Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 168
GAUTIKRISTMANNSSON
Svar póststrúktúralismans kom eirrna skýrast fram í grein Derridas
„Um tuma Babel“ og má segja að þar takist þessar stefnur beint á um
kjama sinn, tungumálið. Grein Derridas er, eins og fleira sem hann hef-
ur látið frá sér fara, þung í lestri og tyrfin, í heild eins og ögrun við stað-
hæfingu Jakobsons um þýðanleikann. Hann leikur sér með tungumálið
og þá möguleika sem það hefur og minnir stundum á þýska heimspek-
inginn Martin Heidegger í þeim efnum.
Derrida hefur greinina á því að taka fýrir margræðni tungumálsins
með því að skoða eitt orð: Babel. Glundroði eða ruglingur merkingar-
innar er að vissu leyti staðfestur með hugleiðingum um allt sem þetta
eina orð merkir og getur merkt. Með því að bera saman mismunandi
þýðingar á hinum kunna kafla Biblíunnar um Babelsturninn veltir hann
fýrir sér hvort mannkynið og Guð Gamla testamentisins takist á og nið-
urstaðan sé tvístrun manna:
Mætti þá ekki tala um öfund Guðs? Af andúð gagnvart hinu
eina nafni og hinni einu vör mannanna, neyðir hann upp á þá
nafiii sínu, nafni sínu sem föður og með þessari harkalegu
íþyngingu hrindir hann af stað afbyggingu mmsins sem og
hins eina tungumáls, hann udstrar sifjabálkinum. Hann rýfur
afkomendakeðjuna. Hann gerir þýðingu að nauðsyn og fyrir-
munar hana jafiiharðan. Hann gerir hana að nauðsyn og for-
boði, dæmir til að þýða, en eins og til að tapa, börn sem héðan
í frá skulu bera nafh hans (bls. 185).
Þetta er engin guðfræði tungumálsins, heldur snertir einnig hugmyndir
um uppruna tungumálsins, þá skuld sem tungumálið skilur mannktmið
eftir með, skuldina sem tjáð er í sögunni um Adam og Evu og sldlnings-
tréð, því þótt Adam hafi nefht öll dýr merkurinnar og hafi þar með haft
mál, þá kemur skilningurinn ekki fyrr en með áti hins forboðna ávaxtar.
Sá skilningur er ekki aðeins grundvöllur erfðasyndarinnar heldur hlýtur
einnig að vera undirstaða Babelsmrnsins sjálfs. Og Derrida spyr áfram,
rökrétt má segja þegar miðað er við afleiðingar Babelsmrnsins, hvernig
eigi „að þýða texta sem skrifaður er á mörgum tungum í einu?“ Hann tel-
ur að of oft einblíni kenningar um þýðingar á „tilfærslur fhá einni tungu
á aðra og [taki] ekki nægilega mið af þeim möguleika tungumálanna að
vera fleiri en tuö viðriðin sama texta“ (bls. 186). Landamæri tungnanna
166