Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 184
JACQUES DERRIDA
íska skipan. Margbreytni málanna reisir ekki aðeins skorður við „sannri“
þýðingu, tærri og fullnægjandi víxltjáningu, heldur einnig við formgerð-
arskipan, samhenginu í skiptdega uppbyggðu kerfi. Hér má sjá (þýðum)
eins konar innri takmörkun formbindingar, ófullkomnun byggingar.
Auðvelt væri, og að nokkru leyti réttlætanlegt að Hta svo á að hér sé
þýðing á kerfi í afbyggingu.
Aldrei skyldi láta hggja í þagnargildi spuminguna um tungumálið þar
sem spumingin um tungumálið kemur upp og þar sem orðræða um
þýðingar er þýdd.
I íýrsta lagi: á hvaða tungu var Babelturninn byggður og afbyggður? A
tungu þar sem sérheitið Babel mátti, firrir rugling, einnig þýða með
„raglingur“. Heitið Babel ætti, sem sémafn, í raun að vera óþýðanlegt en
fyrir eins konar raghng hugrenningatengsla sem aðeins var mögulegur í
einu tungumáli var hægt að halda að maður þýddi það, á þessu sama máh,
með nafnorði sem merkir það sem við þýðum sem raglingur. I verki sínu
Dictionnairephilosophique lætur Voltaire í ljós eftirfarandi heilabrot við at-
riðisorðið Babel:
Ekki veit ég hvers vegna sagt er í Sköpunarsögunni að Babel
merki ruglingur, því Ba merkir faðir á austrænum tungum, og
Bel merkir Guð; Babel merkir borg Guðs, borgin helga. Til
forna gáfu menn öllum höfuðborgum þetta nafn. En óvéfengj-
anlegt er að Babel þýðir ruglingur, hvort sem það er vegna þess
að húsameistaramir ragluðust í ríminu þegar smíð þeirra nam
áttatíuogeitt þúsund gyðingsfetum eða að ruglingur komst á
tungumar; og það er að sjálfsögðu síðan þá sem Þjóðverjar
skilja ekld Kínverja; því samkvæmt spekingnum Bochart er
augljóst að kínverska er upphaflega sama tungumál og háþýska.
Rósemdarháð Voltaires þýðir að Babel þýðir: það er ekki einungis sér-
heiti, vísun hreinnar táknmyndar tál einstakrar verundar - og sem slíkt
óþýðanlegt - heldur einnig almennt nafnorð sem lýtur hinni almennu
reglu um merkingu. Þetta nafnorð þýðir, og ekld aðeins rugling, enda
þótt „ruglingur" hafi a.m.k. tvenns konar merkingu, nokkuð sem fer ekki
fram hjá Voltaire, ragling tungnanna en líka ringlað hugarástand húsa-
meistararma frammi fyrir byggingu sem stöðvuð hefur verið, þannig að
viss ruglingur er þegar konúnn á hinar tvær merkingar orðsins „rugling-
182