Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 103
STRENGURINN Á MILLI SANNLEIKA OG LYGI
breidd bók sem kom út árið 1995. Nokkru efdr útkomu herrnar komu
upp grunsemdir um að hún væri ekki öll þar sem hún er séð og jainvel
eitthvað meira en lítdð bogið við hana. Raxmsókn Lappin á málinu er ít-
arleg, hún ræðir við alla málsaðila, heldur á fund bókarhöfundar og fær
ekki betur séð en maðurinn, sem kallar sig Binjamin Wilkomirski, hafi
logið upp bernskuminningum úr útrýmingarbúðmn, svo vel reyndar að
sá sem mestan trúnað lagði á söguna virðist hafa verið höfundurinn sjálf-
ur.7 Wilkomirski segist vera pólskur gyðingur sem hafi sloppið til Sviss
að loknu harðræði í útrýmingarbúðum nasista. Líklegast er það ósatt.
Hann er hvorki gyðingur né heldur var hann nokkurntíma í útrýmingar-
búðum. Svo virðist sem saga Þýskalands á stríðsárunum með dramatík
sinni og illsku hafi reynst Wilkomirski gott meðal til að skilja sjálfan sig,
jafnvel betri grunnur að sjálfsskilningi en raunverulegur uppruni meðal
óbreytts almúgafólks í Sviss, ættleiðing, uppvöxtur hjá fósturforeldrum
sem hann hatar án þess að vita alveg hvers vegna. Endurminningarnar
fölsuðu slógu í gegn án þess að nokkur gerði athugasemd við þær og voru
þýddar á tólf tungumál. Wilkomirski hafði legið í miklu grúski um gyð-
ingaofsóknimar og þrátt fýrir að sumir bendi á ósamræmi í æviminning-
um hans þótti flestum þær átakanlegur lestur, slíkt gæti enginn skrifað
nema að hafa lifað af eigin raun; jafnvel fólki sem hafði upplifað hörm-
ungarnar þóttu lýsingarnar gerðar af einstöku næmi. Þær næðu and-
rúmslofid tímans framúrskarandi vel. Það er eins og blekkingin grafi und-
an öllum tækjum sem við höfum í höndunum til að reyna að skilja
illskuna á bakvið útrýmingarbúðir.
Vísindin hafa lengi vitað að það er hægt að framleiða minningar, þær
em kallaðar falsminningar. Það er hægt að framleiða minningar um
illsku - og það er jafhvel hægt að framkalla samlíðan hjá fjölda ókunn-
ugra lesenda með frásögn um minningar sínar úr útrýmingarbúðum.
Dvergaþjóð, krabbamein, svik í Nígeríu, minningar úr útrýmmgarbúð-
um ... Eitthvert dulmagn býr í lyginni, stórfelldar blekkmgar komast
með einhverjum hætti næstum óhugnanlega nálægt stærsm spurningun-
um sem spyrja má. Þegar málið snýr að versta hryllingi mtmgusm aldar
sögu verður spennan á milli lygi og sannleika líkt og titrandi strengur
sem gætd slitnað á hverri stundu og felur í sér allar þverstæður og ólgu
tímans, spurningar um sjálfsveru og um hinstu rök. Galdurinn við grein
7 Elena Lappin, „The man with two heads“, Granta. The magazine ofneau writing, 66,
sumar 1999, London.
ior