. lýsingar, linsu, framköll-
1 Sjá t.d. Martin Lister, „Introductory Essay“, Tbe Photographic Image in Digital Cnlt-
ure, ritstj. Martin Lister, London: Routledge, 1995, 1-26, bls. 9.
2 W. J. T. Mitchell, Iconology: Image, Text, Ideology, Chicago: University of Chicago
Press, bls. 113.
3 Roland Barthes, Le Chambre claire: Note sur la photogj-aphie, París: Cahiers du ci-
néma, Gallimard, Seuil, 1980, bls. 50-51.
28