Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 206
JACQUES DERRIDA
tókum eftdr því, tekur einnig breytingum í henni. Það er að minnsta kostá
mín túlkun - mín þýðing, mitt „verkefni þýðandans“. Þetta er það sem
ég kallaði þýðingarsamninginn: heitbinding eða hjúskaparsamningur
með því fýrirheiti að búa til bam hvers sæði kemur af stað sögu og vexti.
Hjúskaparheit sem sáðgarður [fr. séminaire]. Benjamin segir það, í
þýðingunni stækkar frumtextinn, hann vex ffemur en að fjölga sér - og
ég mundi bæta við eins og barn, hans barn án efa en þess megnugt að tala
sjálft og það gerir barn að öðra en afurð undirorpinni nýmyndunarlög-
málinu. Þetta fyrirheit vísar á ríki bæði „fyrirheitið og forboðið þar sem
tungurnar sættast og fullkomnast". Þarna er komist næst hinum babelska
tóni í umfjöllun um helg skrif sem fyrirmynd og takmörk allra skrifa,
a.m.k. allrar Dichtung í sinni veru-sern-þýðast-á. Hið helga og veran-sem-
þýðast-á eru ekki hugsanleg hvort án annars. Þau gera sér hvort annað á
jaðri sömu marka.
Þetta ríki fær þýðingin aldrei snert, komist að, troðið fótum. Eitthvað
er ósnertanlegt og í þeim skilningi er sættinni aðeins lofað. En loforð er
annað en ekkert, það markast ekki aðeins af því sem það vantar til að
uppfyllast. Sem loforð er þýðingin þegar atburður, og afgerandi undirrit-
un samnings. Hvort staðið sé við hann eður ei hamlar því ekki að skuld-
bindingin eigi sér stað og látd effir sig heimild sína. Þýðing sem kemur,
sem kemst tdl að lofa sættinni, segja frá henni, þrá hana eða vekja þrá tdl
hennar, sh'k þýðing er fágætur atburður og ekki ómerkur.
Hér tvær spurningar áður en haldið er nær sannleikanum. Af hverju
samanstendur hið ósnertanlega, ef slíkt er tdl? Og hvers vegna kemur slík
metafóra eða ammetafóra hjá Benjamin mér tdl að hugsa um meyjarhaft-
ið, eða öllu auðsjáanlegar brúðarkjólinn?
1. Hið ávallt ósnortna, það sem aldrei næst tdl, hið ósnertanlega (un-
beiiihrbat'), þetta er það sem heillar og stýrir vinnu þýðandans. Hann vill
snerta hið ósnertanlega, það sem eftir er af textanum þegar búið er að
skilja úr textanum hina miðlunartæku merkingu (óendanlega smár
snertipunktur, eins og við munum), þegar flutt hefur verið það sem flytj-
ast lætur, svo ekki sé sagt það sem kenna má: það sem ég geri hér, eftir
og fýrir tilstilli Maurice de Gandillac, vitandi að hluti af benjamínska
textanum stendur líka eftir ósnortinn að aðgerð lokinni. Ósnortinn og
óspjallaður þrátt fyrir strit þýðingarinnar, hversu skilvirk, hversu hittin
sem hún er. Hér geigar hittnin. Ef hægt er að leyfa sér að því er virðist
204