Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 59
HVER AF HINUM BESTU ER ÉG?
Reyndar speglar auglýsingaherferð Murrays upphafslínur Donjuan og
tengir saman skáldskap og raunveruleika á óvæntan og frumlegan hátt.
Línurnar í ljóði Byrons gætu allt eins snúist um þau brögð sem útgefandi
hans beitti til að koma þessari epísku satíru á framfæri, enda er þeim ætl-
að að fanga hungur samtímans eftir nýjum hetjum:
I want a hero: an uncommon want,
When every year and month sends forth a new one,
Till, after cloying the gazettes with cant,
The age discovers he is not the true one.
Of such as these I should not care to vaunt,
ril therefore take our ancient friend Don Juan,
We all have seen him in the pantomime
Sent to the devil, somewhat ere his time. (1,1)
í auglýsingaherferð sinni mettar Murray öll tímarit af innantómri þvælu
í þeim tilgangi að boða komu hinnar nýju ljóðhetju Byrons og samtíma
lesendur uppgötva á útgáfudegi ljóðsins að Don Juan er ekki sá sem þeir
höfðu búist við, hann er „ekki alvöru hetja“. Með því að tengja hetjur
samtímans blaðaútgáfu gefur Byron jafnífamt til kynna að hann sem nú-
tímahetja sé sprottinn úr svipuðu umhverfi, en Murray hafði verið útgef-
andi Byrons frá árinu 1812 og átti stóran þátt í vel heppnaðri og nútíma-
legri markaðssetningu skáldsins. Jafhvel sú staðreynd að enskir lesendur
þekkja Juan úr látbragðsleik vísar í útgáfu ljóðsins og naftileysi þeirra
Murrays og Byrons. Upphafserindi ljóðsins snýst því öðrum þræði um
sömu kringumstæður og einkenndu útgáfuna sjálfa.11
Gagnrýnandi The Literary Gazette skilur fyllilega þá kauphyggju sem
einkennir útgáfuna á Don Juan og gerir góðlátlegt grín að henni með því
að tengja ótta almennings hugsanlegri endurkomu Bónapartes eða barni
landareignir tengdamóður sinnar og setja upp róttæka byltingarsellti á ættarsetrinu
(sjá t.d. Andrew Rutherford, Byron: A Critical Study, bls. 184). í byltingarskáldskap
Byrons er markmiðinu oftar en ekki náð með upphafinni fóm hetjunnar. Uppreisn-
arseggurinn Lara, úr samnefndu ljóði Byrons frá 1814, frelsar í þessu skym þræla til
að hefna sín á þeim aðalsmönnum sem höfðu smánað hann og þetta er einnig efni
leikritsins Marino Faliero (1821), en Faliero er prins sem stjórnar almúgauppreisn
gegn aðalsmönnum Feneyja.
11 Peter W. Graham hefur dregið firam tengshn milh Don Juan og látbragðsleiksins í
bók sinni Don Jnan and Regency England (Charlottesville: University Press of Virg-
inia, 1990, bls. 75).
57