Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 77
í NÝJU LANDI
un sem einkenni persónuna. Menningarauð er ekki hægt að kenna beint
heldur lærist hann ómeðvitað.10 Bourdieu fullyrðir að það séu fyrst og
fremst mæður og aðrir uppalendur sem flytji menningarauð milli kyn-
slóða. Menntun móður er einn sá þáttur menningarauðs sem talinn er
hafa forspárgildi um gengi bama í skóla. Hhnir þættimir em málnotkun
og tjáskipti í fjölskyldunni ásamt bóklestri og skriftarkunnáttu.11
Félagsauður einstaklings, það er að segja „hverja hann þekkir“ getur
aukið menningarauð hans, þar eð hann getur með samböndum sínum
notið góðs af góðum efiium og góðu álitd félaga sinna.12 Félagsauður felst
í samskiptum fólks og hægt er að tala um félagsauð í nærsamfélagi og í
samfélaginu í heild. Félagsauður fjölskyldna er sérlega mikilvægur. Hann
býr í tengslum milh foreldra og bama og veitir barninu aðgang að menn-
ingarauði foreldranna. Hér sldptir miklu máh nærvera fullorðinna í íjöl-
skyldunni og sú athygli sem fullorðnir veita bömum sínum. James S.
Coleman segir að séu ekki sterk tengsl milli bama og foreldra sé félags-
auður þölskyldnanna hthl og bömin geti ekki nýtt sér menningarauðinn
sem fjölskyldan býr yfir.13
Rannsóknir Hoffer (1986) og Coleman og Hoffer (1987) á brottfalli
unglinga úr skólum benda til þess að brottfall sé mest þegar félagsauður
í fjölskyldunni er lítill, til dæmis þar sem nemandinn elst upp hjá ein-
stæðu foreldri, á mörg systkini (sem taka athygh og tíma foreldris) og þar
sem foreldrið væntir þess ekki að unglingurinn gangi menntaveginn.14 I
rannsókn Zhou og Bankston (1994) á félagsauði víemamskra nemenda í
framhaldsskóla í New Orleans kom í ljós að þeir nemendur sem sýndu
bestan námsárangur vom þeir sem tengdastir vora fjölsky-ldum sínum,
héldu í heiðri víemamskar venjur og siði og bæði töluðu og skrifuðu
víemömsku. Þessar þölskyldur bjuggu við léleg kjör í fátækrahverfi.
Rannsakendur drógu þá ályktun að þama hefði samsömun við þjóðerni
(e. ethmcity) skapað félagsauð meðal þessara nemenda sem hefði nýst
10 Sonia Nieto, The light in their eyes. Creating multicultural leaming communities. New
York: Teachers College Press 1999, bls. 54.
11 Pierre Bourdieu, „The forms of capital“, bls. 49; Liz Brooker, Startingschool, bls. 33.
12 Pierre Bourdieu, „The forms of capital“, bls. 51.
13 James S. Coleman, „Social capital in the creation of human capital“ Education, ndt-
ure, ecomomy and society, Ritstj. Adam H. Halsey o.fl. Oxford: Oxford University
Press 1997, bls. 89.
14 Sama rit, bls. 89; 94.
75